Eins og þú kallar í skóginn….. – við þurfum að þora að ræða viðkvæmu málin Björn Bjarki Þorsteinsson og Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifa 23. september 2024 20:02 Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Húnaþing vestra Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Fíkn Heilbrigðismál Barnavernd Björn Bjarki Þorsteinsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur líðan ungmenna og birtingarmyndir að því er virðist mikillar vanlíðunar ákveðinna hópa þeirra verið mikið í umræðunni í kjölfar skelfilegra atburða. Þjóðin er í áfalli yfir þeim atburðum og hugur okkar er hjá aðstandendum þeirra sem í hlut eiga. Eðlilega fer af stað umræða um hvað hafi farið úrskeiðis hjá okkur sem þjóð og settir eru af stað átakshópar til að bregðast við stöðunni. Er það vel því unga fólkið er fjöregg þjóðarinnar og mikilvægt að hlúa að þeim og grípa þau sem á aðstoð þurfa að halda. Undanfarin misseri hafa átt sér stað verulegar kerfisbreytingar í meðferð málefna barna með innleiðingu farsældarlaga sem hafa einmitt það að markmiði, þ.e. að grípa þá hópa barna sem hafa siglt milli skers og báru í kerfinu og samþætta nálgun við meðferð mála til að grípa börnin sem þurfa aðstoð. Þau sem þetta skrifa hafa séð jákvæð áhrif þeirra breytinga á ýmsum sviðum í þjónustu við börn og víða um land er sömu sögu að segja. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa þó berlega leitt í ljós að betur má ef duga skal. Einn er sá hópur barna sem afar brýnt er að huga betur að en það eru börn með fjölþættan vanda sem þurfa flókna og mjög kostnaðarsama þjónustu – sem í flestum tilfellum er þeim lífsnauðsynleg. Þörf á meðferð við slíkum vanda hefur aukist undanfarin ár og vera má að bætt þjónusta við börn með innleiðingu farsældarlaganna geri það að verkum að við verðum nú meira vör við þennan hóp barna. Í dag eru úrræði fyrir þennan stækkandi hóp barna okkar mjög takmörkuð og að mestu rekin af einkaaðilum. Sem slík eru þau afar kostnaðarsöm og hefur kostnaðurinn sem af þeim hlýst að lang mestu leyti fallið á sveitarfélögin, þrátt fyrir að verkefnið sé á forræði ríkisins samkvæmt lögum. Sveitarfélögin hafa auðvitað axlað þá ábyrgð að standa straum af kostnaði enda vill enginn setja krónur og aura á vogarskálarnar þegar um er að ræða velferð barna og oft á tíðum lífsnauðsynleg úrræði fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra. Hins vegar verður að horfast í augu við þá staðreynd að tilfelli sem þessi geta sett rekstur jafnvel stærstu sveitarfélaga á hliðina. Hér verður ríkið að stíga mun fastar inn og bæði tryggja og kosta viðhlítandi úrræði. Birtingarmyndir úrræðaleysis í meðferð barna með fjölþættan vanda eru fjölmargar. Vanlíðan barnanna sjálfra, erfiðleikar í námi, félagsleg einangrun, álag á fjölskyldur, aukin hætta á því að börn leiðist út af brautinni svo sem í fíkniefnaneyslu og afbrot svo fátt eitt sé talið. Það má velta fyrir sér hvort ein birtingamyndanna sé þáttur í þeirri aukningu sem við erum að sjá á ofbeldi meðal barna? Eins og þú kallar í skóginn færðu svar segir máltækið. Hvernig við byggjum kerfin okkar upp hefur áhrif á hvernig okkur tekst að búa ungmennunum okkar umhverfi til að þau megi vaxa og dafna. Kerfið hefur verið of seint í að bregðast við auknum fjölda barna með fjölþættan vanda sem hefur margvísleg vandamál í för með sér. Við þurfum öll að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum og þar leikur hið opinbera lykilhlutverk í allra erfiðustu tilfellunum. Við getum ekki ætlast til þess að leysa vandamál án úrræða og án nauðsynlegs fjármagns til að reka þau úrræði og þess vegna þurfum við að þora að ræða viðkvæmu málin, líka stöðu barna með fjölþættan vanda. Við skuldum börnunum okkar að gera betur. Höfundar eru sveitarstjórar í Dalabyggð og Húnaþingi vestra
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun