Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar 12. september 2024 17:01 Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun