Hvar er fótspor stjórnvalda gegn vinnumansali? Þorbjörrg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 27. september 2024 07:30 Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mansal Húsnæðismál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Tugir ef ekki hundruð erlendra starfsmanna eru lokkuð til landsins á fölskum forsendum. Síðan er þetta fólk svikið um umsamin og boðleg laun. Það býr í óboðlegu húsnæði en borgar fyrir það himinháa leigu. Þessar fréttir varða okkur sem neytendur og sem hluti af samfélagi. Og stjórnvöld verða að láta sig ömurleg og alvarleg afbrot eins og þessi sig varða. Hvar er skýr tónn ríkisstjórnarinnar sjálfrar um að þessi brot á íslenskum landslögum verði ekki liðin? Um að menn og fyrirtæki sæti ábyrgð sem brjóta svona gegn fólki? Hvers vegna heyrum við ekki afdráttarlausa yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að menn ætli sér að ná tökum á svona brotastarfsemi? Þessi fyrirtæki brjóta um leið gegn heilbrigðri samkeppni á markaði. Heilbrigðar leikreglur eru virtar að vettugi. Í fyrra starfi sem saksóknari sat ég einu sinni ráðstefnu erlendis þar sem vinnumansal var til umfjöllunar. Þar var sögð saga af norskum stjórnvöldum sem fóru í aðgerðir meðvituð t.d. um hlutverk sitt sem stórkaupandi á vöru og þjónustu. Meðvituð um að fótspor þeirra á markaði hefur áhrif. Og meðvituð um að skilaboð skipta máli. Stórir aðilar sem smáir eiga að hlusta á þessi sorglegu viðtöl við fólk sem birtust í Kveik. Fólk sem hingað kom til að vinna en var svikið. Við eigum að gera meira en bara að vera meðvituð. Við tölum gjarnan um fótspor okkar sem neytendur, við gerum kröfur um að matvara sé framleidd á viðunandi hátt. Fyrirtæki og fólk kolefnisjafnar alls konar kaup. Við hlustum á boðskap um umhverfisvænan ferðamáta. Við viljum boðlegar aðstæður dýra í matvælaiðnaði. Að eggið sem við borðum komi frá hamingjusamri hænu. Það er í þessu samhengi algerlega galið og óþolandi ef lægsti punkturinn er framkoma við fólk, þolendur mansals. Það eru sex ár liðin frá því að ríkisstjórnin boðaði aðgerðir. Lítið gerðist af hálfu stjórnvalda síðan. Og allt eftirlit til að gæta hagsmuna almennings og neytenda er litið hornauga af ríkisstjórninni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar núna um að brot hafi afleiðingar er algjört fyrsta skref. Algjör lágmarkskrafa. Höfundur er þingkona Viðreisnar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar