Bóf-ar(ion)? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 20. september 2024 11:02 Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Arion banki Fjármálafyrirtæki Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun