Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar 13. september 2024 10:00 Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun