Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 20. september 2024 09:03 Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun