Af glyðrugangi eftirlitsstofnana Ester Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 15:01 Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar