Hljóð úr horni Ingólfur Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 18:01 Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Ingólfur Sverrisson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í viðbrögðum mínum við skrifum Hjartar J. Guðmundssonar gat ég þess að Ísland hefði trúlega ekki náð miklum árangri í landhelgismálinu ef við hefðum ekki á sínum tíma brett upp ermar, skilgreint markmiðin vel og barist fyrir málinu af alefli. Í þeirri baráttu hefði litlu skilað að ástunda úttalningu á því hvað við værum lítil þjóð í samanburði við aðrar. Þetta var sagt til að leggja áherslu á að við ættum jafnan að ganga fram eins og sæmir fullvalda þjóð en ekki að vera einlægt að velta okkur upp úr hvað hún erum fámenn og lítils megandi. Nú svarar hann því til að ef við hefðum á þeim tíma verið í ESB hefðum við ekki getað tekið ákvörðun um útfærslu landhelginnar hvað þá barist fyrir henni! Þetta er nú talsvert langsótt enda ESB ekki til þá, við þar af leiðandi ekki í þeim ágætu samtökum og aðstæður því allt aðrar en eru í dag. Hins vegar vorum við með fulla aðild að NATO og tókum þátt í starfinu þar án nokkurrar minnimáttarkenndar. Flestir sem muna þessa tíma eru sammála um að sú staðreynd að við vorum þar með fullri aðild hafi stuðlað að því að þjóðir innan NATO beittu sér fyrir því að Bretar og Þjóðverjar hættu þessu stríði við þjóðina þarna norður í höfum. Ekki leikur á tvennu að aðild okkar að NATO stuðlaði að því að fullur sigur vannst í landhelgisdeilunum. Þar vorum við ekki úti á göngum og biðum þess sem ákveðið var við borðið inni eins og mörgum þykir viðunandi í dag. Hjörtur eyðir miklu púðri í að vægi ríkja innan ESB fari eftir íbúafjölda og tíundar þar margar tölur jafnvel ofan í brot úr prósentum. Þannig er hlaðið í köst vonleysisins, að við getum lítið sem ekkert beitt okkur þarna inni fyrir okkar málefnum frekar en önnur smáríki. Allt fyrir fram tapað. Bætir svo við ýmsum ógnvekjandi „upplýsingum” um að með inngöngu misstum við alla stjórn á sjávarútveginum enda eftir það gert út frá Brussel. Athygli vekur að í öllum þessum harmagráti nefnir hann ekki einu orði þá mikilvægu reglu sem kölluð hefur verið „Hlutfallslegur stöðugleiki (relative stability).” Hún byggist á því að ríki bandalagsins hafa ekki rétt á því að veiða á svæðum þar sem þau hafa ekki stundað veiðar síðustu áratugi. Ekkert ríki (utan Færeyingar) hafa stundað veiðar hér í langan tíma og því er einsýnt að í viðræðum um aðild Íslands að bandalaginu muni íslensk stjórnvöld tryggja að sú regla verði hluti af endanlegum samningi. Því ætti ekki að vera neitt að óttast – að minnsta kosti alveg óhætt að ræða málið enda þótt allt of margir samlandar hafi ekki meiri trú á málstaðnum en svo að þeir telji vonlaust um árangur. Sannleikurinn er samt sá að ESB hefur sjálft viðurkennt að við höfum sögulegan rétt til veiða í íslenskri lögsögu samkvæmt ofangreindri reglu. Það ætti því að vera óhætt að ræða málið! Hjörtur hefur hins vegar áhyggjur af því að „hagsmunir okkar verða seint í forgangi og ákvarðanir í þeim efnum háðar því að aðrir verði reiðubúnir að taka sjónarmið okkar inn í myndina.” Já það er einmitt hluti af okkar baráttu að sannfæra aðrar þjóðir innan samtaka, sem við erum aðilar að, að málstaður okkar sé bæði sanngjarn og eðlilegur. Ef við erum hins vegar fyrir fram viss um að ekki náist árangur í þeim efnum, og gleymum okkur í að telja upp hvað aðrar þjóðir eru stórar og við lítil, þá er veik von um árangur og allt eins víst að við gleymumst sífrandi við ysta haf. Látum af þeirri nesjamennsku að við séum smá og vanmáttug og getum því ekki tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi sem þó hefur margsannað sig undanfarin ár og áratugi að hafa fært okkur margar réttarbætur og ýmiss konar ávinning. Við erum eins stór og hugur okkar sjálfra ákveður og tökum af fullri einurð og reisn þátt í alþjóðasamstarfi. Hornrekur viljum við ekki vera! Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun