Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. september 2024 07:02 Hér á Íslandi eru einstaklingar, félagasamtök og stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir því með oddi og egg, að viðhalda krónu, sem gjaldmiðli, og krónuhagkerfinu. Fremstur í flokki einstaklinga fer þar Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega á vegur félagasamtakanna Heimssýnar, sem er félagsskapur hægri-hægri manna hér, á við AfD í Þýzkalandi, Wilders í Hollandi, Front National í Frakklandi og Lega Nord á Ítalíu, fyrrverandi fasistaflokk, en Hjörtur hefur skrifað ekki færri en 70 greinar, hér á Vísi, síðasta misseri eða svo, nær eingöngu gegn ESB og Evru, og þá um leið í þágu og til stuðnings krónunni og krónuhagkerfinu. Inn á milli skrifar Hjörtur sams konar óhróðursgreinar um ESB og Evru fyrir skoðanabróður sinn og velunnara á Mogga, Davíð Oddsson, sem svo stundum áréttar skrif Hjartar, vel og skilmerkilega, í sínum sérstaka ritsjóradálki á Mogga, Staksteinum. Flottir menn, skoðanabræður og bandamenn það! Góður og gegn maður, Þorsteinn Daníelsson, veitti mér á dögunum upplýsingar um, hvernig krónan og krónuhagkerfið hefði farið með hann og hans fjölskyldu, hvernig hún hefði grafið undan og spillt hans fjárhagslegu afkomu, peningalegu velferð, nú í 20 ár, og, ekki nóg með það, heldur ætti hann sennilega eftir að líða undir krónunni og þeirri áþján, sem hún veldur mörgum skuldurum, ævilangt. Myndi sennilega aldrei komast úr þeim ólánsfjötrum. Þorsteinn leyfði mér að fjalla hér um málið á opinskáan hátt, enda veit hann, við báðir, að Þorsteinn á þúsundir þjáningabræða og -systra, annarra fórnarlamba krónunnar og krónuhagkerfisins, sem taka út sínar krónuþjáningar með þögn og þolgæði, bíta á jaxlinn. Í nóvember 2004 tók Þorsteinn húsnæðislán vegna íbúðarhúss síns að fjárhæð 35 milljónir króna. Skyldi hann greiða lánið mánaðarlega á 40 árum með 4,2% vöxtum. Þetta þýddi mánaðarlega afborgun upp á 59.353 og vexti upp á 84.812. Mánaðarleg heildarafborgun 144.165. En lánið var vísitölubundið, sem er sérstakt krónu- og krónuhagkerfis fyrirbrigði. Ég hef víða farið og mörgu kynnst, en ekki vístölubindingu lána, sem þýðir auðvitað, að maður veit ekki, hvað maður skuldar, eða hversu mikið maður þarf að borga, til skemmri eða lengri tíma, í reynd. Að taka vísitölubundið krónulán, er því nánast eins og að skrifa undir tékka, sem bankinn útfyllir svo og krefur með ófyrirséðu álagi mánaðarlega. Nú eru liðin 20 ár af lánstíma, og á núvirði er Þorsteinn búinn að greiða 91 milljón króna inn á lánið, en lánið bara hækkar og hækkar; í síðasta mánuði stóð lánskrafan í 64.178.325 krónum; tvöfalldri upphaflegri fjárhæð. Þrátt fyrir það, að í reynd sé búið að borga sem nemur þrefaldri lánsfjárhæð, stendur skuldin nú í tvöfaldri lánsfjárhæð. Og darraðadansinn heldur áfram, þó að Þorsteinn borgi nú 383.280 kr. á mánuði, af eftirstöðvum lánsins, í stað 144.165 kr. af fullu láninu í byrjun, er ekki annað að sjá, en að krafa bankans hækki bara og hækki. Nú í ágúst var mánaðarleg „afborgun verðbóta“ 98.230 kr. og „verðbætur v/vaxta“ 140.365 kr. Hvar þetta endar, veit Guð einn. Það er von, að fóstbræðurinir, Hjörtur J. og Davíð Odds, og Heimssýnarmenn, gleðjist. Evran er alvörugjaldmiðill, sem menn geta treyst á. Þar eru engar geðveikissveiflur í gangi, með henni standa menn á traustum grunni, vita, hvar þeir standa, hvað þeir skulda, hversu mikið þeirra þurfa að greiða, hverju sinni, og, þá um leið, hvað þeir eiga. Þar eru engir óútfylltir tékkar í gangi, sem bankarnir bara útfylla sjálfir, með ófyrirséðu álagi, og krefja svo inn. Auðvitað finnst Hirti J. og Dabba slíkt kerfi ómögulegt. Það er ekki gott, ófært, að menn viti, hvar þeir standa í þessu lífi. Ég fékk þýzkan banka til að reikna út fyrir mig, hvernig mál hefðu þróast og hvar Þorsteinn stæði, ef hann hefði tekið sams konar lán, með sömu kjörum, á sama tíma, í Evrum, en Evran er auðvitað í eðli sínu og með sínum styrk sjálf verðtrygging. Fyrir 25 árum, þegar Evran var innleidd, var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal 1,07. Nú í dag er þetta gengi 1,12. Evran stendur sterkar, eftir þennan aldarfjórðung, en heimsmyntin, sem var USD. Í nóvember 2004 var krónan sterk gagnvart Evru, gengið var um 87 kr. í Evru. 35 milljónir króna voru því um 400 þúsund Evrur. Hefði slíkt lán verið terkið með 4,2% vöxtum, hefði afborgun á mánuði síðustu 20 árin, allan tímann, verið EUR 1.722. Miðað við upphaflegt gengi, 87 krónur í Evru, hefði þessi mánaðarlega afborgun verið 149.000. Ef meðaltalsgengi er reiknað, fyrir þessi 20 ár, þá væri það 119 krónur í Evru. Mánaðarleg greiðsla hefði þá verið 205.000. Í dag, miðað við fullt núverandi gengi, 150 kr. í Evru, væri mánðarleg afborgun 258.000. Eftirstöðvar skuldar væru EUR 279.000, eða á núverandi gengi 42 milljónir. Í hnotskurn: Þorsteinn greiðir 383.280 kr. á mánuði í krónu í krónuhagskerfi, í Evruhagkerfi væri þetta 258.000. Þorsteinn skuldar enn 64 milljónir í krónuhagkerfi, og skuldin fer hækkandi. Í Evruhagkerfi myndi hann skulda 42 milljónir og skuldin færi lækkandi. Það bezta fyrir Þorstein væri þó sennilega það, að hann vissi, hvar hann stæði, nákvæmlega, hvað hann þyrfti að greiða mánaðarlega, og, að skuldin gengi með hverrui greiðslu örugglega niður. Grunnhyggnir krónutalsmenn segja þá, já, en húsið hefur hækkað að sama skapi og greiðslur og skuldin. En þetta er auðvitað hjóm eitt, bábilja, því húsið hefur ekkert meira raunverðgildi fyrir Þorstein, þrátt fyrir hærra söluverð, því fyrir þetta hærra söluverð fæst ekkert meira, allt annað hefur hækkað að sama skapi. Þessar uppblásnu, margföldu, verðbætur og auknu greiðslukröfur eru því í reynd stórfelldir aukavextir, okurvextir, sem Þorsteinn hefur verið neyddur til að borga bankanum, fjármagnseigendum, og hann fær í reynd ekkert fyrir. Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar, með valdi og ofbeldi, af skuldurum yfir á banka og fjármagnseigendur. Krónuhagkerfið í hnotskurn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Efnahagsmál Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hér á Íslandi eru einstaklingar, félagasamtök og stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir því með oddi og egg, að viðhalda krónu, sem gjaldmiðli, og krónuhagkerfinu. Fremstur í flokki einstaklinga fer þar Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega á vegur félagasamtakanna Heimssýnar, sem er félagsskapur hægri-hægri manna hér, á við AfD í Þýzkalandi, Wilders í Hollandi, Front National í Frakklandi og Lega Nord á Ítalíu, fyrrverandi fasistaflokk, en Hjörtur hefur skrifað ekki færri en 70 greinar, hér á Vísi, síðasta misseri eða svo, nær eingöngu gegn ESB og Evru, og þá um leið í þágu og til stuðnings krónunni og krónuhagkerfinu. Inn á milli skrifar Hjörtur sams konar óhróðursgreinar um ESB og Evru fyrir skoðanabróður sinn og velunnara á Mogga, Davíð Oddsson, sem svo stundum áréttar skrif Hjartar, vel og skilmerkilega, í sínum sérstaka ritsjóradálki á Mogga, Staksteinum. Flottir menn, skoðanabræður og bandamenn það! Góður og gegn maður, Þorsteinn Daníelsson, veitti mér á dögunum upplýsingar um, hvernig krónan og krónuhagkerfið hefði farið með hann og hans fjölskyldu, hvernig hún hefði grafið undan og spillt hans fjárhagslegu afkomu, peningalegu velferð, nú í 20 ár, og, ekki nóg með það, heldur ætti hann sennilega eftir að líða undir krónunni og þeirri áþján, sem hún veldur mörgum skuldurum, ævilangt. Myndi sennilega aldrei komast úr þeim ólánsfjötrum. Þorsteinn leyfði mér að fjalla hér um málið á opinskáan hátt, enda veit hann, við báðir, að Þorsteinn á þúsundir þjáningabræða og -systra, annarra fórnarlamba krónunnar og krónuhagkerfisins, sem taka út sínar krónuþjáningar með þögn og þolgæði, bíta á jaxlinn. Í nóvember 2004 tók Þorsteinn húsnæðislán vegna íbúðarhúss síns að fjárhæð 35 milljónir króna. Skyldi hann greiða lánið mánaðarlega á 40 árum með 4,2% vöxtum. Þetta þýddi mánaðarlega afborgun upp á 59.353 og vexti upp á 84.812. Mánaðarleg heildarafborgun 144.165. En lánið var vísitölubundið, sem er sérstakt krónu- og krónuhagkerfis fyrirbrigði. Ég hef víða farið og mörgu kynnst, en ekki vístölubindingu lána, sem þýðir auðvitað, að maður veit ekki, hvað maður skuldar, eða hversu mikið maður þarf að borga, til skemmri eða lengri tíma, í reynd. Að taka vísitölubundið krónulán, er því nánast eins og að skrifa undir tékka, sem bankinn útfyllir svo og krefur með ófyrirséðu álagi mánaðarlega. Nú eru liðin 20 ár af lánstíma, og á núvirði er Þorsteinn búinn að greiða 91 milljón króna inn á lánið, en lánið bara hækkar og hækkar; í síðasta mánuði stóð lánskrafan í 64.178.325 krónum; tvöfalldri upphaflegri fjárhæð. Þrátt fyrir það, að í reynd sé búið að borga sem nemur þrefaldri lánsfjárhæð, stendur skuldin nú í tvöfaldri lánsfjárhæð. Og darraðadansinn heldur áfram, þó að Þorsteinn borgi nú 383.280 kr. á mánuði, af eftirstöðvum lánsins, í stað 144.165 kr. af fullu láninu í byrjun, er ekki annað að sjá, en að krafa bankans hækki bara og hækki. Nú í ágúst var mánaðarleg „afborgun verðbóta“ 98.230 kr. og „verðbætur v/vaxta“ 140.365 kr. Hvar þetta endar, veit Guð einn. Það er von, að fóstbræðurinir, Hjörtur J. og Davíð Odds, og Heimssýnarmenn, gleðjist. Evran er alvörugjaldmiðill, sem menn geta treyst á. Þar eru engar geðveikissveiflur í gangi, með henni standa menn á traustum grunni, vita, hvar þeir standa, hvað þeir skulda, hversu mikið þeirra þurfa að greiða, hverju sinni, og, þá um leið, hvað þeir eiga. Þar eru engir óútfylltir tékkar í gangi, sem bankarnir bara útfylla sjálfir, með ófyrirséðu álagi, og krefja svo inn. Auðvitað finnst Hirti J. og Dabba slíkt kerfi ómögulegt. Það er ekki gott, ófært, að menn viti, hvar þeir standa í þessu lífi. Ég fékk þýzkan banka til að reikna út fyrir mig, hvernig mál hefðu þróast og hvar Þorsteinn stæði, ef hann hefði tekið sams konar lán, með sömu kjörum, á sama tíma, í Evrum, en Evran er auðvitað í eðli sínu og með sínum styrk sjálf verðtrygging. Fyrir 25 árum, þegar Evran var innleidd, var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal 1,07. Nú í dag er þetta gengi 1,12. Evran stendur sterkar, eftir þennan aldarfjórðung, en heimsmyntin, sem var USD. Í nóvember 2004 var krónan sterk gagnvart Evru, gengið var um 87 kr. í Evru. 35 milljónir króna voru því um 400 þúsund Evrur. Hefði slíkt lán verið terkið með 4,2% vöxtum, hefði afborgun á mánuði síðustu 20 árin, allan tímann, verið EUR 1.722. Miðað við upphaflegt gengi, 87 krónur í Evru, hefði þessi mánaðarlega afborgun verið 149.000. Ef meðaltalsgengi er reiknað, fyrir þessi 20 ár, þá væri það 119 krónur í Evru. Mánaðarleg greiðsla hefði þá verið 205.000. Í dag, miðað við fullt núverandi gengi, 150 kr. í Evru, væri mánðarleg afborgun 258.000. Eftirstöðvar skuldar væru EUR 279.000, eða á núverandi gengi 42 milljónir. Í hnotskurn: Þorsteinn greiðir 383.280 kr. á mánuði í krónu í krónuhagskerfi, í Evruhagkerfi væri þetta 258.000. Þorsteinn skuldar enn 64 milljónir í krónuhagkerfi, og skuldin fer hækkandi. Í Evruhagkerfi myndi hann skulda 42 milljónir og skuldin færi lækkandi. Það bezta fyrir Þorstein væri þó sennilega það, að hann vissi, hvar hann stæði, nákvæmlega, hvað hann þyrfti að greiða mánaðarlega, og, að skuldin gengi með hverrui greiðslu örugglega niður. Grunnhyggnir krónutalsmenn segja þá, já, en húsið hefur hækkað að sama skapi og greiðslur og skuldin. En þetta er auðvitað hjóm eitt, bábilja, því húsið hefur ekkert meira raunverðgildi fyrir Þorstein, þrátt fyrir hærra söluverð, því fyrir þetta hærra söluverð fæst ekkert meira, allt annað hefur hækkað að sama skapi. Þessar uppblásnu, margföldu, verðbætur og auknu greiðslukröfur eru því í reynd stórfelldir aukavextir, okurvextir, sem Þorsteinn hefur verið neyddur til að borga bankanum, fjármagnseigendum, og hann fær í reynd ekkert fyrir. Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar, með valdi og ofbeldi, af skuldurum yfir á banka og fjármagnseigendur. Krónuhagkerfið í hnotskurn. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar