Mammon hefur náð lífeyrissjóðum á sitt band Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2024 11:30 Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni. Hér hefur Mammon náð lífeyrissjóðunum á sitt band og Hagar eru að stórum hluta í almenningseigu. Með þessari stefnubreytingu er brotið blað og ættu þau félög sem hér um ræðir og eru í almenningseign að svara fyrir það hvort það sé þeirra stefna að brjóta niður það forvarnarstarfs sem hefur verið unnið að í áratugi. Þetta er ekki fyrsta netverslunin hér á landi heldur fylla þær brátt tuginn. Þrátt fyrir að smásala áfengis sé ólöglegt fyrir utan ÁTVR. Ég myndi ekki æða út á ritvöllinn ef þetta væri almenn vara eins og sokkar eða hveiti. Við erum að tala um aðgengi að áfengi hefur aukist og ný vídd opnast við að þú hafir aðgengi að því allan sólahringinn. Það er staðreynd að óhófleg áfengisneysla er böl fólks á öllum aldri. Það er talið að allt að 150 manns látist á hverju ári vegna þess. Fjölskyldur splundrast og ofbeldi eykst. Íslenska forvarnarmódelið Íslenska forvarnarmódelið er þekkt og hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn áfengis- og tóbaksnotkun. Það má segja að það sé orðið útflutningsvara. Haldnar hafa verið ráðstefnur á erlendri grundu þar sem íslenska módelið hefur verið kynnt og árangurinn af því. Danir hafa verið þekktir fyrir frjálsræði í áfengismálum og hægt að kaupa áfengi í öllum matvörubúðum. Nú eru stjórnvöld þar farin að horfa til okkar og nokkur sveitarfélög eru að taka upp forvarnarmódelið. En hér heima eru öfl sem ætla að hundsa það út frá hugmyndafræðinni um frelsi einstaklingsins. Frelsi einstaklingsins getur aldrei orðið meira en það öryggi sem hann býr við. Áfengisverslun ríkisins vinnur undir strangri löggjöf sem lýtur að því að áfengi sé ekki venjuleg vara heldur vara sem við þurfum að halda frá ungu fólki. ÁTVR er bundin af því að þeir hafa fasta álagningu á áfengi og álagning reiknast af innkaupaverði þeirra frá birgjum. Hagar flytja inn áfengi og eru þá líklega meðal birgja ÁTVR og nú er Hagkaup sem er í eigu Haga komin í samkeppni við ÁTVR á smásölu áfengis á Íslandi. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Netverslun með áfengi Verslun Framsóknarflokkurinn Alþingi Lífeyrissjóðir Áfengi og tóbak Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni. Hér hefur Mammon náð lífeyrissjóðunum á sitt band og Hagar eru að stórum hluta í almenningseigu. Með þessari stefnubreytingu er brotið blað og ættu þau félög sem hér um ræðir og eru í almenningseign að svara fyrir það hvort það sé þeirra stefna að brjóta niður það forvarnarstarfs sem hefur verið unnið að í áratugi. Þetta er ekki fyrsta netverslunin hér á landi heldur fylla þær brátt tuginn. Þrátt fyrir að smásala áfengis sé ólöglegt fyrir utan ÁTVR. Ég myndi ekki æða út á ritvöllinn ef þetta væri almenn vara eins og sokkar eða hveiti. Við erum að tala um aðgengi að áfengi hefur aukist og ný vídd opnast við að þú hafir aðgengi að því allan sólahringinn. Það er staðreynd að óhófleg áfengisneysla er böl fólks á öllum aldri. Það er talið að allt að 150 manns látist á hverju ári vegna þess. Fjölskyldur splundrast og ofbeldi eykst. Íslenska forvarnarmódelið Íslenska forvarnarmódelið er þekkt og hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn áfengis- og tóbaksnotkun. Það má segja að það sé orðið útflutningsvara. Haldnar hafa verið ráðstefnur á erlendri grundu þar sem íslenska módelið hefur verið kynnt og árangurinn af því. Danir hafa verið þekktir fyrir frjálsræði í áfengismálum og hægt að kaupa áfengi í öllum matvörubúðum. Nú eru stjórnvöld þar farin að horfa til okkar og nokkur sveitarfélög eru að taka upp forvarnarmódelið. En hér heima eru öfl sem ætla að hundsa það út frá hugmyndafræðinni um frelsi einstaklingsins. Frelsi einstaklingsins getur aldrei orðið meira en það öryggi sem hann býr við. Áfengisverslun ríkisins vinnur undir strangri löggjöf sem lýtur að því að áfengi sé ekki venjuleg vara heldur vara sem við þurfum að halda frá ungu fólki. ÁTVR er bundin af því að þeir hafa fasta álagningu á áfengi og álagning reiknast af innkaupaverði þeirra frá birgjum. Hagar flytja inn áfengi og eru þá líklega meðal birgja ÁTVR og nú er Hagkaup sem er í eigu Haga komin í samkeppni við ÁTVR á smásölu áfengis á Íslandi. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun