„Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. september 2024 08:01 Að elska hitt og þetta í fari hins, sjá styrkleikana, gefa hvort öðru orðið, hlusta vel og svo framvegis er áberandi í spjalli við Lindexhjónin Albert Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir. Sem segja kærleikann opna allar dyr. Verslanir Alberts og Lóu verða brátt fimmtán talsins og ljóst að ævintýrið sem hófst í landi Astrid Lindgren er langt frá því að enda. Vísir/Vilhelm „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. Því já, parið Albert Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigendur Lindex, Gina Tricot og nú Dimmalimm, kynntust á sveitaballi fyrir austan. Fyrir 26 árum! Ævintýraleg velgengni hefur fylgt Lindexhjónunum frá því að þau opnuðu fyrstu Lindex verslunina á Íslandi árið 2011. Sem nú eru níu talsins, sú nýjasta á landsbyggðinni glæsileg verslun á Selfossi. Í lok árs 2023, opnuðu hjónin tvær Gina Tricot verslanir á Íslandi. Eina í Reykjavík og hina á Akureyri. Fyrir skömmu bættist við Dimmalimm á Laugavegi og í byrjun nóvember opnar Gina Tricot í Smáralind. Verslanirnar verða þá 15 talsins að öllum meðtöldum. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við þó ekki að einblína á vinnuna, heldur frekar að reyna að kynnast betur parinu: Albert og Lóu. Albert og Lóa eiga fjögur börn: Daníel Victor, Magnús Val, Önnu Sóley og Kristján Þór. Albert og Lóa eru mikið fyrir sögugrúsk og hefur Albert rakið sínar ættir aftur til 810 og Helga magra. Lóa fór í DNA prófið My heritge og þá kom í ljós að uppruni fjölskyldunnar eru Norðurlöndin, Írland, Skotland og Wales. Ást við fyrstu sín: Hjá þér Það kann að hljóma klisjukennt, en það virðist þó vera að það hafi verið ást við fyrstu sín þegar Albert og Lóa hittust. Sem var á sveitaballi með Sálinni árið 1998 á skemmtistaðnum Inghól á Selfossi, sem þá var og hét. Ég var driver og því ekki að drekka. Í minningunni finnst mér einfaldlega að það hafi opnast fyrir mér dyr þegar ég sá þetta Selfysska umhverfi í fyrsta sinn. Og drakk það í mig: Einar Bárðar á barnum, Valli Reynis líka á meðal gesta og síðan Sálin á sviðinu. Þetta kvöld breyttist líf mitt svo um munar,“ segir Albert. „Þetta kvöld sagði ég við vinkonur mínar: Sko… bara svo það sé alveg á hreinu, þá er ég búin að ákveða að vera alveg á lausu í allt sumar,“ segir Lóa og hlær. „Ég hafði dressað mig upp hjá Svövu í 17 og var svakaleg skvísa. Lóa var í miklu stuði á Sálarballinu með æskuvinkonunum. Enda annað varla hægt. „Síðan var tilkynnt að næst væri rólegt lag. Og ég hugsaði bara með mér: Ooooh….,“ segir Lóa hlæjandi. Gekk að barnum. Þar sem Albert stóð. „Ég tók auðvitað strax eftir honum. Myndarlegur með ofboðslega fallegt augnaráð. Þannig að ég gekk að honum og spurði hvort hann vildi dansa.“ Og nú hlæja hjónin bæði. Ekki viss um hver eigi að taka við sögunni næst. Því þarna segir Lóa að hún hafi algjörlega tekið frumkvæðið og að Albert hafi orðið svo hissa, að hann hafi ekki sagt Já fyrr en hann var búinn að líta á vin sinn, svona eins og til að fá samþykki. „Já ég var svo hissa!“ segir Albert og hlær. „Ég tók auðvitað eftir Lóu. Enda er hún með fallegasta augnaráðið sem ég þekki, sem börnin okkar eru blessunarlega svo heppin að hafa erft að hluta. En hvað meinarðu með að þú hafir tekið allt frumkvæði þetta kvöld? Ég átti frumkvæðið að fyrsta kossinum….“ Sem einmitt var þetta kvöld, á meðan Stebbi Hilmars söng lagið Hjá þér. Sem auðvitað hefur verið lag hjónanna æ síðan. „Það hefur ekki slitnað slefið á milli okkar síðan,“ segir Lóa og skellihlær. Ævintýri Lindexhjónanna hófst í Svíþjóð þegar Albert var að kenna markaðsfræði í háskólanum í Halmstad en Lóa var í fæðingarorlofi og datt í hug að stofna Facebook-sölusíðu undir heitinu Emil og Lína. Lóa segir dýnamík hennar og Alberts einmitt felast í því að hún fær nýjar hugmyndir og stóra drauma og Albert finnur leiðina til að draumarnir rætist. Fljótlega verður konseptið Emil og Lína endurvakið og þar verður íslensk hönnun áberandi.Vísir/Vilhelm Gömul saga og ný: Ókei, hvað næst? Albert og Lóa eiga fjögur börn: Daníel Victor (f.2002), Magnús Valur (f.2009), Anna Sóley (f.2012) og Kristján Þór (f.2021). Og svo hundinn Tinna. Í frábæru viðtali sem birt var á Vísi árið 2014, segja hjónin skemmtilega frá upphafinu af Lindex ævintýrinu; Hvernig hugmyndin kom til þegar Lóa var í fæðingarorlofi og Albert að kenna markaðsfræði í háskólanum í Halmstad í Svíþjóð, þá þegar viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, búinn að starfa í fasteigna- og byggingageiranum og verið framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Viðtalið er skemmtilegt og skýrir vel út hvernig það kom til að hjónaleysin fóru að vinna saman. Endilega lesið... En höldum áfram að rifja upp gamla tíma. Lóa er fædd árið 1979 og lét nýverið rekja ættir sínar í gegnum vinsæla DNA rannsókn, My heritge. Albert er fæddur árið 1976, alinn upp í Reykjavík og að hluta til í Bandaríkjunum. En hvers vegna DNA? Jú, vegna þess að hjónin hafa brennandi áhuga á að rekja uppruna og ættir. Albert hefur rakið ættir sínar aftur til ársins 810, sem einn af afkomendum Helga magra og þar með, eins og margir Íslendingar, getur hann rakið ætterni sitt til Eyvindar austmanns, bátasmiðs sem bjó í Svíþjóð fyrir meira en 1200 árum síðan. Það sem kom hins vegar í ljós með DNA prófinu var að fjölskyldan er eins Skaninavísk og hægt er að vera; ættfræðin rakin til Norðurlanda, Írlands, Skotlands og Wales. Margt í þessu sögugrúski hefur líka leitt til lygilegra tilviljana. Ef tilviljanir eru þá til? Sem dæmi nefnir Lóa: Þegar við vorum búin að vera með Lindex í um tíu ár komst ég að því að 100 árum áður en við opnuðum Lindex uppá dag, brann verslun langafa míns í Hafnarfirði til kaldra kola. Hugsa sér: Sama dag! Og það sem meira er: Hann fékk 5000 krónur út úr tryggingunum, sem er nákvæmlega sama upphæð og var sænska startféð okkar var þegar við byrjuðum í Svíþjóð.“ Albert finnst líka merkilegt að hugsa til þess, vitandi nú hvernig starfsframinn þróaðist, að æskan hans var umlukin saumavélshljóðum alla tíð. Amma hans átti og rak tískuvöruverslun, mamma hans saumaði danskjóla en langamma hans nam herrafatasaum í Kaupmannahöfn. „Síðan er Lóa víst konungsborin, henni rennur því blátt blóð í æðum,“ segir Albert allt í einu, íbygginn á svip. „Hmmm, ég ætti kannski að taka upp Linnetsnafnið til að draga þetta betur fram....,“ segir Lóa og hlær. Fjölskylduhundurinn Tinni spilar auðvitað líka stórt hlutverk á heimilinu en eitt af því sem Albert segist elska við Lóu er að hún er óeftirgefanleg þegar kemur að því að sinna börnunum frekar en vinnunni. Lóa segist elska hvað Albert er lausnarmiðaður og fljótur að finna raunhæfar leiðir til að ná markmiðum nýrra hugmynda sem hún fær.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan Lindex verslanirnar eru staðsettar í Smáralind, tvær í Kringlunni, á Glerártorgi, Reykjanesi, Akranesi, Egilsstöðum, Hafnarfirði og Selfossi. Gina Tricot verslanirnar í Kringlunni og á Glerártorgi en framundan er opnun Gina Tricot í Smáralind í byrjun Nóvember. Um 150 manns vinna hjá fyrirtækinu. Sem þó hefur ekkert skipurit. „Fólkið okkar hefur ábyrgðahlutverk frekar en stað í skipuriti,“ bætir Albert við. Margir hafa starfað hjá fyrirtækinu lengi og vísa skötuhjúin alltaf til starfsfólks sem hluta fjölskyldunnar. Albert segir líka alltaf horft inn á við þegar staða losnar. Enda sé það besta leiðin til að byggja upp fyrirtæki: Að gefa fólki tækifæri á að kynnast öllum hliðum fyrirtækisins. „Það líður ekki dagur þar sem við ræðum ekki eitthvað um hversu heppin við erum með fólkið okkar,“ segir Lóa. En lífið er ekki bara vinna, þannig að nú er spurt: Hvernig gengur að reka fyrirtæki í miklum umsvifum, samhliða því að rækta hjónabandið og ala upp fjögur börn? Hjónaleysin líta á hvort annað þegar spurningin er borin upp: Hvort þeirra ætti að svara? Albert byrjar: Það er eitt í fari Lóu sem ég reyndar elska og virði óendanlega. Og það er að þegar það kemur að börnunum þá er einfaldlega Lóa einfaldlega óeftirgefanleg að láta fjölskylduna alltaf ganga fyrir.“ Sem dæmi tekur Albert utanlandsferðir. Sem skiljanlega fylgja reglulega rekstrinum. „Þótt það komi upp að samstarfsaðilarnir okkar erlendis vilji hitta okkur til funda, reiðir Lóa sig á mig ef henni finnst staðan heima fyrir vera þannig að það sé meiri þörf fyrir hana þar. Og ég hef einfaldlega lært að virða og þykja vænt um það. Hún gefur það ekki eftir og ég elska það við hana hvað hún setur það að vera góð mamma alltaf í fyrsta sæti. Um leið er hún að ná frábærum árangri í sínu faglega umhverfi og eru þetta einkenni sem ég virkilega elska.“ Af þessu að dæma, er skýr verkaskipting sem hjónin segja líka vera í vinnunni. „Það blasti til dæmis við þegar við byrjuðum að ég myndi sjá um markaðsmálin. Enda var ég að kenna markaðsfræði í háskólanum í Svíþjóð,“ nefnir Albert sem dæmi um augljósa verkaskiptingu. Lóa er hins vegar sú sem er gjarnari á að fá nýjar hugmyndir. „Ég viðurkenni að ég er ofboðslega bjartsýn að eðlisfari. Við erum með stóra drauma og ég á erfitt með að sjá fyrir mér að allt fari ekki á besta veg , segir Lóa og bætir við: „Albert er síðan svo lausnamiðaður. Ég segi honum kannski frá einhverri hugmynd og hann kemur með útfærslur á henni sem eru raunhæfar og svo vinnum við að þessu sameiginlega þangað til við náum endamarkmiðinu. Við höfum náð góðum árangri með þetta svona, ég myndi segja að þetta væri svolítið okkar dýnamík.“ Myndir: Með mömmu í vinnunni, munstur í lopapeysu skoðað fyrir nýja línu Emils og Línu og fjölskyldan á góðri stundu. Lóa segir móður sína, Önnu Árnadóttur, sína fyrirmynd. Í æsku var henni kennt að fara aldrei að sofa fyrr en hún væri búin að þakka fyrir allt sem hún væri þakklát fyrir. Að elska Að elska þetta og hitt í fari hins. Að vera þakklát fyrir þetta og hitt hjá makanum. Að gefa hvort öðru orðið. Að grípa ekki fram í og svo framvegis, er áberandi í samtalinu við skötuhjúin. „Auðvitað rífumst við líka!“ segir Lóa aðspurð um það hvernig sú hliðin gengur í parasambandinu. Enda varla annað hægt í hvaða góðu sambandi sem er. Hjónaleysin segjast samt hafa lært á hæðirnar og lægðirnar. Og hversu mikilvæg góð samskipti eru. Erfiðu samtölin séu þar ekki undanskilin. Eruð þið dugleg að rækta parasambandið? „Við værum alveg til í að gera meira af því,“ svarar Lóa einlæg og bætir við: ,,Við vitum alveg að við þyrftum helst að gefa okkur meiri tíma í að rækta okkur sem par. Mamma kemur reyndar sterk inn þar og léttir oft undir. Það er mjög gott.“ Að vinna saman, getur samt líka þýtt ákveðna rómantík. Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni. Þetta eru þessi litlu móment. Að borða saman í hádeginu. Að taka einn og einn fund saman. Það liggur oft einhver ást og rómantík í þessum stundum líka,“ segir Lóa og hjónin viðurkenna að þau hafi oft pælt í því hversu skringilegt það væri að vera ekki að vinna saman. „Við erum ofboðslega ólík. Bæði með mikið keppnisskap og þegar að við tökum okkur eitthvað fyrir hendur þá einhendum við okkur alfarið í það. Að reyna að ímynda okkur að við værum að vinna á sitthvorum vinnustaðnum en samt með þetta keppnisskap er eiginlega ómöguleg tilhugsun. Við sjáum ekki fyrir okkur hvernig það væri.“ Hjónin viðurkenna fúslega að eitt af því sem lífið og parsambandið hefur líka kennt þeim er að rækta sjálfið sitt. Hvort sem það er að fara til sálfræðings eða eitthvað annað. „Einn vinur minn sagði mér að lykillinn að því að þekkja sjálfan sig er að kynnast fólki sem er ólíkt manni og þar með átta sig á; Ókei, ég er alla vega öðruvísi á þessu sviði. Það er gríðarlega þroskandi og hluti þess sem við lærum í gegnum okkar vegferð saman, bæði á faglega og tilfinningasviðinu,“ segir Albert. Albert og Lóa eru ákveðin í því að hætta aldrei að hafa gaman. Enda var andrúmslofti opnunar Gino Tricot líkt við rokktónleika frekar en opnun á verslun. Á mynd má líka sjá Lóu með Lilju í Dimmalimm, verslun sem Albert og Lóa eru nú að taka við. Hjá Albert og Lóu starfa 150 manns, sem parið vísar alltaf til sem hluta af fjölskyldunni. Ást, trú og kærleikur Hjónin segjast afar trúuð. Albert þar sérstaklega, sem oft á tíðum birtir sem færslu á samfélagsmiðlum einhverja tilvitnun í biblíuna. „Ég reyni að lesa eitthvað í biblíunni á hverjum degi og stundum kemur eitthvað stuttlegt fram sem ég kýs að deila.“ Kærleikurinn er oft ræddur í samtalinu. Kærleikurinn er mjög sterkt gildi hjá okkur báðum. Enda er alin upp við mikinn kærleik því mamma er svo mikið þannig þenkjandi. Hún er svo mikið ljós og kærleikur. Svo auðmjúk og vel lesin. Mamma er mín fyrirmynd,“ segir Lóa og vísar þar til móður sinnar, Önnu Árnadóttur. Og Lóa bætir við: Á hverju kvöldi þegar ég var lítil, sagði mamma mér að hugsa um allt sem ég væri þakklát fyrir áður en ég færi að sofa.“ „Við lesum bæði mikið. Og sjálfur lít ég á mig sem barn ljóssins,“ segir Albert og bætir við: „Börn ljóssins, guð og kærleikur. Allt þetta skiptir svo miklu máli. Enda er kærleikurinn sterkasta afl veraldar.“ Sjálfur segist hann hafa lært að jákvæðni verður líka að vera ríkjandi í umhverfinu þeirra, að sama skapi vilja þau forðast neikvæðni í lengstu lög. „Við sáum til dæmis tækifæri eftir bankahrun að láta drauminn okkar um að búa erlendis verða að veruleika. En inn í það spilaði líka hversu allsráðandi niðurtalið og neikvæðnin var á Íslandi á þeim tíma,“ segir Albert og og Lóa kinkar kolli, honum til samþykkis. „Með kærleikanum eru þér allir vegir færir. Við höfum upplifað kærleikann þannig að með kærleikanum einfaldlega opnast hlutirnir fyrir okkur,“ segir Albert og bætir við: Sambandið okkar og samstarf er að okkar mati ekki bara vinna og rekstur. Heldur líka andleg vegferð. Auðvitað geta þessari vegferð fylgt alls konar áskoranir. Og erfið samtöl, líka á milli okkar sem hjóna. Þar sem við þurfum að leggja okkur fram við að hlusta, virða og svo framvegis. En í kærleikanum felast líka þessi atriði eins og fyrirgefning, þolinmæði og svo framvegis. Það felast margir lærdómspóstar í greinum kærleikans“ Albert segist sannfærður um að í lífinu séu fólki treyst fyrir ákveðnu hlutverki. Það sé hluti af vegferð okkar allra að muna hverju manni sé treyst fyrir. „Ég var spurð um daginn hvort Albert væri trúaður. Og svaraði já, hvers vegna spyrðu?“ segir Lóa. Og nú hlæja hjónin. Því þrátt fyrir að vera umhugað um trúnna og kærleikann, segjast þau hvorugt fanatísk í þeim málum. Öll trú sé falleg. Sama hvaða nafni hún nefnist. Albert og Lóa segja að sambandið þeirra og samstarf snúist ekki aðeins um vinnu og rekstur, heldur sé það vegferð. Henni fylgja alls kyns áskoranir og oft erfið samtöl á milli hjóna. Í góðum ráðum til yngri para sem eru að hefja sína vegferð saman í rekstri, segja þau mikilvægt að búast ekki við að allt verði fullkomið. Albert og Lóa viðurkenna að helst þyrftu þau að gefa sér meiri tíma í að rækta parsambandið.Vísir/Vilhelm Ókei, hvað næst? Emil og Lína… Svo skemmtilega vill til að nú eru áform uppi um að endurvekja Emil og Línu, heitið sem arð til þegar barnafatasalan hófst hjá skötuhjúunum í Svíþjóð sem sölusíða á Facebook. „Það er svo falleg saga þessu tengt, því fyrir nokkru ákváðum við að hringja í hjónin sem hafa rekið Dimmalimm barnafataverslunina á Laugavegi alla tíð. Og spurðum: Hafið þið áhuga á að selja?“ segir Lóa og bætir við: „Lilja svaraði strax: Þið hafið fengið hugskeyti!“ Þetta var í byrjun árs og nú hafa hjónin tekið við rekstri Dimmalimm. Ætlunin er að Emil og Lína verði tengd þeirri verslun, sem nú þegar er með Mayoral merkið, eitt stærsta barnafatamerki Evrópu. En hvaða ráð mynduð þið gefa ungum hjónum, sem eru rétt að byrja eða á fyrstu árunum sínum saman sem hjón að reka fyrirtæki? Hjónin líta nú á hvort annað og hugsa sig um stund. Svona andartak sem er svo gott að taka sér eins og Albert segir. „Ég myndi segja að það sé mikilvægt að halda ekki að allir hlutir séu fullkomnir. Því það er ekki allt fullkomið. Við erum oft að ströggla og eigum alveg daga þar sem við þurfum okkar andartak og finnst álagið mikið eða erfitt. En þá er mikilvægt að reyna að horfa meira á það jákvæða en ekki það erfiða eða slæma og ekki gefast upp,“ segir Lóa. „Það er líka mikilvægt að horfa á eiginleika hvors annars. Hvað í fari makans eru sterkustu eiginleikarnir og hvernig geta þessir eiginleikar blómstrað sem best. Og öfugt. Hjá okkur Lóu þróaðist verkefnaskiptingin kannski svolítið eðlislægt og í flæði. En ef til dæmis styrkleikarnir liggja á sömu sviðum, er mikilvægt að pör ræði þessa hlið sambandsins og rekstursins. Síðan er gott að fá fólk með sér sem bætir upp það sem upp á vantar,“ segir Albert. Af því sem Albert segir stærsta áskorunin við sístækkandi eða stóran rekstur, er ekkert eitt frekar en annað. „Daníel okkar elsti er að ljúka síðasta ári í viðskiptafræði og hefur unnið með okkur í fyrrtækinu síðan hann var 12 ára við hin ýmsu störf. Hann spurði mig um daginn: Pabbi, hvað er erfiðast í rekstrinum, eru það fjármálin? Ég tók mér smá andartak í að hugsa hvernig ég ætti að svara þessu, en svaraði síðan: Nei, það erfiðasta er í raun að láta allt smella saman: Fjármálin, starfsmannamálin, markaðsmálin, rekstrarstjórnun og svo framvegis. Þetta er ein stór mynd, ein heild, ein fjölskylda og allt verður að smella saman þannig að það gangi sem best upp.“ Lóa segir að velgengnina megi ekki síður rekja til starfsfólksins. „Margir hafa unnið hjá okkur svo lengi. Þetta er stór hópur fólks sem hefur kynnst okkur sem manneskjum. Hver við erum, okkar styrkleikum og veikleikum og svo framvegis. Við vegum hvort annað upp og allir fá að blómstra í því sem þeir eru bestir í. Maður finnur svo sterkt hvað við vinnum öll að sama markmiði. Í þessu finnst mikill kærleikur líka,“ segir Lóa. Hjónin segja líka mikilvægt að finnast alltaf gaman. „Við erum ákveðin í að hætta aldrei að hafa gaman. Að vera alltaf að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Lóa og Albert bætir við: Við blómstrum í kappsömu umhverfi. En við erum líka að fylgja hjartanu. Umhverfið þarf að vera þannig að hjartað heillist með. Að umhverfið sé jákvætt. Þetta er ekkert öðruvísi og sagt er með plönturnar: Ef þú hugsar jákvætt til hennar, blómstrar hún afar fallega. En ef þú gerir það ekki og lítur á hana neikvæðum augum, visnar hún upp og deyr.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Því já, parið Albert Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigendur Lindex, Gina Tricot og nú Dimmalimm, kynntust á sveitaballi fyrir austan. Fyrir 26 árum! Ævintýraleg velgengni hefur fylgt Lindexhjónunum frá því að þau opnuðu fyrstu Lindex verslunina á Íslandi árið 2011. Sem nú eru níu talsins, sú nýjasta á landsbyggðinni glæsileg verslun á Selfossi. Í lok árs 2023, opnuðu hjónin tvær Gina Tricot verslanir á Íslandi. Eina í Reykjavík og hina á Akureyri. Fyrir skömmu bættist við Dimmalimm á Laugavegi og í byrjun nóvember opnar Gina Tricot í Smáralind. Verslanirnar verða þá 15 talsins að öllum meðtöldum. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við þó ekki að einblína á vinnuna, heldur frekar að reyna að kynnast betur parinu: Albert og Lóu. Albert og Lóa eiga fjögur börn: Daníel Victor, Magnús Val, Önnu Sóley og Kristján Þór. Albert og Lóa eru mikið fyrir sögugrúsk og hefur Albert rakið sínar ættir aftur til 810 og Helga magra. Lóa fór í DNA prófið My heritge og þá kom í ljós að uppruni fjölskyldunnar eru Norðurlöndin, Írland, Skotland og Wales. Ást við fyrstu sín: Hjá þér Það kann að hljóma klisjukennt, en það virðist þó vera að það hafi verið ást við fyrstu sín þegar Albert og Lóa hittust. Sem var á sveitaballi með Sálinni árið 1998 á skemmtistaðnum Inghól á Selfossi, sem þá var og hét. Ég var driver og því ekki að drekka. Í minningunni finnst mér einfaldlega að það hafi opnast fyrir mér dyr þegar ég sá þetta Selfysska umhverfi í fyrsta sinn. Og drakk það í mig: Einar Bárðar á barnum, Valli Reynis líka á meðal gesta og síðan Sálin á sviðinu. Þetta kvöld breyttist líf mitt svo um munar,“ segir Albert. „Þetta kvöld sagði ég við vinkonur mínar: Sko… bara svo það sé alveg á hreinu, þá er ég búin að ákveða að vera alveg á lausu í allt sumar,“ segir Lóa og hlær. „Ég hafði dressað mig upp hjá Svövu í 17 og var svakaleg skvísa. Lóa var í miklu stuði á Sálarballinu með æskuvinkonunum. Enda annað varla hægt. „Síðan var tilkynnt að næst væri rólegt lag. Og ég hugsaði bara með mér: Ooooh….,“ segir Lóa hlæjandi. Gekk að barnum. Þar sem Albert stóð. „Ég tók auðvitað strax eftir honum. Myndarlegur með ofboðslega fallegt augnaráð. Þannig að ég gekk að honum og spurði hvort hann vildi dansa.“ Og nú hlæja hjónin bæði. Ekki viss um hver eigi að taka við sögunni næst. Því þarna segir Lóa að hún hafi algjörlega tekið frumkvæðið og að Albert hafi orðið svo hissa, að hann hafi ekki sagt Já fyrr en hann var búinn að líta á vin sinn, svona eins og til að fá samþykki. „Já ég var svo hissa!“ segir Albert og hlær. „Ég tók auðvitað eftir Lóu. Enda er hún með fallegasta augnaráðið sem ég þekki, sem börnin okkar eru blessunarlega svo heppin að hafa erft að hluta. En hvað meinarðu með að þú hafir tekið allt frumkvæði þetta kvöld? Ég átti frumkvæðið að fyrsta kossinum….“ Sem einmitt var þetta kvöld, á meðan Stebbi Hilmars söng lagið Hjá þér. Sem auðvitað hefur verið lag hjónanna æ síðan. „Það hefur ekki slitnað slefið á milli okkar síðan,“ segir Lóa og skellihlær. Ævintýri Lindexhjónanna hófst í Svíþjóð þegar Albert var að kenna markaðsfræði í háskólanum í Halmstad en Lóa var í fæðingarorlofi og datt í hug að stofna Facebook-sölusíðu undir heitinu Emil og Lína. Lóa segir dýnamík hennar og Alberts einmitt felast í því að hún fær nýjar hugmyndir og stóra drauma og Albert finnur leiðina til að draumarnir rætist. Fljótlega verður konseptið Emil og Lína endurvakið og þar verður íslensk hönnun áberandi.Vísir/Vilhelm Gömul saga og ný: Ókei, hvað næst? Albert og Lóa eiga fjögur börn: Daníel Victor (f.2002), Magnús Valur (f.2009), Anna Sóley (f.2012) og Kristján Þór (f.2021). Og svo hundinn Tinna. Í frábæru viðtali sem birt var á Vísi árið 2014, segja hjónin skemmtilega frá upphafinu af Lindex ævintýrinu; Hvernig hugmyndin kom til þegar Lóa var í fæðingarorlofi og Albert að kenna markaðsfræði í háskólanum í Halmstad í Svíþjóð, þá þegar viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, búinn að starfa í fasteigna- og byggingageiranum og verið framkvæmdastjóri Atlantsolíu. Viðtalið er skemmtilegt og skýrir vel út hvernig það kom til að hjónaleysin fóru að vinna saman. Endilega lesið... En höldum áfram að rifja upp gamla tíma. Lóa er fædd árið 1979 og lét nýverið rekja ættir sínar í gegnum vinsæla DNA rannsókn, My heritge. Albert er fæddur árið 1976, alinn upp í Reykjavík og að hluta til í Bandaríkjunum. En hvers vegna DNA? Jú, vegna þess að hjónin hafa brennandi áhuga á að rekja uppruna og ættir. Albert hefur rakið ættir sínar aftur til ársins 810, sem einn af afkomendum Helga magra og þar með, eins og margir Íslendingar, getur hann rakið ætterni sitt til Eyvindar austmanns, bátasmiðs sem bjó í Svíþjóð fyrir meira en 1200 árum síðan. Það sem kom hins vegar í ljós með DNA prófinu var að fjölskyldan er eins Skaninavísk og hægt er að vera; ættfræðin rakin til Norðurlanda, Írlands, Skotlands og Wales. Margt í þessu sögugrúski hefur líka leitt til lygilegra tilviljana. Ef tilviljanir eru þá til? Sem dæmi nefnir Lóa: Þegar við vorum búin að vera með Lindex í um tíu ár komst ég að því að 100 árum áður en við opnuðum Lindex uppá dag, brann verslun langafa míns í Hafnarfirði til kaldra kola. Hugsa sér: Sama dag! Og það sem meira er: Hann fékk 5000 krónur út úr tryggingunum, sem er nákvæmlega sama upphæð og var sænska startféð okkar var þegar við byrjuðum í Svíþjóð.“ Albert finnst líka merkilegt að hugsa til þess, vitandi nú hvernig starfsframinn þróaðist, að æskan hans var umlukin saumavélshljóðum alla tíð. Amma hans átti og rak tískuvöruverslun, mamma hans saumaði danskjóla en langamma hans nam herrafatasaum í Kaupmannahöfn. „Síðan er Lóa víst konungsborin, henni rennur því blátt blóð í æðum,“ segir Albert allt í einu, íbygginn á svip. „Hmmm, ég ætti kannski að taka upp Linnetsnafnið til að draga þetta betur fram....,“ segir Lóa og hlær. Fjölskylduhundurinn Tinni spilar auðvitað líka stórt hlutverk á heimilinu en eitt af því sem Albert segist elska við Lóu er að hún er óeftirgefanleg þegar kemur að því að sinna börnunum frekar en vinnunni. Lóa segist elska hvað Albert er lausnarmiðaður og fljótur að finna raunhæfar leiðir til að ná markmiðum nýrra hugmynda sem hún fær.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan Lindex verslanirnar eru staðsettar í Smáralind, tvær í Kringlunni, á Glerártorgi, Reykjanesi, Akranesi, Egilsstöðum, Hafnarfirði og Selfossi. Gina Tricot verslanirnar í Kringlunni og á Glerártorgi en framundan er opnun Gina Tricot í Smáralind í byrjun Nóvember. Um 150 manns vinna hjá fyrirtækinu. Sem þó hefur ekkert skipurit. „Fólkið okkar hefur ábyrgðahlutverk frekar en stað í skipuriti,“ bætir Albert við. Margir hafa starfað hjá fyrirtækinu lengi og vísa skötuhjúin alltaf til starfsfólks sem hluta fjölskyldunnar. Albert segir líka alltaf horft inn á við þegar staða losnar. Enda sé það besta leiðin til að byggja upp fyrirtæki: Að gefa fólki tækifæri á að kynnast öllum hliðum fyrirtækisins. „Það líður ekki dagur þar sem við ræðum ekki eitthvað um hversu heppin við erum með fólkið okkar,“ segir Lóa. En lífið er ekki bara vinna, þannig að nú er spurt: Hvernig gengur að reka fyrirtæki í miklum umsvifum, samhliða því að rækta hjónabandið og ala upp fjögur börn? Hjónaleysin líta á hvort annað þegar spurningin er borin upp: Hvort þeirra ætti að svara? Albert byrjar: Það er eitt í fari Lóu sem ég reyndar elska og virði óendanlega. Og það er að þegar það kemur að börnunum þá er einfaldlega Lóa einfaldlega óeftirgefanleg að láta fjölskylduna alltaf ganga fyrir.“ Sem dæmi tekur Albert utanlandsferðir. Sem skiljanlega fylgja reglulega rekstrinum. „Þótt það komi upp að samstarfsaðilarnir okkar erlendis vilji hitta okkur til funda, reiðir Lóa sig á mig ef henni finnst staðan heima fyrir vera þannig að það sé meiri þörf fyrir hana þar. Og ég hef einfaldlega lært að virða og þykja vænt um það. Hún gefur það ekki eftir og ég elska það við hana hvað hún setur það að vera góð mamma alltaf í fyrsta sæti. Um leið er hún að ná frábærum árangri í sínu faglega umhverfi og eru þetta einkenni sem ég virkilega elska.“ Af þessu að dæma, er skýr verkaskipting sem hjónin segja líka vera í vinnunni. „Það blasti til dæmis við þegar við byrjuðum að ég myndi sjá um markaðsmálin. Enda var ég að kenna markaðsfræði í háskólanum í Svíþjóð,“ nefnir Albert sem dæmi um augljósa verkaskiptingu. Lóa er hins vegar sú sem er gjarnari á að fá nýjar hugmyndir. „Ég viðurkenni að ég er ofboðslega bjartsýn að eðlisfari. Við erum með stóra drauma og ég á erfitt með að sjá fyrir mér að allt fari ekki á besta veg , segir Lóa og bætir við: „Albert er síðan svo lausnamiðaður. Ég segi honum kannski frá einhverri hugmynd og hann kemur með útfærslur á henni sem eru raunhæfar og svo vinnum við að þessu sameiginlega þangað til við náum endamarkmiðinu. Við höfum náð góðum árangri með þetta svona, ég myndi segja að þetta væri svolítið okkar dýnamík.“ Myndir: Með mömmu í vinnunni, munstur í lopapeysu skoðað fyrir nýja línu Emils og Línu og fjölskyldan á góðri stundu. Lóa segir móður sína, Önnu Árnadóttur, sína fyrirmynd. Í æsku var henni kennt að fara aldrei að sofa fyrr en hún væri búin að þakka fyrir allt sem hún væri þakklát fyrir. Að elska Að elska þetta og hitt í fari hins. Að vera þakklát fyrir þetta og hitt hjá makanum. Að gefa hvort öðru orðið. Að grípa ekki fram í og svo framvegis, er áberandi í samtalinu við skötuhjúin. „Auðvitað rífumst við líka!“ segir Lóa aðspurð um það hvernig sú hliðin gengur í parasambandinu. Enda varla annað hægt í hvaða góðu sambandi sem er. Hjónaleysin segjast samt hafa lært á hæðirnar og lægðirnar. Og hversu mikilvæg góð samskipti eru. Erfiðu samtölin séu þar ekki undanskilin. Eruð þið dugleg að rækta parasambandið? „Við værum alveg til í að gera meira af því,“ svarar Lóa einlæg og bætir við: ,,Við vitum alveg að við þyrftum helst að gefa okkur meiri tíma í að rækta okkur sem par. Mamma kemur reyndar sterk inn þar og léttir oft undir. Það er mjög gott.“ Að vinna saman, getur samt líka þýtt ákveðna rómantík. Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni. Þetta eru þessi litlu móment. Að borða saman í hádeginu. Að taka einn og einn fund saman. Það liggur oft einhver ást og rómantík í þessum stundum líka,“ segir Lóa og hjónin viðurkenna að þau hafi oft pælt í því hversu skringilegt það væri að vera ekki að vinna saman. „Við erum ofboðslega ólík. Bæði með mikið keppnisskap og þegar að við tökum okkur eitthvað fyrir hendur þá einhendum við okkur alfarið í það. Að reyna að ímynda okkur að við værum að vinna á sitthvorum vinnustaðnum en samt með þetta keppnisskap er eiginlega ómöguleg tilhugsun. Við sjáum ekki fyrir okkur hvernig það væri.“ Hjónin viðurkenna fúslega að eitt af því sem lífið og parsambandið hefur líka kennt þeim er að rækta sjálfið sitt. Hvort sem það er að fara til sálfræðings eða eitthvað annað. „Einn vinur minn sagði mér að lykillinn að því að þekkja sjálfan sig er að kynnast fólki sem er ólíkt manni og þar með átta sig á; Ókei, ég er alla vega öðruvísi á þessu sviði. Það er gríðarlega þroskandi og hluti þess sem við lærum í gegnum okkar vegferð saman, bæði á faglega og tilfinningasviðinu,“ segir Albert. Albert og Lóa eru ákveðin í því að hætta aldrei að hafa gaman. Enda var andrúmslofti opnunar Gino Tricot líkt við rokktónleika frekar en opnun á verslun. Á mynd má líka sjá Lóu með Lilju í Dimmalimm, verslun sem Albert og Lóa eru nú að taka við. Hjá Albert og Lóu starfa 150 manns, sem parið vísar alltaf til sem hluta af fjölskyldunni. Ást, trú og kærleikur Hjónin segjast afar trúuð. Albert þar sérstaklega, sem oft á tíðum birtir sem færslu á samfélagsmiðlum einhverja tilvitnun í biblíuna. „Ég reyni að lesa eitthvað í biblíunni á hverjum degi og stundum kemur eitthvað stuttlegt fram sem ég kýs að deila.“ Kærleikurinn er oft ræddur í samtalinu. Kærleikurinn er mjög sterkt gildi hjá okkur báðum. Enda er alin upp við mikinn kærleik því mamma er svo mikið þannig þenkjandi. Hún er svo mikið ljós og kærleikur. Svo auðmjúk og vel lesin. Mamma er mín fyrirmynd,“ segir Lóa og vísar þar til móður sinnar, Önnu Árnadóttur. Og Lóa bætir við: Á hverju kvöldi þegar ég var lítil, sagði mamma mér að hugsa um allt sem ég væri þakklát fyrir áður en ég færi að sofa.“ „Við lesum bæði mikið. Og sjálfur lít ég á mig sem barn ljóssins,“ segir Albert og bætir við: „Börn ljóssins, guð og kærleikur. Allt þetta skiptir svo miklu máli. Enda er kærleikurinn sterkasta afl veraldar.“ Sjálfur segist hann hafa lært að jákvæðni verður líka að vera ríkjandi í umhverfinu þeirra, að sama skapi vilja þau forðast neikvæðni í lengstu lög. „Við sáum til dæmis tækifæri eftir bankahrun að láta drauminn okkar um að búa erlendis verða að veruleika. En inn í það spilaði líka hversu allsráðandi niðurtalið og neikvæðnin var á Íslandi á þeim tíma,“ segir Albert og og Lóa kinkar kolli, honum til samþykkis. „Með kærleikanum eru þér allir vegir færir. Við höfum upplifað kærleikann þannig að með kærleikanum einfaldlega opnast hlutirnir fyrir okkur,“ segir Albert og bætir við: Sambandið okkar og samstarf er að okkar mati ekki bara vinna og rekstur. Heldur líka andleg vegferð. Auðvitað geta þessari vegferð fylgt alls konar áskoranir. Og erfið samtöl, líka á milli okkar sem hjóna. Þar sem við þurfum að leggja okkur fram við að hlusta, virða og svo framvegis. En í kærleikanum felast líka þessi atriði eins og fyrirgefning, þolinmæði og svo framvegis. Það felast margir lærdómspóstar í greinum kærleikans“ Albert segist sannfærður um að í lífinu séu fólki treyst fyrir ákveðnu hlutverki. Það sé hluti af vegferð okkar allra að muna hverju manni sé treyst fyrir. „Ég var spurð um daginn hvort Albert væri trúaður. Og svaraði já, hvers vegna spyrðu?“ segir Lóa. Og nú hlæja hjónin. Því þrátt fyrir að vera umhugað um trúnna og kærleikann, segjast þau hvorugt fanatísk í þeim málum. Öll trú sé falleg. Sama hvaða nafni hún nefnist. Albert og Lóa segja að sambandið þeirra og samstarf snúist ekki aðeins um vinnu og rekstur, heldur sé það vegferð. Henni fylgja alls kyns áskoranir og oft erfið samtöl á milli hjóna. Í góðum ráðum til yngri para sem eru að hefja sína vegferð saman í rekstri, segja þau mikilvægt að búast ekki við að allt verði fullkomið. Albert og Lóa viðurkenna að helst þyrftu þau að gefa sér meiri tíma í að rækta parsambandið.Vísir/Vilhelm Ókei, hvað næst? Emil og Lína… Svo skemmtilega vill til að nú eru áform uppi um að endurvekja Emil og Línu, heitið sem arð til þegar barnafatasalan hófst hjá skötuhjúunum í Svíþjóð sem sölusíða á Facebook. „Það er svo falleg saga þessu tengt, því fyrir nokkru ákváðum við að hringja í hjónin sem hafa rekið Dimmalimm barnafataverslunina á Laugavegi alla tíð. Og spurðum: Hafið þið áhuga á að selja?“ segir Lóa og bætir við: „Lilja svaraði strax: Þið hafið fengið hugskeyti!“ Þetta var í byrjun árs og nú hafa hjónin tekið við rekstri Dimmalimm. Ætlunin er að Emil og Lína verði tengd þeirri verslun, sem nú þegar er með Mayoral merkið, eitt stærsta barnafatamerki Evrópu. En hvaða ráð mynduð þið gefa ungum hjónum, sem eru rétt að byrja eða á fyrstu árunum sínum saman sem hjón að reka fyrirtæki? Hjónin líta nú á hvort annað og hugsa sig um stund. Svona andartak sem er svo gott að taka sér eins og Albert segir. „Ég myndi segja að það sé mikilvægt að halda ekki að allir hlutir séu fullkomnir. Því það er ekki allt fullkomið. Við erum oft að ströggla og eigum alveg daga þar sem við þurfum okkar andartak og finnst álagið mikið eða erfitt. En þá er mikilvægt að reyna að horfa meira á það jákvæða en ekki það erfiða eða slæma og ekki gefast upp,“ segir Lóa. „Það er líka mikilvægt að horfa á eiginleika hvors annars. Hvað í fari makans eru sterkustu eiginleikarnir og hvernig geta þessir eiginleikar blómstrað sem best. Og öfugt. Hjá okkur Lóu þróaðist verkefnaskiptingin kannski svolítið eðlislægt og í flæði. En ef til dæmis styrkleikarnir liggja á sömu sviðum, er mikilvægt að pör ræði þessa hlið sambandsins og rekstursins. Síðan er gott að fá fólk með sér sem bætir upp það sem upp á vantar,“ segir Albert. Af því sem Albert segir stærsta áskorunin við sístækkandi eða stóran rekstur, er ekkert eitt frekar en annað. „Daníel okkar elsti er að ljúka síðasta ári í viðskiptafræði og hefur unnið með okkur í fyrrtækinu síðan hann var 12 ára við hin ýmsu störf. Hann spurði mig um daginn: Pabbi, hvað er erfiðast í rekstrinum, eru það fjármálin? Ég tók mér smá andartak í að hugsa hvernig ég ætti að svara þessu, en svaraði síðan: Nei, það erfiðasta er í raun að láta allt smella saman: Fjármálin, starfsmannamálin, markaðsmálin, rekstrarstjórnun og svo framvegis. Þetta er ein stór mynd, ein heild, ein fjölskylda og allt verður að smella saman þannig að það gangi sem best upp.“ Lóa segir að velgengnina megi ekki síður rekja til starfsfólksins. „Margir hafa unnið hjá okkur svo lengi. Þetta er stór hópur fólks sem hefur kynnst okkur sem manneskjum. Hver við erum, okkar styrkleikum og veikleikum og svo framvegis. Við vegum hvort annað upp og allir fá að blómstra í því sem þeir eru bestir í. Maður finnur svo sterkt hvað við vinnum öll að sama markmiði. Í þessu finnst mikill kærleikur líka,“ segir Lóa. Hjónin segja líka mikilvægt að finnast alltaf gaman. „Við erum ákveðin í að hætta aldrei að hafa gaman. Að vera alltaf að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Lóa og Albert bætir við: Við blómstrum í kappsömu umhverfi. En við erum líka að fylgja hjartanu. Umhverfið þarf að vera þannig að hjartað heillist með. Að umhverfið sé jákvætt. Þetta er ekkert öðruvísi og sagt er með plönturnar: Ef þú hugsar jákvætt til hennar, blómstrar hún afar fallega. En ef þú gerir það ekki og lítur á hana neikvæðum augum, visnar hún upp og deyr.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Verslun Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira