Trúverðugleiki til sölu! Jakob Frímann Magnússon skrifar 14. september 2024 13:01 Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaða hagfræðinga: Veiðigjald veikir sjávarútveg!! Marga rak í rogastans nú í vikubyrjun er ofangreind fyrirsögn um veiðigjöld blasti við okkur í Morgunblaðinu í kjölfar birtingar nýrrar skýrslu virtra hagfræðinga. Nú hafa kjör og afkoma heillar þjóðar verið í höndum hagfræðinga um langt árabil. Tæpast hefur traust á hagfræðingum beinlínis vaxið samhliða þeim háu vöxtum sem hér hafa verið lagðir á landsmenn undir því yfirskini að slík spennitreyja sé hagkerfinu og okkur öllum fyrir bestu. „Þetta er eina meðalið gegn verðbólgunni“ segja þeir ítrekað. En meðalið virðist bara ekki virka. Þegar fyrirsögn á borð við þá hér að ofan er slengt framan í þjóðina í eina eftirlifandi dagblaði landsmanna er trúverðugleika hagfræðinga enn á ný verulega ógnað og ekki víst að þar sé miku á bætandi. Nú vitum við öll að fólkið sem fær að moka aflanum úr auðlindinni okkar sameiginlegu allra berst með kjafti og klóm gegn því að þurfa að greiða sanngjarna rentu af auðlindinni. Fólkið sem hefur auðgast stórum á sameiginlegri eign allra telur sig hafið yfir samfélagslegt réttlæti. Útgerðarfólk gerir m.a. út Morgunblaðið sem lykilmálsvara sinn, sóma, sverð og skjöld. En að etja virðulegum hagfræðingum á foraðið við að setja frá sér þvælu af þessum toga er beinlínis skaðlegt, ekki bara orðspori og virðingu umræddra hagfræðinga, heldur almennri tiltrú samfélagsins á stétt hagfræðinga. „Eru þetta bullfræði“ tekur venjulegt fólk að hugsa, sem fyrir löngu hefur fengið meira en nóg. Mörgum er minnistæð stórgóð sannsöguleg kvikmynd, THE BIG SHORT, sem lýsir tilurð alþjóðlega bankahrunsins 2008. Á fundi áreiðanleikavottunarfyrirtækisins Moody´s sem selur þjóðum og stórfyrirtækjum einkunnir í bókstöfum ( A AA AAA o.s.frv. ) er krefjandi spurningum Wall Street - bankamanns (túlkuðum af Steve Carrell) svarað snúðugt af forstjóra Moody´s: „ Hví skyldum við ekki gefa þessari fjármálastofnun (Barings) ágætiseinkunnina AAA? Ef við gerðum það ekki myndu þeir bara fara yfir götuna og kaupa sér sömu vottun hjá vottunarfyrirtækjunum FITCH eða REUTERS og við yrðum þá af öllum stórviðskiptunum við þá!“ Þetta sannsögulega atriði opnaði sannarlega augu margra, enn og aftur, fyrir því að í henni Ameríku er jú allt til sölu – m.a.s. fölsuð áreiðanleikavottorð. Skyldu fleiri en sá sem þetta ritar hafa hugsað með sér eftir lestur umræddrar fyrirsagnar: Er bara ekki allt til sölu á Íslandi líka? Og hver skyldi nú hafa keypt sér hið óvænta og stórundarlega hagfræðiálit sem hér um ræðir? Varla þó Samtök fyirtækja í sjávarútvegi? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar