Ferðaþjónustan - hvernig gengur? Pétur Óskarsson skrifar 12. september 2024 17:01 Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja. Helstu skýringar voru þá og eru enn hátt verðlag og erfið og misvísandi umfjöllun í erlendum fjölmiðlum um eldsumbrotin á Reykjanesi. Hin hliðin er svo stóraukin markaðssókn okkar helstu samkeppnislanda, einkum Finnlands og Noregs. Þar að auki er norska krónan með veikara móti sem hefur gert Norðmönnum kleift að bjóða ferðir til Noregs á hagstæðara verði en oft áður. Til að gera langa sögu stutta, þá hefur staða áfangastaðarins Íslands í alþjóðlegum samanburði á flestum sviðum tengdum ferðaþjónustu versnað hratt undanfarin misseri. En hver er staðan? Nú er sumri tekið að halla og því vert að staldra við og taka stöðuna. Þeir sem fylgjast með umfjöllun og umræðu um greinina hafa líklega tekið eftir misræmi í tölfræðilegum upplýsingum. Það hafa birst misvísandi fréttir og leiðréttingar. En hver er staðan og hvernig eru horfurnar fyrir næstu mánuði? Ef við horfum á mikilvægustu mælikvarða á stöðu ferðaþjónustunnar það sem af er ári miðað við í fyrra þá teiknast upp eftirfarandi mynd. Á fyrstu sjö mánuðum ársins var fjöldi erlendra ferðamanna hérlendis á pari við árið á undan, en gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði verulega. Meðaldvalarlengd ferðamanna styttist frá fyrra ári sem endurspeglast í minnkandi dreifingu þeirra um landið. Hins vegar er erlend kortavelta svipuð og í fyrra, miðað við uppfærðar tölur. Hvernig verður framhaldið? Það má segja að staðan sé að mörgu leyti skárri en á horfðist á vormánuðum en bókunarstaða gististaða er enn þá almennt verri næstu tólf mánuði miðað við á sama tíma í fyrra. Það er áhyggjuefni eitt og sér og útlit er fyrir að dragi úr flugframboði í lok árs, líkt og Seðlabanki Íslands nefndi í nýútkomnum Peningamálum. Það er full ástæða til að taka þá stöðu sem komin er upp alvarlega og bregðast við henni á þann hátt sem okkur er kleift. Markmið íslenskra stjórnvalda hefur verið að laða þá ferðamenn til landsins sem dvelja lengur og ferðast víðar um landið, þá ferðamenn sem skilja meiri verðmæti eftir sig hér á landi en aðrir. Þegar rýnt er í tölfræðina er staðan því miður sú að þróunin er ekki í samræmi við þau markmið sem íslensk ferðaþjónusta og ferðamálayfirvöld hafa sett sér. Markaðssetning á okkar forsendum Íslensk ferðaþjónusta ætlar að vera áfram í sókn og auka verðmætasköpun í greininni til þess að bæta lífskjör um allt land. Til þess að það gangi eftir verðum við meðal annars að sækja fram með skýrri neytendamarkaðssetningu og einbeita okkur að þeim markhópum sem við höfum skilgreint sem eftirsóknarverða fyrir íslenska ferðaþjónustu. Sækja þá gesti og ýta þar með undir þá frábæru byggðastefnu sem ferðaþjónustan réttilega er með dreifingu ferðamanna. Með því verðum við nær markmiði stjórnvalda. Framtíðin er björt í íslenskri ferðaþjónustu en mikilvægt er að við tökum stjórnina í okkar hendur og sækjum fram á okkar forsendum. Staðan og horfur nú eru ágætis áminning um að ekkert gerist af sjálfu sér og að það þarf að hlúa að fjöregginu til að það haldi áfram að blómstra. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun