Ekkert mansal á Íslandi í 15 ár? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. október 2024 08:03 Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Mansal Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2009 er mörgum eftirminnilegt. Þá var hægt að halda skemmtilegt Eurovisionpartí, svínaflensan herjaði á heiminn, íslenskur almenningur lærði að lifa með gjaldeyrishöftum og efnahagshrunið var í algleymingi. Þetta var líka árið þar sem einstaklingur var síðast sakfelldur fyrir mansal í héraðsdómi þar sem niðurstaðan var jafnframt staðfest í framhaldinu fyrir æðra dómstigi. Þar voru fimm karlmenn dæmdir sekir fyrir mansalsbrot gegn 19 ára stúlku. Í febrúar í fyrra sneri Landsréttur við héraðsdómi sem fallið hafði 2021, þar sem konu var gefið að sök að hafa flutt barnunga einstaklinga hingað til lands í því skyni að láta þau stunda þrælkunarvinnu. Eftir stendur að dómaframkvæmd á sviði mansalsmála er gífurlega fátækleg og í hrópandi ósamræmi við það hversu algeng brotin virðast vera í íslensku samfélagi. Íslensk kjör á íslenskum vinnumarkaði – að Norrænni fyrirmynd Íslenskur vinnumarkaður byggir á grunni Norræna vinnumarkaðsmódelsins, þar sem farsælustu samfélög þessa heims fá að þrífast í eðlilegu jafnvægi öflugs atvinnulífs og virks velferðarsamfélags þar sem ólík en jafn mikilvæg verðmæti verða til. Það verður að teljast lágmarksviðmið að binda endi á þá þróun að hér á landi eru að skapast betri skilyrði fyrir hópa til að stunda félagsleg undirboð og fremja vinnumarkaðsglæpi á borð við mansal. Og hvað svo? Á sama tíma og enginn óskar þess að mansalshringir fái að þrífast hér, virðist úrræðaleysið vera viðvarandi og ekki sér fyrir endann á þrátt fyrir mikla umræðu. Það ætlar að verða endurtekið stef að þegar mansal ber á góma veldur það því að íslenskt samfélag veðrast upp um stund, en framfarir og úrbætur í atvinnulífi og íslenskri stjórnsýslu virðast ekki fara fram í nokkru samræmi við það. Ítrekað hafa fulltrúar stjórnvalda, ekki síst lögreglu og ákæruvalds, bent á úrræðaleysi gagnvart gerendum í mansalsmálum sem geta ýmist verið einstaklingar eða samhæfðir hópar sem teygja anga sína í alþjóðlega glæpastarfsemi. Frjálst flæði gagna og fjármögnum lögreglu Sé tekið mið af umræðum á vel heppnuðu málþingi ASÍ og SA um mansal sem fór fram þann 26. september s.l, telja flestir hagsmunaaðilar að gagnamiðlun á meðal eftirlitsaðila sé lykilatriði í því að tryggja tímanleg inngrip inn í aðstæður sem bera með sér helstu einkenni þess að félagslegt undirboð fái að viðgangast. Íslenskur vinnumarkaður á rétt eins og á Norðurlöndunum að vera skipulagður með þeim hætti að aðilar vinnumarkaðarins geti haft með sér mikið og virkt samráð og miðlað gögnum sín á milli í þeim tilgangi að koma í veg fyrir vinnumarkaðsglæpi og misnotkun á fólki, án hindrana. Binda verður vonir við stofnun samstarfsnefndar um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem komið var á fót í vor í kjölfar lagabreytinga sem samþykktar voru einróma á Alþingi. Stofnun vettvangsins nægir þó ekki ein og sér þar sem þeir aðilar sem eiga að því aðild, þ.e. lögregla, Skatturinn, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun hafa ólíkum skyldum að gegna og þegar öllu er á botninn hvolft er það á herðum ákæruvaldsins að rannsaka og síðan saksækja í þessum málaflokki. Teymi ríkislögreglustjóra sem annast þau verkefni hefur nú þrjá starfsmenn á sínum snærum og telur stjórnandi deildarinnar að þörf sé á sex starfsmönnum til viðbótar, líkt og Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar benti á í nýlegri grein um alvarlegar aðstæður á vinnumarkaði. Það er tilgangslaust að stofna vettvang upplýsingamiðlunar, ef stofnunum er í reynd gert ókleift að miðla upplýsingum sín á milli. Þá er augljóst að slík upplýsingamiðlun nýtist ekkert ef rannsókn mansalsmála mætir algerum afgangi í fjárhagslegri forgangsröðun, ár eftir ár. Ef fram heldur sem horfir, þurfum við að bíða í önnur 15 ár eftir næstu sakfellingu vegna mansals. Við jafnaðarmenn höfum ekki áhuga á því að fylgjast með því þegjandi og hljóðalaust og köllum eftir skýrum aðgerðum gegn félagslegu undirboði og mansali á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun