Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar 13. september 2024 10:00 Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun