Af glyðrugangi eftirlitsstofnana Ester Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 15:01 Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun