Rannsökum og ræðum menntakerfið Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 26. september 2024 10:02 Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í skólum landsins endurspeglast styrkleikar jafnt sem veikleikar íslensks samfélags. Það eru blikur á lofti í íslensku menntakerfi, og margir hafa lýst áhyggjum af stöðu mála. Mikilvægt er að greina sóknarfærin, fjalla opinskátt um bæði kosti og galla kerfisins – og gæta þess að henda ekki barninu út með baðvatninu. Það skiptir miklu að stjórnvöld styðjist við rannsóknir á sviði menntavísinda og leiði fræða- og fagsamfélagið saman með markvissum hætti. Menntarannsóknir hafa eflst mjög hér á landi undanfarin ár, og eitt sem einkennir slíkar rannsóknir er að þær eru alla jafna unnar í þéttri samvinnu við fagsamfélagið, stjórnendur, kennara og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Hvað er til ráða? Ástæða er til að hafa áhyggjur af hrakandi námsárangri og læsi íslenskra ungmenna. Sé rýnt í PISA skýrslur undanfarinna ára má sjá ákveðið stef í tillögum fræðafólks háskólans sem fjalla um niðurstöður og setja þær í samhengi við íslenskan veruleika. Íslenskan á undir högg að sækja, það þarf að stórefla útgáfu á vönduðu námsefni, nýta fjölbreytta kennsluhætti, byggja upp viðeigandi aðstöðu til náttúrufræðikennslu, fjölga kennurum með sérhæfingu í stærðfræðikennslu og stórauka bókasafnskost grunn- og framhaldsskóla. Bent hefur verið á mikilvægi þess að þróa nýja gerð samræmds námsmats. Ennfremur er lykilatriði að tryggja markvissa starfsþróun og símenntun kennara. Þá hafa sérfræðingar um árabil bent á að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna sem vinna skipulega með vináttutengsl, samskipti og líðan nemenda. Allt þetta nám, formlega og óformlega, leggur grunninn að farsæld barnanna okkar og styrkir grunnstoðir samfélagsins. Hæfni til framtíðar Íslenskt menntakerfi býr yfir mikilvægum styrkleikum, þar á meðal góðu aðgengi að menntun, allt frá leikskóla upp í háskóla. Skapandi greinar, s.s. list- og verkgreinar, eru ennþá skyldugreinar í íslenskum grunnskólum og flest sveitarfélög hafa lagt auknar áherslur á skipulagt frístunda- og tómstundastarf. Tækifæri og sveigjanleiki er einnig styrkleiki íslenska menntakerfisins því í grunninn er gert ráð fyrir því að ungt fólk þroskist og að áhugasvið þeirra og hæfni geti breyst. Litið er á menntun sem ævilangt ferli, ekki er óalgengt að fólk á öllum aldri sæki sér framhaldsmenntun og skapi sér ný atvinnutækifæri. Síðustu árin hafa miklar stefnubreytingar orðið hjá Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (OECD) sem skipuleggur hið margrædda PISA próf. Stofnunin gaf út nýja menntastefnu árið 2018 þar sem þjóðir eru hvattar til að skipuleggja menntakerfi sem fóstra það sem kalla má „umbreytandi hæfni“ (e. transformative skills) í heimi þar sem gervigreind styður við lausn lífsverkefna okkar (OECD, 2018). Auk þess að kenna ungmennum að þekkja og skilja hugtök, menningu og samfélag, og kunna að nýta sér tæknina, ættu menntakerfi heims að styðja markvisst við líkamlega og andlega heilsu ungmenna. Þar að auki þroska með þeim ábyrgðartilfinningu, kenna þeim að ígrunda siðferðilegar áskoranir samtímans og stuðla að virkri þátttöku allra (OECD, 2019). Gæðamat á skólum þarf að taka mið af þessum heildstæðum markmiðum menntunar. Sama gildir um menntarannsóknir sem eru ákaflega fjölbreyttar, bæði í viðfangsefnum og aðferðafræði. Menntakvika fer fram dagana 26. og 27. september Í þessari viku fer fram árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands þar sem menntamálin verða í deiglunni og kynntar nýjustu rannsóknir og þróunarverkefni tengd menntun og þróun skóla- og frístundastarfs. Meðal annars verður fjallað um ímyndunaraflið og nýsköpun í námi, gæði kennslu og læsi, listir og sköpun, farsæld og líðan barna, íþrótta- og tómstundastarf, heilsueflingu og virka þátttöku allra. Auk Háskóla Íslands, þá eru bakhjarlar ráðstefnunnar meðal annars Háskólinn á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, og Þroskaþjálfafélag Íslands. Opnunarmálstofa Menntakviku ber heitið Framtíð menntunar á tímum gervigreindar og fer fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu fimmtudaginn kl. 13.00. Fjallað verður um hvernig gervigreind er að umbreyta námsumhverfinu og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja þessari þróun. Þá verður einnig spurt hvað sé ábyrg notkun gervigreindar og hvaða mannlegu eiginleika verði að leggja rækt við á tímum örrar tækniþróunar. Á föstudeginum 27. september verða síðan haldin 210 erindi í 55 málstofum. Ég hvet alla áhugasama að nýta tækifærið til að kynna sér nýjustu rannsóknir og þróun á sviði menntunar, mæta á Menntakviku eða fylgjast með á netinu á www.menntakvika.hi.is. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Heimildir: OECD. (2018). The future of education and skills: Education 2030: The future we want. https://www.oecd.org/education/2030-project/about/documents/E2030%20Position%20Paper%20(05.04.2018).pdf OECD. (2019). Learning compass 2030. https://www.oecd.org/education/2030-project/ teaching-and-learning/learning/learning-compass-2030/
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun