Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin Tatjana Latinovic skrifar 3. september 2024 10:03 Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Jafnréttismál Kópavogur Leikskólar Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagvistunarmál eru samofin kynjajafnréttisbaráttu. Atvinnuþátttaka kvenna er grundvöllur fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og er einnig forsenda vaxandi hagvaxtar á Norðurlöndum skv. OECD. Góð dagvistunarúrræði á verði sem venjulegt fólk ræður við er forsenda þess að konur taki í raunverulegu mæli þátt í atvinnulífinu. Uppbygging leikskólakerfis á Íslandi hófst á áttunda áratugnum með tvíþætt markmið – að veita börnum bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði og að tryggja báðum foreldrum möguleika til þátttöku á vinnumarkaði. Það er þess vegna sem dagvistunarúrræði eru mikilvægt jafnréttistól og allar breytingar á þeim ber því að skoða sérstaklega vel með tilliti til mismunandi áhrifa á kynin. Kópavogsmódelið Kópavogsbær gerði viðamiklar breytingar í leikskólamálum sl. haust sem snúast aðallega um það að draga úr vistunartíma barna með gjaldskrárhækkunum og auknum lokunum. Þetta er að sögn til að bregðast við ófremdarástandi á leikskólum bæjarins þar sem mannekla og erfið starfsskilyrði hafa torveldað faglegt leikskólastarf. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands styður kjarabaráttu leikskólakennara en telur að til séu aðrar leiðir til að gera leikskóla að eftirsóknarverðum vinnustað en að skerða þjónustu og þannig velta vandanum yfir á foreldra ungra barna. Eftir breytingar samkvæmt hinu svokallaða Kópavogsmódeli hefur formlegum lokunardögum í leikskólaum í Kópavogi fjölgað í 37 daga á ári og fyrir 6,5 klst. vistun þarf nú að greiða sama gjald og fyrir 8,25 klst. í Reykjavík. Fyrir fólk í fullri vinnu með 27 daga sumarfrí og 7,5 klst. vinnudag er ljóst að foreldrar neyðast til að taka að sér hlutastörf, draga úr vinnuframlagi sínu á annan hátt, eða greiða mun hærri gjöld. Jafnréttisvinkilinn vantar Það er því að mati Kvenréttindafélagsins verið að grafa undir ofangreindu sambandi milli dagvistunar og kynjajafnréttis, enda þurfa foreldrar í stöðu þessari ennþá að brúa umönnunarbilið, þó að barnið sé komið á leikskóla. Í skýrslu starfshóps sem breytingar á leikskólamálum í Kópavogi byggir á er ekki minnst einu orði á mæður, konur eða jafnrétti og því ljóst að þær viðamiklu breytingar voru gerðar án þess að rýna þær út frá kynjasjónarmiðum. Íslenskar rannsóknir sýna að konur taka meiri umönnunarbyrði á sig en karlar. Því er raunveruleg hætta á að Kópavogsmódelið leiði til þess að konur minnki aðkomu sína enn frekar að vinnumarkaðnum. Þetta endurspeglast í ályktun miðstjórnar ASÍ frá 2023 þar sem skýrt er tekið fram að breytingar eins og Kópavogsmódelið byggir á hafi neikvæð áhrif á stöðu kynjanna og að með aðgerðunum varpi sveitafélög mannekluvanda leikskóla yfir á foreldra, þá einkum mæður. Þá hefur Kópavogsbær tekið upp heimgreiðslur til þess að brúa umönnunarbilið en þær greiðslur koma verst niður á börnum með innflytjendabakgrunn og mæðrum þeirra. Með þeim er beinlínis verið að búa til hvata til að halda konum frá vinnumarkaði, með tilheyrandi tekjutapi út lífið. „Kópavogsmódelið“ er ekki rétta leiðin Á meðan ekki eru gerðar neinar tilraunir til að jafna byrði sem Kópavogsbær leggur á foreldra með tilliti til kyns, er ljóst að gjaldskrárhækkanir og skerðing á þjónustu leikskóla í Kópavogi sem og heimgreiðslur munu til langs tíma bitna verst á mæðrum og hamla möguleikum þeirra í atvinnulífinu. Fjarvera mæðra af vinnumarkaði dregur úr tekjum, starfsþróunarmöguleikum og lífeyrisréttindum þeirra. Því hafa breytingarnar sem Kópavogsmódelið hefur í för með sér neikvæð áhrif á jafnrétti til langs tíma. Augljóst er að þörf er á samstilltu átaki í dagvistunarmálum og Kópavogsbær er ekki eina sveitarfélagið sem glímir við mönnunarvanda í leikskólum. Svarið er ekki að draga úr þjónustu og velta kostnaði yfir á foreldra, með tilheyrandi auknu álagi á barnafjölskyldur og sér í lagi mæður. Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í átak að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks, skapa nýjum foreldrum góð lífsskilyrði og sjá til þess að Ísland haldi áfram að þróast sem jafnréttissamfélag. Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands og skrifar fyrir hönd stjórnar þess.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun