Svarar ekki kostnaði að bjarga sjálfum sér Kári Helgason skrifar 26. september 2024 12:00 Þegar þetta er skrifað hafa 34 deilt færslu Viðskiptaráðs sem ber fyrirsögnina “Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif” og fjallar um umsögn ráðsins um uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Það má spyrja sig hversu stórt hlutfall þeirra sem deila færslunni gera það beinlínis til að hvetja til aðgerðarleysis í loftslagsmálum. Það voru nefnilega langflestir sem lásu umsögnina einmitt þannig, þar á meðal formaður Loftslagsráðs. Samkvæmt eftiráskýringum Viðskiptaráðs var ætlunin hins vegar að hvetja stjórnvöld til að bera saman kostnað og ávinning hverrar aðgerðar. Það hefði verið leikandi létt að hafa fyrirsögnina í þeim dúr, t.d. “Hámörkum ávinning loftslagsaðgerða” eða “Stuðlum að samkeppnishæfni Íslands meðfram loftslagsaðgerðum” og færa þannig aðgerðaleysissinnum minna vatn á sína myllu. Við sjáum að afneitun í loftslagsmálum í heiminum er í síaukum mæli að færast frá því að afneita vísindunum (sem eru mjög skýr) yfir í það að afneita lausnunum á grundvelli kostnaðar eða að fría sig ábyrgð í krafti einhvers konar sérstöðu. Það var upplifun margra að Viðskiptaráð talaði skýrt og innilega inn í síðara mengið. Það að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kosti fjármuni er ekki merkileg uppgötvun og að "vekja athygli" á þeirri staðreynd er vandasamt verk í því öngstræti sem umræða um loftslagsmál er í. Það er kostnaður fólginn í því að veita almenningi hreint vatn, orku, fráveitu og sorphirðu. Að horfa á loftslagsmál út frá kostnaðarhliðinni eingöngu er villandi því þessar grunnstoðir eru til bóta fyrir samfélagið. Þess vegna er mikilvægt að horfa til hagsmuna heildarinnar en ekki eingöngu til hagsmuna fyrirtækja í ákvarðanatöku um loftslagsmál. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu sem er drifið áfram af því markmiði að halda hnattrænni hlýnun vel innan við 2°C. Ísland hefur skuldbundið sig ásamt ESB og Noregi til að ná fram 55% samdrætti í losun fyrir árið 2030. Nú heyrast hins vegar háværar raddir um að við höfum ýmist samið af okkur, gleymt að sækja um undanþágur, að markmiðin séu óraunhæf eða of dýr. Þessari orðræðu fylgir yfirleitt mýtan um að “Ísland stendur svo framarlega í orkumálum að við ættum að gera mun minna” sem stenst enga skoðun. Jafnvel þótt við lítum fram hjá þeirri staðreynd að upprunaábyrgðir raforkunnar eru seldar úr landi þannig að Ísland stendur uppi sem notandi kolaorku. Og jafnvel þótt við lítum fram hjá neysluspori Íslands vegna innfluttra vara þar sem losunin skrifast á aðrar þjóðir. Við erum þó orðin vön að heyra þennan söng kyrjaðan aftur og aftur undir mismunandi laglínu. Loftslagsbreytingar eru erfiðar og óþægilegar. Til skamms tíma virðist oft þægilegra að færa til markmiðin, breyta samningum eða finna upp ástæður til að uppfylla þá ekki. Íslendingar virðast eiga erfitt með að setja sér langtímamarkmið og fylgja áætlunum á skipulagðan hátt. Hallgrímur Helgason fangar þessa þjóðarsál Íslendinga listavel í Sextíu kílóum af sólskini: “Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu. Eftirlætissetningar landans snerust allar um að loka engum dyrum: “Við sjáum til”, “við skoðum þetta með vorinu”, “þú sendir mér línu” … því aldrei leið Íslendingum verr en þegar þeir höfðu leyst ágreiningsmál sín með samningum á embættisvottuðum pappír og sett nafn sitt við … Um leið og samningur hafði verið undirritaður spruttu þess vegna enn hvassari deilur en þær sem hann átti að leysa, skærur sem snerust um orðalag samningsins sem fæstir höfðu lesið … Þannig valt íslenska lífið áfram í eilífum loðmullugangi, fram og tilbaka, með öllu ákvarðanalaust, í sínu gamla góða fari og æxlaðist einhvern veginn.” Það er hætt við því að aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum veltist áfram í eilífum loðmullugangi. Hún er vissulega ekki fullkomin og það er verðugt verkefni að sameinast um að skerpa á henni, enda er stefnt að því að hún verði lifandi plagg. Það má hins vegar aldrei slíta hana úr mikilvægasta samhenginu, sem er að hún er lóð á vogarskálar þess að sigrast á einhverri alvarlegustu ógn sem steðjar að mannkyni og afstýra stórfelldu tjóni. Ef sú grundvallarforsenda er ekki höfð með í reikningsdæminu getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Höfundur er eðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa 34 deilt færslu Viðskiptaráðs sem ber fyrirsögnina “Tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafa neikvæð efnahagsleg áhrif” og fjallar um umsögn ráðsins um uppfærða aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Það má spyrja sig hversu stórt hlutfall þeirra sem deila færslunni gera það beinlínis til að hvetja til aðgerðarleysis í loftslagsmálum. Það voru nefnilega langflestir sem lásu umsögnina einmitt þannig, þar á meðal formaður Loftslagsráðs. Samkvæmt eftiráskýringum Viðskiptaráðs var ætlunin hins vegar að hvetja stjórnvöld til að bera saman kostnað og ávinning hverrar aðgerðar. Það hefði verið leikandi létt að hafa fyrirsögnina í þeim dúr, t.d. “Hámörkum ávinning loftslagsaðgerða” eða “Stuðlum að samkeppnishæfni Íslands meðfram loftslagsaðgerðum” og færa þannig aðgerðaleysissinnum minna vatn á sína myllu. Við sjáum að afneitun í loftslagsmálum í heiminum er í síaukum mæli að færast frá því að afneita vísindunum (sem eru mjög skýr) yfir í það að afneita lausnunum á grundvelli kostnaðar eða að fría sig ábyrgð í krafti einhvers konar sérstöðu. Það var upplifun margra að Viðskiptaráð talaði skýrt og innilega inn í síðara mengið. Það að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kosti fjármuni er ekki merkileg uppgötvun og að "vekja athygli" á þeirri staðreynd er vandasamt verk í því öngstræti sem umræða um loftslagsmál er í. Það er kostnaður fólginn í því að veita almenningi hreint vatn, orku, fráveitu og sorphirðu. Að horfa á loftslagsmál út frá kostnaðarhliðinni eingöngu er villandi því þessar grunnstoðir eru til bóta fyrir samfélagið. Þess vegna er mikilvægt að horfa til hagsmuna heildarinnar en ekki eingöngu til hagsmuna fyrirtækja í ákvarðanatöku um loftslagsmál. Ísland er aðili að Parísarsamkomulaginu sem er drifið áfram af því markmiði að halda hnattrænni hlýnun vel innan við 2°C. Ísland hefur skuldbundið sig ásamt ESB og Noregi til að ná fram 55% samdrætti í losun fyrir árið 2030. Nú heyrast hins vegar háværar raddir um að við höfum ýmist samið af okkur, gleymt að sækja um undanþágur, að markmiðin séu óraunhæf eða of dýr. Þessari orðræðu fylgir yfirleitt mýtan um að “Ísland stendur svo framarlega í orkumálum að við ættum að gera mun minna” sem stenst enga skoðun. Jafnvel þótt við lítum fram hjá þeirri staðreynd að upprunaábyrgðir raforkunnar eru seldar úr landi þannig að Ísland stendur uppi sem notandi kolaorku. Og jafnvel þótt við lítum fram hjá neysluspori Íslands vegna innfluttra vara þar sem losunin skrifast á aðrar þjóðir. Við erum þó orðin vön að heyra þennan söng kyrjaðan aftur og aftur undir mismunandi laglínu. Loftslagsbreytingar eru erfiðar og óþægilegar. Til skamms tíma virðist oft þægilegra að færa til markmiðin, breyta samningum eða finna upp ástæður til að uppfylla þá ekki. Íslendingar virðast eiga erfitt með að setja sér langtímamarkmið og fylgja áætlunum á skipulagðan hátt. Hallgrímur Helgason fangar þessa þjóðarsál Íslendinga listavel í Sextíu kílóum af sólskini: “Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu. Eftirlætissetningar landans snerust allar um að loka engum dyrum: “Við sjáum til”, “við skoðum þetta með vorinu”, “þú sendir mér línu” … því aldrei leið Íslendingum verr en þegar þeir höfðu leyst ágreiningsmál sín með samningum á embættisvottuðum pappír og sett nafn sitt við … Um leið og samningur hafði verið undirritaður spruttu þess vegna enn hvassari deilur en þær sem hann átti að leysa, skærur sem snerust um orðalag samningsins sem fæstir höfðu lesið … Þannig valt íslenska lífið áfram í eilífum loðmullugangi, fram og tilbaka, með öllu ákvarðanalaust, í sínu gamla góða fari og æxlaðist einhvern veginn.” Það er hætt við því að aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum veltist áfram í eilífum loðmullugangi. Hún er vissulega ekki fullkomin og það er verðugt verkefni að sameinast um að skerpa á henni, enda er stefnt að því að hún verði lifandi plagg. Það má hins vegar aldrei slíta hana úr mikilvægasta samhenginu, sem er að hún er lóð á vogarskálar þess að sigrast á einhverri alvarlegustu ógn sem steðjar að mannkyni og afstýra stórfelldu tjóni. Ef sú grundvallarforsenda er ekki höfð með í reikningsdæminu getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Höfundur er eðlisfræðingur.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar