Áskorun til hæstvirts fjármálaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar frá sérfræðingum í klínískri sálfræði Haukur Haraldsson, Sólveig Erna Jónsdóttir, Kristbjörg Þórisdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir skrifa 28. september 2024 23:31 Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi þann 24. september síðastliðinn fór fram umræða um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Fyrirspurnir beindust að hæstvirtum fjármálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Við undirrituð fögnum því að skýr vilji sé fyrir hendi hjá núverandi fjármálaráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu eins og aðra heilbrigðisþjónustu enda kominn tími til. Við skorum á hæstvirtan ráðherra að fylgja málinu þétt eftir og ráðast í þessa löngu tímabæru fjárfestingu. Nóg er til af sálfræðingum Tveir háskólar á Íslandi eru með framhaldsnám í sálfræði og útskrifa nemendur sem uppfylla viðmið fyrir starfsréttindi sem sálfræðingar, auk þess sem sálfræðingar sækja ennþá menntun erlendis að einhverju marki. Rétt til að kalla sig sálfræðing á Íslandi hafa þeir sem stundað hafa að lágmarki fimm ára háskólanám sem lýkur með embættisprófi í sálfræði og hafa hlotið löggildingu samanber lög um sálfræðinga. Á Íslandi eru í dag 1059 sálfræðingar með gilt starfsleyfi frá embætti landlæknis og af þeim eru 156 sálfræðingar með sérfræðiviðurkenningu í sálfræði. Það er því ekki hægt að nota það sem rök að okkur vanti sálfræðinga, þvert á móti hafa háskólarnir af miklum metnaði séð til þess að útskrifaðir eru á hverju ári vel hæfir sálfræðingar til að takast á við aukna þörf eftir sálfræðiþjónustu í þjóðfélaginu. Auk þess höfum við stóran hóp af reyndum sálfræðingum og sérfræðingum í sálfræði til að handleiða sálfræðinema og nýútskrifaða sálfræðinga. Skortur á fjármagni er stærsta hindrun að aðgengi sálfræðiþjónustu Án niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu af hálfu ríkisins eru margir skjólstæðingar sem treysta sér ekki til að greiða fullt verð fyrir þjónustuna, ekki frekar en ef læknisþjónusta og sjúkraþjálfun væru ekki niðurgreidd. Í dag býðst sálfræðingum vissulega samningur um niðurgreiðslu sálfræðimeðferða, bæði fyrir börn og fullorðna. Sá samningur var án raunverulegrar samvinnu við sálfræðinga og þeirra forsenda sem þeir starfa við. Það sést best á því hve fáir sálfræðingar sjá sér fært að ganga að þeim samningi. Það er því brýnt að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd ríkisins, endurskoði strax samninginn við sálfræðinga í samvinnu við sálfræðinga því að öðrum kosti hamli það aðgengi einstaklinga sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda en ekki hafa efni á að greiða fullt verð fyrir sálfræðiþjónustu. Á flestum starfsstöðvum sálfræðinga hefur raunin verið sú að stöður sálfræðinga hafa verið langt undir því sem þurft hefur til að geta veitt þá þjónustu sem eðlilegt er að veita. Til dæmis hafa stöðugildi sálfræðinga í heilsugæslu frá upphafi verið talsvert undir þeim viðmiðum sem miðað er við í nágrannalöndunum til að geta haldið uppi lágmarks sálfræðiþjónustu en miðað er við einn sálfræðing á hver 6250 börn og einn sálfræðing fyrir sama fjölda fullorðinna. Á Reykjalundi, stærstu endurhæfingarstofnun landsins eru aðeins 9 sálfræðingar starfandi, þar af tveir taugasálfræðingar. Það er því aldrei mikilvægara en nú að fylgja fordæmi nágrannaþjóða okkar eins og Bretlands og Noregs sem hafa með markvissum hætti og auknu fjármagni aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð sem skilar sér margfalt aftur í þjóðarbúið. Sérfræðiviðurkenning og stöður sérfræðinga Sálfræðingar hafa bent á mikilvægi þess að unnið sé að lagfæringu á sérfræðiviðurkenningu sálfræðinga til að tryggja fjölgun sérfræðinga sem eru lykilaðilar varðandi þjálfun og handleiðslu sálfræðinga. Sálfræðingar hafa einnig bent á mikilvægi þess að koma á stöðum sérfræðinga á stofnunum í samræmi við það sem tíðkast til dæmis meðal lækna en hvorugt hefur lítið þokast áfram með þeirri undantekningu að nokkrar stöður sérfræðinga eru nú við Landsspítala. Kandídatsár sálfræðinga Sálfræðingar hafa um árabil lagt áherslu á mikilvægi þess að kandídatsári sálfræðinga sé komið á og fjármagnað til að tryggja góða starfsþjálfun og nýliðun stéttarinnar sambærilega því sem gert er til dæmis í þjálfun lækna. Það markmið hefur enn ekki náðst og teljum við undirrituð að aðalástæða þess sé að stöðurnar hafa ekki verið fjármagnaðar af hálfu ríkisins. Tími kominn til að efna Biðlistar eru mannanna verk og eru á ábyrgð þeirra sem forgangsraða fjármunum í annað en að manna stöður sálfræðinga. Það er staðreynd að almenningur hefur haft mjög takmarkað aðgengi að þeim ríflega þúsund sálfræðingum sem eru starfandi í landinu og sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum hefur í áratugi verið lúxusvara sem fá geta veitt sér en mörg greiða fyrir úr tómum vasa í neyð. Kæri Sigurður Ingi hæstvirtur fjármálaráðherra, við skorum á þig að stíga skrefið til fulls í að gera sálfræðiþjónustu aðgengilega almenningi líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert og óháð fjárhag. Reynsla og rannsóknir þeirra hafa sýnt að það skilar sér margfalt til baka að setja fjármagn í aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð, ekki bara varðandi bætta geðheilsu heldur einnig aukinni atvinnuþátttöku, auknum möguleikum fólks að taka virkan þátt í samfélaginu, og minna álag á önnur kerfi samfélagsins svo sem velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi. Þetta er líklega besta fjárfesting sem þú getur ráðist í sem fulltrúi almennings í stóli fjármálaráðherra. Heimildir: https://island.is/starfsleyfaskra https://klinisk.is/felagid/ https://www.england.nhs.uk/mental-health/adults/nhs-talking-therapies/ https://www.helsedirektoratet.no/tema/lokalt-psykisk-helse-og-rusarbeid/rask-psykisk-helsehjelp Höfundar eru sérfræðingar í klínískri sálfræði og sitja í stjórn Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi þann 24. september síðastliðinn fór fram umræða um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Fyrirspurnir beindust að hæstvirtum fjármálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Við undirrituð fögnum því að skýr vilji sé fyrir hendi hjá núverandi fjármálaráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu eins og aðra heilbrigðisþjónustu enda kominn tími til. Við skorum á hæstvirtan ráðherra að fylgja málinu þétt eftir og ráðast í þessa löngu tímabæru fjárfestingu. Nóg er til af sálfræðingum Tveir háskólar á Íslandi eru með framhaldsnám í sálfræði og útskrifa nemendur sem uppfylla viðmið fyrir starfsréttindi sem sálfræðingar, auk þess sem sálfræðingar sækja ennþá menntun erlendis að einhverju marki. Rétt til að kalla sig sálfræðing á Íslandi hafa þeir sem stundað hafa að lágmarki fimm ára háskólanám sem lýkur með embættisprófi í sálfræði og hafa hlotið löggildingu samanber lög um sálfræðinga. Á Íslandi eru í dag 1059 sálfræðingar með gilt starfsleyfi frá embætti landlæknis og af þeim eru 156 sálfræðingar með sérfræðiviðurkenningu í sálfræði. Það er því ekki hægt að nota það sem rök að okkur vanti sálfræðinga, þvert á móti hafa háskólarnir af miklum metnaði séð til þess að útskrifaðir eru á hverju ári vel hæfir sálfræðingar til að takast á við aukna þörf eftir sálfræðiþjónustu í þjóðfélaginu. Auk þess höfum við stóran hóp af reyndum sálfræðingum og sérfræðingum í sálfræði til að handleiða sálfræðinema og nýútskrifaða sálfræðinga. Skortur á fjármagni er stærsta hindrun að aðgengi sálfræðiþjónustu Án niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu af hálfu ríkisins eru margir skjólstæðingar sem treysta sér ekki til að greiða fullt verð fyrir þjónustuna, ekki frekar en ef læknisþjónusta og sjúkraþjálfun væru ekki niðurgreidd. Í dag býðst sálfræðingum vissulega samningur um niðurgreiðslu sálfræðimeðferða, bæði fyrir börn og fullorðna. Sá samningur var án raunverulegrar samvinnu við sálfræðinga og þeirra forsenda sem þeir starfa við. Það sést best á því hve fáir sálfræðingar sjá sér fært að ganga að þeim samningi. Það er því brýnt að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd ríkisins, endurskoði strax samninginn við sálfræðinga í samvinnu við sálfræðinga því að öðrum kosti hamli það aðgengi einstaklinga sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda en ekki hafa efni á að greiða fullt verð fyrir sálfræðiþjónustu. Á flestum starfsstöðvum sálfræðinga hefur raunin verið sú að stöður sálfræðinga hafa verið langt undir því sem þurft hefur til að geta veitt þá þjónustu sem eðlilegt er að veita. Til dæmis hafa stöðugildi sálfræðinga í heilsugæslu frá upphafi verið talsvert undir þeim viðmiðum sem miðað er við í nágrannalöndunum til að geta haldið uppi lágmarks sálfræðiþjónustu en miðað er við einn sálfræðing á hver 6250 börn og einn sálfræðing fyrir sama fjölda fullorðinna. Á Reykjalundi, stærstu endurhæfingarstofnun landsins eru aðeins 9 sálfræðingar starfandi, þar af tveir taugasálfræðingar. Það er því aldrei mikilvægara en nú að fylgja fordæmi nágrannaþjóða okkar eins og Bretlands og Noregs sem hafa með markvissum hætti og auknu fjármagni aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð sem skilar sér margfalt aftur í þjóðarbúið. Sérfræðiviðurkenning og stöður sérfræðinga Sálfræðingar hafa bent á mikilvægi þess að unnið sé að lagfæringu á sérfræðiviðurkenningu sálfræðinga til að tryggja fjölgun sérfræðinga sem eru lykilaðilar varðandi þjálfun og handleiðslu sálfræðinga. Sálfræðingar hafa einnig bent á mikilvægi þess að koma á stöðum sérfræðinga á stofnunum í samræmi við það sem tíðkast til dæmis meðal lækna en hvorugt hefur lítið þokast áfram með þeirri undantekningu að nokkrar stöður sérfræðinga eru nú við Landsspítala. Kandídatsár sálfræðinga Sálfræðingar hafa um árabil lagt áherslu á mikilvægi þess að kandídatsári sálfræðinga sé komið á og fjármagnað til að tryggja góða starfsþjálfun og nýliðun stéttarinnar sambærilega því sem gert er til dæmis í þjálfun lækna. Það markmið hefur enn ekki náðst og teljum við undirrituð að aðalástæða þess sé að stöðurnar hafa ekki verið fjármagnaðar af hálfu ríkisins. Tími kominn til að efna Biðlistar eru mannanna verk og eru á ábyrgð þeirra sem forgangsraða fjármunum í annað en að manna stöður sálfræðinga. Það er staðreynd að almenningur hefur haft mjög takmarkað aðgengi að þeim ríflega þúsund sálfræðingum sem eru starfandi í landinu og sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum hefur í áratugi verið lúxusvara sem fá geta veitt sér en mörg greiða fyrir úr tómum vasa í neyð. Kæri Sigurður Ingi hæstvirtur fjármálaráðherra, við skorum á þig að stíga skrefið til fulls í að gera sálfræðiþjónustu aðgengilega almenningi líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert og óháð fjárhag. Reynsla og rannsóknir þeirra hafa sýnt að það skilar sér margfalt til baka að setja fjármagn í aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð, ekki bara varðandi bætta geðheilsu heldur einnig aukinni atvinnuþátttöku, auknum möguleikum fólks að taka virkan þátt í samfélaginu, og minna álag á önnur kerfi samfélagsins svo sem velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi. Þetta er líklega besta fjárfesting sem þú getur ráðist í sem fulltrúi almennings í stóli fjármálaráðherra. Heimildir: https://island.is/starfsleyfaskra https://klinisk.is/felagid/ https://www.england.nhs.uk/mental-health/adults/nhs-talking-therapies/ https://www.helsedirektoratet.no/tema/lokalt-psykisk-helse-og-rusarbeid/rask-psykisk-helsehjelp Höfundar eru sérfræðingar í klínískri sálfræði og sitja í stjórn Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar