Upp kemst um Brexit ósannindamenn og -lygara um síðir – Þeir eru líka hér Ole Anton Bieltvedt skrifar 31. júlí 2024 08:01 Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið nokkru eftir að Bretar höfðu samþykkt Brexit, þó mjög naumlega hafi verið, og alls ekki með meirihluta kjósenda, hvað þá miklum, eins og Brexit-sinnar hafa ranglega fullyrt - það voru aðeins 37% breskra kjósenda, sem studdu Brexit, 35% voru á móti og heil 28% tóku ekki afstöðu. Í þessari grein sagði m.a. þetta í inngangi: „... Brexit er í augum undirritaðs einfaldlega stórfellt sögulegt slys, sem ábyrgðarlausir þjóðernissinnar, popúlistar og valdasjúkir menn æstu að nokkru óupplýstan almenning í, án greiningar á því, hvað þetta myndi þýða, svo og án greiningar á því, sem á eftir kynni að koma...“ Ég benti líka á þetta í greininni: „Það er aðeins ein Evrópa, eitt ESB Það er alllangt síðan, að ESB varð stærsti markaður heims, með yfir 500 milljónir að verulegu leyti velstæðra neytenda. Nú um áramótin bættist fríverzlun við Kanada og 37 milljónir mest efnaðra neytenda við. Þetta markaðssvæði er á góðri leið með að verða tvisvar sinnum stærra en Bandaríkin. Auk þess er ESB við húsdyr Breta. Hvert ætla Bretar að fara með sinn útflutning og sína þjónustu?“. Því miður hefur komið á daginn, að Brexit var stórfellt og sögulegt slys, sem hefur - andstætt því sem fagurgalar og ósannindamenn lofuðu -, skaðað efnahag, velferð og líka frelsi Breta bæði til ferða og athafna í stórfelldum mæli. Í gær var eftirfarandi fyrirsögn í Viðskiptablaðinu, sem ég hygg, að hafi ekkert haft á móti Brexit á sínum tíma: „Segja Brexit hafa sogað lífskraftinn úr breska hagkerfinu“, og, þessi undirfyrirsögn: „Ný skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum málar svarta mynd af breska hagkerfinu“. Í raun þurfti engan spámann til að sjá þetta fyrir, enda telst undirritaður ekki til slíkra. Almennar upplýsingar og almenn skynsemi dugði. Það, sem gerðist í Bretlandi, og er að gerast víða um Evrópu um þessar mundir, er, að almenningur er ruglaður í ríminu með yfirkeyrðum popúlísima, sem er drifinn áfram af þjóðernislegri skírskotun, þar sem spilað er á strengi þjóðernistilfinninga og þjóðernisstolts, líka „sjálfstæðisvitundar“, líka strengi þess, að aðrir, aðkomumenn, séu að hirða eigur okkar og velferð - þó að þetta fólk leggi svo sannarlega sitt af mörkum til að fylla eyður í okkar atvinnulífi og tryggja okkur okkar eigin velferð - og þessi lygasaga er svo öll pökkuð inn í umbúðir innihaldslausra loforða um gull og græna skóga. Í þessu ljósi er vert að skoða, hvað Bretar sjálfir segja nú um sitt Brexit. Fréttamaður RÚV fór nýlega þar um til að fylgjast með þeim kosningum til breska þingsins, sem fram fóru, en hann átti líka viðtöl við ýmsa, bæði Íslendinga, sem þar bjuggu, og heimamenn, um stöðu mála og þá einkum afleiðingar Brexit. Á vef RÚV birtist svo frétt um þessi viðtöl 17. júlí sl. undir fyrirsögninni „Hefur enn ekki orðið vör við jákvæð áhrif af Brexit“,þar sem vitnað er í íslenzka tónlistarkonu, sem hefur búið í Bretlandi í 30 ár. „Víða í Bretlandi finnst kjósendum, að logið hafi verið að þeim í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit“, segir svo í undritexta. Tónlistarkonan bætir við: „Þær eru alveg ótvíræðar þær breytingar, sem hafa orðið, hvað varðar alla stjórnsýslu. Ég, sem tónlistarmaður, þarf að hafa skírteini um það, að ég greiði skatta í þessu landi. Og ferli, sem tók fjórar til fimm vikur, tekur núna upp í níu mánuði“. Svo segir þetta í fréttinni: „Þá merkir Sigrún (tónlistarkonan) áhrif á verðlag og atvinnulíf. „Maður er að sjá fyrirtæki, sem manni þótti frekar rótgróin, loka. Verslunarhúsnæði, sem stendur autt, sem aldrei hafði gert það áður. Og svo náttúrlega það, sem maður heyrir frá fólki, sem er í einhvers konar viðskiptum, sem var með inn- eða útflutning til Evrópu, bara hversu margfalt erfiðara það er að standa í slíku. Og fólk er að gefast upp á því.“ Ennfremur: „Og það er víðar en í Lundúnum, sem gætir gremju vegna Brexit. „Þeim var öllum talin trú um, að sjávarútvegurinn, einkum í Grimsby, yrði betur settur utan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Það hafði mikil áhrif. En sjö eða átta árum síðar er það orðið að veruleika? „Nei“, segir Martyn Boyers, forstjóri Grimsby Fish Market“. „Það var logið að okkur öllum um Brexit. Okkur var sagt, að þar endaði regnboginn, fjársjóðurinn biði, en það gerðist ekki,“ segir vegfarandi í Blackpool. Sigrún segist enn sem komið er ekki sjá jákvæð áhrif af Brexit. „Ég hef ekki séð það enn sem komið er. Það er ekki eitthvað, sem ég hef orðið vör við. Og svo sannarlega virðist ekkert jákvætt í þeirri umræðu, sem ég er hluti af.“ Takk fyrir þessa frétt, RÚV. Einn er sá maður, íslenzkur, sem barðist hart og mikið fyrir Brexit, Hjörtur J. Guðmundsson. Hann ritaði greinar um ágæti Brexit, hversu frábært það hefði verið og yrði fyrir Breta, bæðir hér og í breska miðla, t.a.m. á heimsasíðu „brexitcentral.com“, í júlí 2017, með fyrirsögninni: „The UK will soon learn that being a sovereign country allows you to successfully manage your fishing industries“, þar sem hann sagði m.a. þetta í íslenzkri þýðingu: „Það hvernig breskum sjávarútvegi var fórnað, þegar Bretland gekk í forvera ESB árið 1973, hefur varpað dökkum skugga á aðild landsins að sambandinu síðan. Því mun það án efa skipta miklu máli, hvernig fjallað verður um sjávarútvegsmálin í komandi Brexit-viðræðum bresku ríkisstjórnarinnar og ESB, þegar sagan skoðar hversu árangursrík útganga úr ESB var í raun og veru“. Hversu árangursrík útgangan var, fyrir breskan sjávarútveg, í sannleika og raun, kemur vel fram í máli Martyn Boyers, forstjóra Grimsby Fish Market, hér fyrir ofan, þar sem hann staðfestir, nú 8 árum eftir Brexit atkvæðagreiðsluna, að ekkert, núll, hafi breytzt til batnaðar fyrir breskan sjávarútveg við eða eftir Brexit. Þessi sami Hjörtur J. fer mikinn hér á Vísi þessa dagana, með fjárstuðningi hvers er ekki vitað, en á einhverju verður maðurinn að lifa, í því að reyna að gera ESB tortryggilegt, og beitir hann svipuðum ósannindum og lygum og hann sjálfur og breskir Brexit vinir hans og samherjar beittu á sínum tíma. Ein ósannindin eru, að stóru þjóðirnar í ESB ráði öllu, og, að Íslendingar myndu ekkert hafa að segja, ef við færum inn. Önnur, að það sé um ekkert að semja fyrir Íslendinga, ef þeir vilja fara inna. Allt sé fyrirfram ákveðið og niðurneglt af ESB. Þessum ósannindum og lygum hef ég margsvarað hér á Vísi, með rökum og staðreyndum, og vil ég þar vísa á þessar nýlegu greinar -„Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og króna leyfa?“, 22. júni sl. -„Þegar andi Mussolini svífur yfir vötnunum og titlar verða langir“, 28. júní sl. - „Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það“. 14. júlí sl. - „Verða rangfærslur að sannleika, ef þær eru endurteknar nógu oft!?“, 15. júlí sl. Geta þeir, sem vilja, auðvitað flett upp á þessu efni til að fá sanna og rétta mynd af þessum málum. Staðreyndir, í stað síendurtekinna rangfærslna, áróðurs og óhróðurs. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Bretland Brexit Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið nokkru eftir að Bretar höfðu samþykkt Brexit, þó mjög naumlega hafi verið, og alls ekki með meirihluta kjósenda, hvað þá miklum, eins og Brexit-sinnar hafa ranglega fullyrt - það voru aðeins 37% breskra kjósenda, sem studdu Brexit, 35% voru á móti og heil 28% tóku ekki afstöðu. Í þessari grein sagði m.a. þetta í inngangi: „... Brexit er í augum undirritaðs einfaldlega stórfellt sögulegt slys, sem ábyrgðarlausir þjóðernissinnar, popúlistar og valdasjúkir menn æstu að nokkru óupplýstan almenning í, án greiningar á því, hvað þetta myndi þýða, svo og án greiningar á því, sem á eftir kynni að koma...“ Ég benti líka á þetta í greininni: „Það er aðeins ein Evrópa, eitt ESB Það er alllangt síðan, að ESB varð stærsti markaður heims, með yfir 500 milljónir að verulegu leyti velstæðra neytenda. Nú um áramótin bættist fríverzlun við Kanada og 37 milljónir mest efnaðra neytenda við. Þetta markaðssvæði er á góðri leið með að verða tvisvar sinnum stærra en Bandaríkin. Auk þess er ESB við húsdyr Breta. Hvert ætla Bretar að fara með sinn útflutning og sína þjónustu?“. Því miður hefur komið á daginn, að Brexit var stórfellt og sögulegt slys, sem hefur - andstætt því sem fagurgalar og ósannindamenn lofuðu -, skaðað efnahag, velferð og líka frelsi Breta bæði til ferða og athafna í stórfelldum mæli. Í gær var eftirfarandi fyrirsögn í Viðskiptablaðinu, sem ég hygg, að hafi ekkert haft á móti Brexit á sínum tíma: „Segja Brexit hafa sogað lífskraftinn úr breska hagkerfinu“, og, þessi undirfyrirsögn: „Ný skýrsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum málar svarta mynd af breska hagkerfinu“. Í raun þurfti engan spámann til að sjá þetta fyrir, enda telst undirritaður ekki til slíkra. Almennar upplýsingar og almenn skynsemi dugði. Það, sem gerðist í Bretlandi, og er að gerast víða um Evrópu um þessar mundir, er, að almenningur er ruglaður í ríminu með yfirkeyrðum popúlísima, sem er drifinn áfram af þjóðernislegri skírskotun, þar sem spilað er á strengi þjóðernistilfinninga og þjóðernisstolts, líka „sjálfstæðisvitundar“, líka strengi þess, að aðrir, aðkomumenn, séu að hirða eigur okkar og velferð - þó að þetta fólk leggi svo sannarlega sitt af mörkum til að fylla eyður í okkar atvinnulífi og tryggja okkur okkar eigin velferð - og þessi lygasaga er svo öll pökkuð inn í umbúðir innihaldslausra loforða um gull og græna skóga. Í þessu ljósi er vert að skoða, hvað Bretar sjálfir segja nú um sitt Brexit. Fréttamaður RÚV fór nýlega þar um til að fylgjast með þeim kosningum til breska þingsins, sem fram fóru, en hann átti líka viðtöl við ýmsa, bæði Íslendinga, sem þar bjuggu, og heimamenn, um stöðu mála og þá einkum afleiðingar Brexit. Á vef RÚV birtist svo frétt um þessi viðtöl 17. júlí sl. undir fyrirsögninni „Hefur enn ekki orðið vör við jákvæð áhrif af Brexit“,þar sem vitnað er í íslenzka tónlistarkonu, sem hefur búið í Bretlandi í 30 ár. „Víða í Bretlandi finnst kjósendum, að logið hafi verið að þeim í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit“, segir svo í undritexta. Tónlistarkonan bætir við: „Þær eru alveg ótvíræðar þær breytingar, sem hafa orðið, hvað varðar alla stjórnsýslu. Ég, sem tónlistarmaður, þarf að hafa skírteini um það, að ég greiði skatta í þessu landi. Og ferli, sem tók fjórar til fimm vikur, tekur núna upp í níu mánuði“. Svo segir þetta í fréttinni: „Þá merkir Sigrún (tónlistarkonan) áhrif á verðlag og atvinnulíf. „Maður er að sjá fyrirtæki, sem manni þótti frekar rótgróin, loka. Verslunarhúsnæði, sem stendur autt, sem aldrei hafði gert það áður. Og svo náttúrlega það, sem maður heyrir frá fólki, sem er í einhvers konar viðskiptum, sem var með inn- eða útflutning til Evrópu, bara hversu margfalt erfiðara það er að standa í slíku. Og fólk er að gefast upp á því.“ Ennfremur: „Og það er víðar en í Lundúnum, sem gætir gremju vegna Brexit. „Þeim var öllum talin trú um, að sjávarútvegurinn, einkum í Grimsby, yrði betur settur utan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Það hafði mikil áhrif. En sjö eða átta árum síðar er það orðið að veruleika? „Nei“, segir Martyn Boyers, forstjóri Grimsby Fish Market“. „Það var logið að okkur öllum um Brexit. Okkur var sagt, að þar endaði regnboginn, fjársjóðurinn biði, en það gerðist ekki,“ segir vegfarandi í Blackpool. Sigrún segist enn sem komið er ekki sjá jákvæð áhrif af Brexit. „Ég hef ekki séð það enn sem komið er. Það er ekki eitthvað, sem ég hef orðið vör við. Og svo sannarlega virðist ekkert jákvætt í þeirri umræðu, sem ég er hluti af.“ Takk fyrir þessa frétt, RÚV. Einn er sá maður, íslenzkur, sem barðist hart og mikið fyrir Brexit, Hjörtur J. Guðmundsson. Hann ritaði greinar um ágæti Brexit, hversu frábært það hefði verið og yrði fyrir Breta, bæðir hér og í breska miðla, t.a.m. á heimsasíðu „brexitcentral.com“, í júlí 2017, með fyrirsögninni: „The UK will soon learn that being a sovereign country allows you to successfully manage your fishing industries“, þar sem hann sagði m.a. þetta í íslenzkri þýðingu: „Það hvernig breskum sjávarútvegi var fórnað, þegar Bretland gekk í forvera ESB árið 1973, hefur varpað dökkum skugga á aðild landsins að sambandinu síðan. Því mun það án efa skipta miklu máli, hvernig fjallað verður um sjávarútvegsmálin í komandi Brexit-viðræðum bresku ríkisstjórnarinnar og ESB, þegar sagan skoðar hversu árangursrík útganga úr ESB var í raun og veru“. Hversu árangursrík útgangan var, fyrir breskan sjávarútveg, í sannleika og raun, kemur vel fram í máli Martyn Boyers, forstjóra Grimsby Fish Market, hér fyrir ofan, þar sem hann staðfestir, nú 8 árum eftir Brexit atkvæðagreiðsluna, að ekkert, núll, hafi breytzt til batnaðar fyrir breskan sjávarútveg við eða eftir Brexit. Þessi sami Hjörtur J. fer mikinn hér á Vísi þessa dagana, með fjárstuðningi hvers er ekki vitað, en á einhverju verður maðurinn að lifa, í því að reyna að gera ESB tortryggilegt, og beitir hann svipuðum ósannindum og lygum og hann sjálfur og breskir Brexit vinir hans og samherjar beittu á sínum tíma. Ein ósannindin eru, að stóru þjóðirnar í ESB ráði öllu, og, að Íslendingar myndu ekkert hafa að segja, ef við færum inn. Önnur, að það sé um ekkert að semja fyrir Íslendinga, ef þeir vilja fara inna. Allt sé fyrirfram ákveðið og niðurneglt af ESB. Þessum ósannindum og lygum hef ég margsvarað hér á Vísi, með rökum og staðreyndum, og vil ég þar vísa á þessar nýlegu greinar -„Vilja menn þá sérhagsmunagæzlu og það spillingar- og klíkuveldi, sem núverandi stjórnarfar og króna leyfa?“, 22. júni sl. -„Þegar andi Mussolini svífur yfir vötnunum og titlar verða langir“, 28. júní sl. - „Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það“. 14. júlí sl. - „Verða rangfærslur að sannleika, ef þær eru endurteknar nógu oft!?“, 15. júlí sl. Geta þeir, sem vilja, auðvitað flett upp á þessu efni til að fá sanna og rétta mynd af þessum málum. Staðreyndir, í stað síendurtekinna rangfærslna, áróðurs og óhróðurs. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar