Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 10:57 Frá sendiráði Bretlands í Moskvu. AP Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara. Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara.
Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira