Kveikjum áhugann – Kveikjum neistann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. júlí 2024 11:31 Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug. Verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur verið í gangi í þrjú ár. Niðurstöðurnar eru en og aftur jákvæðar en sérstaklega er horft til rannsóknarhópsins sem nú er í 3. bekk. 91% nemenda í 3. bekk teljast læsir skv. niðurstöðum mælitækisins LÆS III eins og segir í færslu bæjarstjórans á fb. Enginn marktækur munur er á kynjum sem er frábær árangur! Hér er ein tillagan frá Flokki fólksins um að innleiða Kveikjum neistann, lögð fram 2023: Flokkur fólksins leggur til að skólayfirvöld boði til fundar með skólasamfélaginu í Reykjavík til að ræða þróunarverkefnið Kveikjum Neistann og hvort áhugi sé á að innleiða það í einhverja skóla Reykjavíkur t.d. í tilraunaskyni. Jafnframt er lagt til að forsvarsmönnum verkefnisins verði boðið á fundinn til að kynna verkefnið og þróun þess. Til þessa hefur enginn grunnskóli í Reykjavík haft samband við skrifstofu skóla- og frístundasvið og lýst yfir áhuga á verkefninu Kveikjum neistann sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið þátt í ásamt Rannsóknasetri um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hversu margir grunnskólar í Reykjavík hafi sýnt verkefninu áhuga og haft samband við skóla- og frístundasvið vegna þess. Draga má þá ályktun af þessu að skólar í Reykjavík þekki ekki verkefnið og væri því vert að halda kynningarfund fyrir kennara og skólastjórnendur þar sem forsvarsmenn Kveikjum Neistans gætu kynnt verkefnið, þróun þess og svara spurningum. Börn af erlendu bergi brotin Ef horft er til barna sem eru af erlendu bergi brotin þá er staðan sú að 92.5% barna og unglinga eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu þeirra. Þessum börnum þarf að hjálpa strax að læra málið, í þeim er gríðarlegur mannauður. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þau þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Gera má ráð fyrir að það séu um það bil 2-4% barna sem glíma við lesvanda af lífeðlisfræðilegum orsökum sem t.d. tengjast sjónskyni. Líðan Þegar líðan er skoðuð hjá börnunum greindist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021 til 2021 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór af stað. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikið áhrifabreyta á líðan og sjálfstraust barnsins. Að upplifa árangur og færni sína aukist er beintengt betri líðan og að líða vel í eigin skinni. Það góða við Kveikjum neistann er að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt, hún er mild og uppbyggileg. Ég sé Kveikjum neistann vera gott verkefni sem er líklegt að skili árangri. Þess vegna vil ég kveikja þennan neista í Reykjavík. Miðja máls og læsis er að gera góða hluti en árangur þar er ekki eins og góður og í Vestmannaeyjum. Hægt er að gera betur? Fram til þessa hefur meirihlutinn, hvorki þessi né sá síðasti, ekki viljað ljá þessu ágæta verkefni eyra. Embættismenn skóla- og frístundasviðs ekki heldur. Við verðum að hjálpast að að kveikja áhuga meirihlutans í Reykjavík og skóla- og frístundasviðs á verkefninu Kveikjum neistann. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug. Verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur verið í gangi í þrjú ár. Niðurstöðurnar eru en og aftur jákvæðar en sérstaklega er horft til rannsóknarhópsins sem nú er í 3. bekk. 91% nemenda í 3. bekk teljast læsir skv. niðurstöðum mælitækisins LÆS III eins og segir í færslu bæjarstjórans á fb. Enginn marktækur munur er á kynjum sem er frábær árangur! Hér er ein tillagan frá Flokki fólksins um að innleiða Kveikjum neistann, lögð fram 2023: Flokkur fólksins leggur til að skólayfirvöld boði til fundar með skólasamfélaginu í Reykjavík til að ræða þróunarverkefnið Kveikjum Neistann og hvort áhugi sé á að innleiða það í einhverja skóla Reykjavíkur t.d. í tilraunaskyni. Jafnframt er lagt til að forsvarsmönnum verkefnisins verði boðið á fundinn til að kynna verkefnið og þróun þess. Til þessa hefur enginn grunnskóli í Reykjavík haft samband við skrifstofu skóla- og frístundasvið og lýst yfir áhuga á verkefninu Kveikjum neistann sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið þátt í ásamt Rannsóknasetri um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hversu margir grunnskólar í Reykjavík hafi sýnt verkefninu áhuga og haft samband við skóla- og frístundasvið vegna þess. Draga má þá ályktun af þessu að skólar í Reykjavík þekki ekki verkefnið og væri því vert að halda kynningarfund fyrir kennara og skólastjórnendur þar sem forsvarsmenn Kveikjum Neistans gætu kynnt verkefnið, þróun þess og svara spurningum. Börn af erlendu bergi brotin Ef horft er til barna sem eru af erlendu bergi brotin þá er staðan sú að 92.5% barna og unglinga eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu þeirra. Þessum börnum þarf að hjálpa strax að læra málið, í þeim er gríðarlegur mannauður. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þau þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Gera má ráð fyrir að það séu um það bil 2-4% barna sem glíma við lesvanda af lífeðlisfræðilegum orsökum sem t.d. tengjast sjónskyni. Líðan Þegar líðan er skoðuð hjá börnunum greindist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021 til 2021 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór af stað. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikið áhrifabreyta á líðan og sjálfstraust barnsins. Að upplifa árangur og færni sína aukist er beintengt betri líðan og að líða vel í eigin skinni. Það góða við Kveikjum neistann er að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt, hún er mild og uppbyggileg. Ég sé Kveikjum neistann vera gott verkefni sem er líklegt að skili árangri. Þess vegna vil ég kveikja þennan neista í Reykjavík. Miðja máls og læsis er að gera góða hluti en árangur þar er ekki eins og góður og í Vestmannaeyjum. Hægt er að gera betur? Fram til þessa hefur meirihlutinn, hvorki þessi né sá síðasti, ekki viljað ljá þessu ágæta verkefni eyra. Embættismenn skóla- og frístundasviðs ekki heldur. Við verðum að hjálpast að að kveikja áhuga meirihlutans í Reykjavík og skóla- og frístundasviðs á verkefninu Kveikjum neistann. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun