Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. október 2024 12:47 „Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun