Fölsk loforð í boði HMS Elín Káradóttir skrifar 4. september 2024 11:32 Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Jæja, hvað er að frétta af næstu úthlutun hlutdeildarlána HMS til fyrstu kaupenda? Einhverja hluta vegna benda allir hver á annan og enginn hefur svör. Og því spyr ég hér opinberlega – hvað er að frétta? Getur fjármálaráðherra, innviðaráðherra eða forstjóri HMS svarað? Hlutdeildarlán er lánaúrræði sem stjórnvöld settu á laggirnar fyrir fyrstu kaupendur, til að auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Í fyrstu voru ekki margar umsóknir vegna þessara lána, þá aðallega vegna þess að íbúðir sem voru þá í byggingu féllu ekki undir skilyrðin sem voru sett, því bæði íbúðin þurfti að uppfylla ákveðin skilyrði og líka lántakandinn (kaupandinn). Þetta breyttist síðan, þar sem margir byggingaraðilar kusu að hanna íbúðir þannig að þær gætu fallið undir skilyrði um hlutdeildarlán og þannig gætu nýjar íbúðir orðið valkostur fyrir fyrstu kaupendur. Að mörgu leyti eru þessi lán góður valkostur fyrir marga fyrstu kaupendur. Í júní á þessu ári voru samþykkt fjáraukalög til að HMS gæti afgreitt þær umsóknir sem liggja fyrir. Núna í byrjun september er ekkert að frétta. Til eru dæmi þess að byggingarfyrirtæki voru búin að fá samþykki fyrir íbúðum áður en framkvæmdir hófust, með vilyrði fyrir lánveitingu til væntanlegra fyrstu kaupenda þegar húsið væri upprisið og fullbúið. En svo þegar húsið er uppkomið – þá er lokað fyrir lánaumsóknir. Þannig að HMS og stjórnvöld eru að búa til fölsk loforð til byggingarfyrirtækja og fyrstu kaupenda. HMS er búin að samþykkja íbúðirnar og staðfesta það með samningum við byggingarfyrirtækin að það verði veitt Hlutdeildarlán á þær íbúðir sem falla undir skilyrðin. Með þennan samning fyrirliggjandi hefjast framkvæmdir. Þegar húsin eru tilbúin – þá er staðan sú að peningurinn er ekki til. Þannig að HMS lofaði of mörgum og peningurinn kláraðist? Er þetta ásættanlegt? Og ekkert heyrist – enginn getur svarað. Húsnæðisskortur er staðreynd og varla er hægt að hlusta á fréttatíma, öðruvísi en fjallað sé um þau vandamál sem því fylgir. Það er margt ungt fólk sem getur keypt sína fyrstu fasteign með hlutdeildarláni og það eru íbúðir út um allt land, þá sérstalega á landsbyggðinni, að verða tilbúnar til afhendingar. Önnur staðreynd er sú, að margt fólk er að borga háa leigu og jafnvel tvöfalt á við það sem það myndi greiða af húsnæðisláni. Þó það sé efni í annan pistil. Allir benda hvor á annan og enginn skilur af hverju við erum að glíma við húsnæðisvanda. Fólk bendir strax á sveitarfélögin, en ég vil frekar taka saman vikurnar og MÁNUÐINA sem hið opinbera í heild tekur sér í að „samþykkja-skoða-greina“ gagnvart byggingarfélögum. Tíminn kostar byggingaraðila mest, enda eru þeir flestir nú þegar að greiða háa vexti af framkvæmdalánum og þegar hið opinbera býr bæði til fölsk loforð og tekur sér svo margar vikur við hvert samþykktarviðvik, þá er augljóst að byggingarkostnaður bara hækkar og hækkar vegna aukins fjármagnskostnaðar, jafnvel á fullbúnum íbúðum. Á sama tíma tala menn um „vandann“ tengdum hækkunum á fasteignaverði varðandi verðbólguþróun. Hver er fíllinn í herberginu? Finnst fólki þetta kannski bara allt í lagi? Höfundur er fasteignasali og eigandi Byr fasteignasölu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun