Hvalveiðar: Vaxandi áskorun fyrir íslenskt vistkerfi 8. ágúst 2024 20:00 Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Svanur Guðmundsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun