Manngerðar hörmungar á Flateyri Sigurjón Þórðarson skrifar 13. september 2024 11:32 Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ísafjarðarbær Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun. Til þess að bregðast við óæskilegum áhrifum mikillar samþjöppunar í sjávarútvegi heldur ríkið eftir 5,3% aflaheimilda og úthlutar þeim bæði með almennum hætti og í gegnum Byggðastofnun. Þróunin með hefur því miður orðið sú að þeir stærri í greininni, m.a. Fisk (útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga), hafa sótt með óbilgjörnum hætti í byggðakvóta á kostnað smáútgerða. Kaupfélag Skagfirðinga náði að tvöfalda hlut sinn þrátt fyrir andstöðu sveitarfélagins Skagafjarðar, þökk sé m.a. stuðningi matvælaráðherra Vg! Sama öfuga þróun hefur átt sér stað með byggðakvóta Byggðastofnunar. Þeir stóru hafa sótt hart í þá potta enda virðist vera sem að forsvarsmenn SFS telji sig eiga sameiginlega fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Ég naut þess heiðurs að sitja sem varamaður í stjórn Byggðastofnunar í nokkur ár, fyrir hönd Flokks fólksins. Þar setti ég ítrekað á dagskrá málefni úthlutunar á byggðakvóta stofnunarinnar. Ég benti stjórninni m.a. á; að lítið jafnræði gilti um úthlutun stofnunarinnar, ekki væri landað afla í þeim byggðum sem nutu úthlutunar, erlendir auðmenn með tengsl inn í SFS fengu byggðkvóta stofnunarinnar og að nokkuð augljóst var að stórir aðilar með sterk tengsl inn í stjórnkerfið ættu greiðari leið að þessum gæðum en aðrir. Í stað þess að gera samninga til nokkurra ára um úthlutun á aflaheimildum, lagði Flokkur fólksins til almennar úthlutunarreglur sem ívilnuðu hverjum þeim sem vildi reka fiskvinnslu í brothættri sjávarbyggð. Í sakleysi mínu taldi ég að bæði stjórn Byggðastofnunar og stjórnarráðið myndu taka þessum tillögum fagnandi en svo var ekki. Þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, neitaði að endurskipa mig í stjórn Byggðastofnunar. Ástæðan fyrir þessari neitun, sem vék frá áralangri hefð, var augljós. Formaður Framsóknarflokksins vildi viðhalda óbreyttri "samningaleið" byggðakvótans sem hefur m.a. leitt af sér að einn útgerðaraðili fær ríflega fimmtung af öllum byggðakvóta Byggðastofnunar! Hringavitleysan á Flateyri Á FB-síðunni Flateyri og Flateyringar er stutt grein eftir Þorgils Þorgilsson, sem rekið hefur löndunarþjónustu í þorpinu. Hann greinir skilmerkilega frá því að hann sé að hætta þeirri þjónustu vegna þess að það skilar sér ekki einn sporður á land á Flateyri af þeim 500 tonnum sem þorpið fær úthlutað frá Byggðastofnun og það sama á við um þau 400 tonn sem koma í hlut Flateyrar á grundvelli almenna byggðakvótans. Hafa ber í huga að hér er verið að úthluta aðilum verðmætum sem meta má allt að hálfum milljarði árlega á grundvelli eflingu sjávarútvegs á Flateyri, án þess það sé nokkur lifandi leið að átta sig á því hvernig það nýtist byggðinni. Flokkur fólksins vill frelsi Öll þessi hringavitleysa og þær manngerðu hörmungar sem leiddar eru yfir áður blómlegt þorpið í Önundarfirði, voru gerðar í nafni fiskverndar og byggðasjónarmiða. Það er orðið tímabært að ráðamenn staldri við og horfi á þá staðreynd að upphafleg markmið kvótakerfisins hefur ekki gengið upp og því sé orðið löngu tímabært að endurskoða ráðgjöfina, ekki síður en þá augljósu spillingu sem er í gangi með byggðakvóta. Það er tímabært að fleiri taki undir baráttu Flokks fólksins fyrir auknu frelsi til fiskveiða hringinn í kringum landið t.d. með því að gefa handfæraveiðar frjálsar og að stuðlað verði að jafnræði borgaranna við nýtingu sameiginlegra auðlinda. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun