Brennandi hús Helgi Guðnason skrifar 8. ágúst 2024 13:01 Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Í komandi viku ætla íslensk stjórnvöld að smala fjölskyldum frá Venesúela í flugvélar og senda beint í fangið á ólögmætum stjórnvöldum þar í landi. Nicolas Maduro, sem er eftirlýstur fyrir fíkniefnasmygl og sakaður af Sameinuðu þjóðunum um glæpi gegn mannkyni, tapaði kosningum síðasta Sunnudag en neitar að viðurkenna það. Íbúar Venesúela eru dugleg að dreifa myndböndum á netinu til að sýna hvað er í gangi í landinu. Lögreglumenn brjóta niður hurðar á heimilum stjórnarandstæðinga og leiða út í járnum. Tölur yfir handtekna hlaupa á þúsundum, tala horfinna og látinna hækkar á hverjum degi. Yfirvöld hafa flutt inn hermenn frá Kúbu til að liðsinna sér við að berja niður mótmæli, Wagner-liðar eru komnir til landsins og tvö Rússnesk herskip komin til hafnar í landinu eftir viðkomu á Kúbu. Allar horfur eru á versnandi ástandi. Fréttir berast af því að yfirvöld séu að ógilda vegabréf í stórum stíl til að fólk komist ekki í burtu. Fólk er stoppað á götum úti og símar þeirra skoðaðir, það eitt að vera með whatsapp í símanum getur leitt til handtöku. Stjórnvöld hafa útbúið app fyrir þegna sér hliðholla til að tilkynna nágranna sína sem taka þátt í mótmælum. Orð Nicolas Maduro undanfarna daga er erfitt að skilja öðruvísi en svo að hann hafi sagt þegnum landsins, sem ekki styðja hann, stríð á hendur. Fyrsta leiguflug frá Íslandi til Venesuela frá því um áramót fer í næstu viku. Fyrr á árinu spurði Bergþór Ólason á alþingi hví hefði tafist svo mikið að koma umsækjendum um alþjóðalega vernd frá Venesúela aftur til upprunalandsins. Hann fékk svar að það hefði vissulega gengið hægar en til stóð en ekki fékk að fylgja með af hverju. Stjórnvöld í Venesúela neituðu að veita flugvélunum lendingarleyfi. Í aðdraganda kosninga, vildu þau ekki fá fólk í landið sem augljóslega myndi ekki styðja þau í kosningum. Fólkið sem fór með fyrstu vélinni til Venesúela sagði ógnvænlegar sögur. Símar voru gerðir upptækir, þau voru látin skrifa undir falskar játningar, vegabréf voru ógilt og þeim var ógnað á margvíslega vegu. Nú þegar stjórnvöld grímulaust handtaka fólk, ógilda vegabréf og fótum troða mannréttindi - ætlum við þá að senda fólk í hendurnar á þeim? Fólk sem vitað er að verða álitin óvinir valdhafa fyrir það eitt að hafa leitað verndar annars staðar? Þau sem fengið hafa tilkynningu um að eiga að mæta í flug í næstu viku og hafa spurt hvort ekki sé hægt að fresta þessu meðan ástandið er svona, fá annað hvort þögn eða ískalt kerfissvar um að svona bara sé þetta. Að henda fjölskyldu inn í brennandi hús, þó hún eigi þar lögheimili, er svívirðilegt og siðlaust. Ég vona að það sé andvaraleysi yfirvalda að ekki hafi verið hætt við þessi flug í ljósi aðstæðna. Ég bið þá sem völdin hafa í þessu máli að afstýra þessu óverjandi athæfi, ekki senda varnarlaust fólk í hendurnar á mönnum sem eru í stríði gegn óbreyttum borgurum. Höfundur er prestur
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun