Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir skrifar 3. október 2024 08:01 Glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildir það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin. Borið hefur á því að undanförnu að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmis konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum símanúmerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra hljóma ansi oft of góð til að vera sönn, og þá er það einmitt málið, þau eru ekki sönn heldur svik. Algengt er að í símtölunum bjóði hinir enskumælandi fjársvikarar upp á fjárfestingatækifæri í rafmynt, eða tilkynni að sá eða sú sem hringt er í, eigi eignir í rafmynt. Þá er fólki boðið að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt. Í einhverjum tilvikum hafa svikararnir fengið fólk til að hlaða niður forritum á borð AnyDesk, TeamViewer eða Iperius Remote á tækin sín sem veita svikurunum í kjölfarið fullan aðgang að tækjum viðkomandi. Fólki er því eindregið ráðið gegn því að verða við beiðnum um að sækja þessi forrit eða önnur fyrir snjallsíma eða tölvur. Þá hefur fólk verið platað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og þannig komast svikahrapparnir inn á heimabanka og geta tæmt reikninga og misnotað kreditkort. Svikarar hafa einnig notað greiðslukortaupplýsingar til að kaupa rafmynt í rafmyntakauphöllum. Með þessu eru fjármunir tapaðir og fólk situr uppi með sárt ennið. Hér eru nokkur varnaðarorð sem eiga við nú sem endranær: Aldrei gefa upp lykilorð inn á rafræn skilríki né staðfesta eitthvað nema vera þess fullviss um hvað er verið að samþykkja. Aldrei samþykkja innskráningar eða aðgerðir í netbanka/appi s.s. millifærslur og kortafærslur nema vera þess fullviss að þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Aldrei samþykkja að hlaða niður forritum eða fara inn á síður sem þið þekkið ekki. Það getur verið að þú sért að veita utanaðkomandi svikara fullan aðgang að símanum þínum. Aldrei gefa upp leyniorð eða kortaupplýsingar. Aldrei samþykkja að verða milliliðir í einhverjum fjármálagerningum sem þið þekkið ekki, jafnvel gegn greiðslu. Aldrei falla fyrir gylliboðum sem eru einfaldlega of góð til að vera sönn. Það eru allar líkur á því að það séu svik. Ef þú færð símtal sem er tortryggilegt, slíttu því hið snarasta. Heiðarleg tortryggni getur borgað sig. Svikarar geta verið afar sannfærandi. Hafðu strax samband við bankann þinn og lögreglu ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármál heimilisins Netöryggi Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildir það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin. Borið hefur á því að undanförnu að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmis konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum símanúmerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra hljóma ansi oft of góð til að vera sönn, og þá er það einmitt málið, þau eru ekki sönn heldur svik. Algengt er að í símtölunum bjóði hinir enskumælandi fjársvikarar upp á fjárfestingatækifæri í rafmynt, eða tilkynni að sá eða sú sem hringt er í, eigi eignir í rafmynt. Þá er fólki boðið að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt. Í einhverjum tilvikum hafa svikararnir fengið fólk til að hlaða niður forritum á borð AnyDesk, TeamViewer eða Iperius Remote á tækin sín sem veita svikurunum í kjölfarið fullan aðgang að tækjum viðkomandi. Fólki er því eindregið ráðið gegn því að verða við beiðnum um að sækja þessi forrit eða önnur fyrir snjallsíma eða tölvur. Þá hefur fólk verið platað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og þannig komast svikahrapparnir inn á heimabanka og geta tæmt reikninga og misnotað kreditkort. Svikarar hafa einnig notað greiðslukortaupplýsingar til að kaupa rafmynt í rafmyntakauphöllum. Með þessu eru fjármunir tapaðir og fólk situr uppi með sárt ennið. Hér eru nokkur varnaðarorð sem eiga við nú sem endranær: Aldrei gefa upp lykilorð inn á rafræn skilríki né staðfesta eitthvað nema vera þess fullviss um hvað er verið að samþykkja. Aldrei samþykkja innskráningar eða aðgerðir í netbanka/appi s.s. millifærslur og kortafærslur nema vera þess fullviss að þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Aldrei samþykkja að hlaða niður forritum eða fara inn á síður sem þið þekkið ekki. Það getur verið að þú sért að veita utanaðkomandi svikara fullan aðgang að símanum þínum. Aldrei gefa upp leyniorð eða kortaupplýsingar. Aldrei samþykkja að verða milliliðir í einhverjum fjármálagerningum sem þið þekkið ekki, jafnvel gegn greiðslu. Aldrei falla fyrir gylliboðum sem eru einfaldlega of góð til að vera sönn. Það eru allar líkur á því að það séu svik. Ef þú færð símtal sem er tortryggilegt, slíttu því hið snarasta. Heiðarleg tortryggni getur borgað sig. Svikarar geta verið afar sannfærandi. Hafðu strax samband við bankann þinn og lögreglu ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar