Eigum við fyrir kapítalismanum? Reynir Böðvarsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Reynir Böðvarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég lauk síðasta pistli mínum með þessum orðum „Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin.“ Ég hefði kannski átt að skrifa þarna í lokin „eina vonin“ því ég held að svo sé. Spurningin er bara hvernig förum við að því að breyta núverandi öfgakennda neyslusamfélagi yfir í samfélag sem hlúir að okkur sem manneskjum og þeim félagsverum sem við erum en ekki samfélag sem nánast eingöngu lítur á okkur sem auðvirðilegir þátttakendur á markaði eins og nú er. Auðvitað hefur þetta áhrif á líðan okkar og þá sérstaklega andlega líðan, kapítalisminn kostar. Geðheilsuvandamál er ein afleiðing þess að umhverfi okkar er ekki lengur í líkingu við það sem við erum líffræðilega þróuð fyrir og það stöðuga áreiti sem “markaðurinn” sífellt treður að okkur, við getum hvergi verið óhult fyrir þessari óværu og erum í raun stöðugt bráð. Við höfum sem lífverur einungis tvennskonar viðbrögð þegar að okkur er þrengt, tilvist okkar hótað, og það árásargirni einsvegar eða lömun og meðvirkni hinsvegar. Það eru varla aðrir möguleikar í stöðinni en að velja þarna á milli eða hreinlega geta það ekki almennilega og þá er kannski geðheilsan í hættu. Er það þetta sem við viljum í framtíðinni, ungt fólk sem sér ekki fyrir sér nokkra möguleika á að skapa sér gott lífsviðurværi vegna þess umhverfis sem við höfum skapað þeim, ómanneskjulegt og brjálað samkeppnislíf sem enga ró og hvíld gefur. Valfrelsi er oft svar þeirra sem verja þetta ástand og það sjáum við flest sem íhugum málið náið að einmitt það hugtak er það sem er kannski er stærsta lygin í okkar nútíma. Eins og að umhverfi okkar, auglýsingaáróður og þvíumlíkt, hafi ekki áhrif á það hvað við veljum. Hvílík fyrra. Við verðum bara að viðurkenna að við erum þrælar markaðarins og þurfum einhvern veginn að brjótast út úr þeim þrældómi, kapítalisminn kostar. Það eru ekki bara einstaklingar í svokölluðum velferðarþjóðfélögum sem eru að fara á geði heldur virðist mannfélagið í held vera sturlað um þessar mundir. Gasa, Úkraína og Súdan eru bara þrjú dæmi um brjálæði sem á sér stað í skrifandi stund. Mörg önnur dæmi mætti nefna til sögunnar og einn samnefnara má ávallt finna, Bandaríki Norður Ameríku, heimavist og áróðursbæli hugmyndafræði markaðshyggju eftirstríðsáranna. Öll stríð eftir seinni heimsstyrjöld hafa verið háð undir merkjum þessarar hugmyndafræði með Bandaríkin sem aðalhvathafa og algjör hegemoni virðist ráða á áhrifasvæði þeirra í heiminum hvað varðar framtíðina, áfram á sömu braut! Hergagnaiðnaðurinn er kominn á fulla ferð aftur eftir “allt of langt hlé” milli stríða. Ekkert almennilegt stríð lengi en það tókst að lokum að móbilisera ráðamenn í Úkraínu að taka að sér hlutverkið með því að svíkja öll loforð gagnvart Rússlandi, varðandi útvíkkun NATO, sem gefin voru í sambandi við sameiningu Þýskalands. Innrás Rússa var náttúrulega ófyrirgefanleg en á sér sögulega skýringu, kapítalisminn kostar. Ofan á allt þetta er kapítalistiska hagkerfið að ganga frá lífríki jarðar, allavega sem heimavist fyrir manninn. Eins og staðan lítur út nú þá er erfitt að sjá annað en að hlýnun jarðar fari vel yfir 2˚C og engin veit nákvæmlega hvað það mun þýða til lengri tíma. Líklega hörmungar fyrir milljónatals manna og mikilla fólksflutninga. Flóttamannastraumar munu margfaldast og það er ekki erfitt að gera sér í hugarlund þegar litið er til baka til Sýrlandsflóttans 2015, sem voru smámunir í þessu samhengi, hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á lífsviðurværi barnabarna okkar. Loftlagsváin er stærsta vandamál sem manneskjan sem dýrategundum hefur fengið í fangið. Vissulega til 100% orsakað af henni sjálfri og stóra spurningin er hvort henni takist að snúa ofan af þeirri þróun sem er að öllu óbreyttu að leiða til glötunar, já kapítalisminn kostar! Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun