Af dragdrottningum og grátkórum Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:45 Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. Tilefni atriðisins var að heiðra hina stórkostlegu áströlsku kvikmynd The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert sem komið hafði út sex árum áður. Ástæða þess að ég nefni þetta núna, 24 árum síðar, er sú staðreynd að í hverjum rúllandi hælaskó í Sydney stóð dragdrottning. Man einhver eftir því? Líklega eru það fáir, í ljósi þess að engin sérstök umræða fór fram um þetta ágæta atriði. Hraðspólum nú til ársins í ár þegar dragdrottningar voru aftur hluti hátíðarhalda í tengslum við Ólympíuleika, í þetta skipti í opnunaratriði leikanna. Vísað var í forn-gríska menningu, Díonýsus kom við sögu og þekktar dragdrottningar voru áberandi. Í kjölfarið upphófst hávær grátkór íhaldssams fólks á Vesturlöndum, meðal annars á Íslandi. Hann varð raunar svo hávær að Ólympíuleikarnir báðust afsökunar á því að einhverjir skyldu hafa móðgast vegna þess að þeir héldu (ranglega) að um vísun í málverk af síðustu kvöldmáltíð Krists væri að ræða. Það er furðulegt hvað ákveðnum hópi fólks er agalega umhugað um málfrelsi alveg þar til hinsegin fólk fær að njóta þess. Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar virðist vera orðin stuðandi í sjálfri sér, sýnileiki okkar er gerður pólitískur og fólkið sem tekur ákvarðanir um að við fáum að sjást biðst síðan afsökunar á því að hafa gert það. Það er fullt tilefni til þess að staldra við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2000 var haldið upp á lok Ólympíuleikanna í Sidney með stórri hátíð á Ólympíuleikvanginum. Þar mátti meðal annars sjá furðuleg farartæki á hlaupabrautinni, en það voru raunar risavaxnir glitrandi hælaskór á hjólum. Tilefni atriðisins var að heiðra hina stórkostlegu áströlsku kvikmynd The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert sem komið hafði út sex árum áður. Ástæða þess að ég nefni þetta núna, 24 árum síðar, er sú staðreynd að í hverjum rúllandi hælaskó í Sydney stóð dragdrottning. Man einhver eftir því? Líklega eru það fáir, í ljósi þess að engin sérstök umræða fór fram um þetta ágæta atriði. Hraðspólum nú til ársins í ár þegar dragdrottningar voru aftur hluti hátíðarhalda í tengslum við Ólympíuleika, í þetta skipti í opnunaratriði leikanna. Vísað var í forn-gríska menningu, Díonýsus kom við sögu og þekktar dragdrottningar voru áberandi. Í kjölfarið upphófst hávær grátkór íhaldssams fólks á Vesturlöndum, meðal annars á Íslandi. Hann varð raunar svo hávær að Ólympíuleikarnir báðust afsökunar á því að einhverjir skyldu hafa móðgast vegna þess að þeir héldu (ranglega) að um vísun í málverk af síðustu kvöldmáltíð Krists væri að ræða. Það er furðulegt hvað ákveðnum hópi fólks er agalega umhugað um málfrelsi alveg þar til hinsegin fólk fær að njóta þess. Hinsegin fólk, í öllum sínum fjölbreytileika, hefur verið hluti af mannlegu samfélagi alla tíð. Öfgakennd viðbrögð fólks við þessu svokallaða ‘vók’ Ólympíuatriði eru afhjúpandi fyrir stöðu hinsegin fólks í opinberri umræðu á Vesturlöndum þessa dagana. Tilvist okkar virðist vera orðin stuðandi í sjálfri sér, sýnileiki okkar er gerður pólitískur og fólkið sem tekur ákvarðanir um að við fáum að sjást biðst síðan afsökunar á því að hafa gert það. Það er fullt tilefni til þess að staldra við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun