Kýld niður í kjördæmaviku Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. október 2024 09:33 „Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
„Allir eru með plön – en svo er maður bara kýldur á kjaftinn!“ mér varð hugsað til þessara orða Mike Tyson, þegar ég stóð með boxhanska í World Class í miðri kjördæmaviku. Kjördæmavikan er mikilvægur vettvangur til að tala við fólk, heimsækja fjölbreytta vinnustaði og hlusta á hvað brennur á fólki. Hvort sem maður heimsótti leikskóla, líkamsræktarstöð, íþróttafélag, iðnaðarfyrirtæki eða ferðaþjónustuaðila þá fann maður fyrir kraftinum í íslensku samfélagi og einstaklingunum sem drífa það áfram. Á ungbarnaleikskólanum Ársól þar sem yngstu Reykvíkingarnir taka sín fyrstu skref sáum við öflugan sjálfstætt starfandi leikskóla þar sem þrjú hundruð börn eru á biðlista á sama tíma og þau hafa beðið í fjögur ár eftir að fá að stækka húsnæði skólans og fjölga leikskólaplássum. Þau bíða enn eftir að þær framkvæmdir hefjast rétt eins og fjölskyldur ungra barna í Reykjavík bíða eftir fleiri plássum. Vellíðan unga fólksins okkar skiptir máli og við heimsóttum Bergið Headspace en þar fær ungt fólk á aldrinum 12 til 25 ára sér að kostnaðarlausu samtal um hvers kyns vandamál. Þar fá þau fræðslu og stuðning til að finna leiðir að bættri líðan og meiri virkni í samfélaginu. Magnað starf sem stjórnvöld og samfélagið allt þarf að styðja vel við. Mörgum er umhugað um stöðu ungs fólks en íslenska forvarnarmódelið var sérstaklega rætt við Planet Youth sem hjálpar þjóðum um allan heim að ná sambærilegum árangri og við höfum náð. Þó áskoranirnar séu margar þá má líka minna á árangur okkar sem er orðinn að útflutningsvöru. Það minnir okkur líka á að við megum ekki láta deigan síga. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf hefur jákvæð áhrif og líðan og virkni barna og ungmenna. Í ljósi þess var ömurlegt að sjá hversu slæmt viðhald og stuðningur borgarinnar hefur verið við íþróttafélagið KR og sömu sögu er að finna víðar um borgina. Knattspyrnufélag Reykjavíkur sinnir fjölmennum hóp fólks á öllum aldri í vesturbæ Reykjavíkur og óþreyja þeirra eftir svörum er skiljanleg. Enn ein staðfesting á því að innviðir borgarinnar eru ekki í forgangi. Efnahagsmálin var aðalumræðuefni á fundi okkar með Samtökum atvinnulífsins. Ég tek heilshugar undir áherslur þeirra á það að draga þarf úr ríkisútgjöldum og hagræða enn frekar í opinberum rekstri. Það ætti þó ekki að vera skammtímamarkmið, heldur viðvarandi verkefni í rekstri hins opinbera. Það var ánægjulegt að sjá að vaxtalækkunartímabilið sem við höfum öll beðið lengi eftir er hafið. Verðbólga hefur ekki mælst minni í þrjú ár. En þessi mál eru á vörum margar landsmanna, hvort sem það var í heita pottinum eða annars staðar, þeirra sem finna fyrir hærri greiðslubyrði eða reka fyrirtæki. Við heimsóttum nokkur fyrirtæki og hringdum í fólk til að hlusta á hvar við getum gert betur. Við byggjum á öflugum grunni, hér er lítið atvinnuleysi og kaupmáttur og laun hafa hækkað meira en í löndunum í kringum okkur. Mike Tyson talaði af reynslu þegar hann sagðist hafa verið með plan en var kýldur niður - og fyrir okkur sem störfum í stjórnmálum er þetta líka stundum svona - við stjórnum ekki alltaf atburðarrásinni. En það er mikilvægt að standa aftur upp, bretta upp ermar og hafa alltaf í forgangi að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Að gera betur og hlusta á áskoranir þeirra. Við erum í stjórnmálum til þess. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun