Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 10:57 Frá sendiráði Bretlands í Moskvu. AP Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara. Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara.
Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira