„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2024 09:00 „Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur. Slíkt getur þó verið afar varasamt og ætti að forðast. Það eru því miður mörg dæmi um að í slíkum tilfellum séu í reynd að svikarar að baki skilaboðunum sem hafa komist yfir Messenger aðgang einstaklinga. Svikararnir fara að senda skilaboð á grunlausa Facebook vini og ættingja viðkomandi í von um að komast yfir fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer eða aðgang að rafrænum skilríkjum og heimabanka. „Hæ, hvað er símanúmerið þitt?“ Einnig er algengt að fólk fái upp úr þurru Messenger skilaboð frá Facebook vini sem biður um símanúmer móttakandans. Í kjölfarið hefjast samskipti sem hafa það að markmiði að ná upp úr þeim viðkvæmum fjárhagsupplýsingum eða lykilorðum. Tilraunum til svokallaðra Messenger svika, líkt og margra annarra gerða svika, hefur farið mjög fjölgandi á síðustu árum og eru dæmi um að svikahópum hafi tekist að svíkja talsverðar fjárhæðir frá einstaklingum sem töldu sig vera í samskiptum við einstakling sem það þekkir vel. Við vitum aldrei hver sér skilaboðin okkar Því er mikilvægt að hafa þá reglu að deila aldrei viðkvæmum fjárhagsupplýsingum, lykilorðum eða aðgangsorðum í stafrænum samskiptum, hvort sem það er við vini, kunningja, vinnufélaga eða okkar allra nánustu fjölskyldu. Í netheimum getum við aldrei verið fyllilega viss um hver sé að lesa skilaboðin okkar eða eigi eftir að lesa þau síðar. Taktu þér tíma og vertu viss Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum, hvort sem það snýr að vinnu eða einkalífi og spyrja sig gagnrýnna spurninga á borð við: Átti ég von á skilaboðum frá viðkomandi einstaklingi eða fyrirtæki eftir þessari leið á þessum tímapunkti, t.d. þegar um er að ræða óvæntan tölvupóst, SMS eða Messenger skilaboð? Best er að forðast að opna alla hlekki í slíkum samskiptum. Er viðkomandi að biðja um eitthvað óvenjulegt á borð við að leggja inn á nýjan reikning eða biðja mig um að setja aftur inn kortaupplýsingar eða lykilorð? Allt slíkt kann að vera hættumerki. Er netfang, símanúmer, netslóðin eða greiðsluupplýsingarnar örugglega eins og þær eiga að vera? Er ég örugglega á réttri heimasíðu en ekki svikasíðu? Eru einhverjar vísbendingar á borð við óvenjulega stafsetningu eða slóðin ekki eins og hún á að vera t.d. .com þegar hún ætti að vera .is? Til að vera viss getur verið skynsamlegt að byrja á að fara á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis eftir öðrum leiðum. Ef um tilboð í netsölu er að ræða getur verið gott að spyrja sig, er tilboðið of gott til að vera satt? Þá er líklegt að svo sé. Erum einhverjar færslur í korta- eða reikningsyfirlitinu sem ég kannast ekki við? Gott er að fara reglulega yfir yfirlit í heimabankanum til að vera viss um að þar leynist ekki óeðlilegar færslur. Heilbrigð tortryggni getur margborgað sig Segja má að aldrei sé of varlega farið. Vakni minnsti vafi geta háar fjárhæðir sparast með því að hringja í viðkomandi einstakling, fyrirtæki eða stofnun til að vera viss um að allt sé eins og það á að vera áður en teknar eru ákvörðun um greiðslu fjármuna, að slá inn kortaupplýsingar eða lykilorð. Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Einstaklingar geta byrjað á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Auk þess er hægt að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir tengdar rafrænum skilríkjum þínum á heimasíðu Auðkennis sem og að afturkalla rafræn skilríki sé ástæða til. Heilsteypt og heiðarleg tortryggni auk gagnrýnnar hugsunar í þessum málum getur komið í veg fyrir svekkelsi og fjárhagslegt tap síðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálafyrirtæki Netglæpir Netöryggi Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur. Slíkt getur þó verið afar varasamt og ætti að forðast. Það eru því miður mörg dæmi um að í slíkum tilfellum séu í reynd að svikarar að baki skilaboðunum sem hafa komist yfir Messenger aðgang einstaklinga. Svikararnir fara að senda skilaboð á grunlausa Facebook vini og ættingja viðkomandi í von um að komast yfir fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer eða aðgang að rafrænum skilríkjum og heimabanka. „Hæ, hvað er símanúmerið þitt?“ Einnig er algengt að fólk fái upp úr þurru Messenger skilaboð frá Facebook vini sem biður um símanúmer móttakandans. Í kjölfarið hefjast samskipti sem hafa það að markmiði að ná upp úr þeim viðkvæmum fjárhagsupplýsingum eða lykilorðum. Tilraunum til svokallaðra Messenger svika, líkt og margra annarra gerða svika, hefur farið mjög fjölgandi á síðustu árum og eru dæmi um að svikahópum hafi tekist að svíkja talsverðar fjárhæðir frá einstaklingum sem töldu sig vera í samskiptum við einstakling sem það þekkir vel. Við vitum aldrei hver sér skilaboðin okkar Því er mikilvægt að hafa þá reglu að deila aldrei viðkvæmum fjárhagsupplýsingum, lykilorðum eða aðgangsorðum í stafrænum samskiptum, hvort sem það er við vini, kunningja, vinnufélaga eða okkar allra nánustu fjölskyldu. Í netheimum getum við aldrei verið fyllilega viss um hver sé að lesa skilaboðin okkar eða eigi eftir að lesa þau síðar. Taktu þér tíma og vertu viss Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum, hvort sem það snýr að vinnu eða einkalífi og spyrja sig gagnrýnna spurninga á borð við: Átti ég von á skilaboðum frá viðkomandi einstaklingi eða fyrirtæki eftir þessari leið á þessum tímapunkti, t.d. þegar um er að ræða óvæntan tölvupóst, SMS eða Messenger skilaboð? Best er að forðast að opna alla hlekki í slíkum samskiptum. Er viðkomandi að biðja um eitthvað óvenjulegt á borð við að leggja inn á nýjan reikning eða biðja mig um að setja aftur inn kortaupplýsingar eða lykilorð? Allt slíkt kann að vera hættumerki. Er netfang, símanúmer, netslóðin eða greiðsluupplýsingarnar örugglega eins og þær eiga að vera? Er ég örugglega á réttri heimasíðu en ekki svikasíðu? Eru einhverjar vísbendingar á borð við óvenjulega stafsetningu eða slóðin ekki eins og hún á að vera t.d. .com þegar hún ætti að vera .is? Til að vera viss getur verið skynsamlegt að byrja á að fara á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis eftir öðrum leiðum. Ef um tilboð í netsölu er að ræða getur verið gott að spyrja sig, er tilboðið of gott til að vera satt? Þá er líklegt að svo sé. Erum einhverjar færslur í korta- eða reikningsyfirlitinu sem ég kannast ekki við? Gott er að fara reglulega yfir yfirlit í heimabankanum til að vera viss um að þar leynist ekki óeðlilegar færslur. Heilbrigð tortryggni getur margborgað sig Segja má að aldrei sé of varlega farið. Vakni minnsti vafi geta háar fjárhæðir sparast með því að hringja í viðkomandi einstakling, fyrirtæki eða stofnun til að vera viss um að allt sé eins og það á að vera áður en teknar eru ákvörðun um greiðslu fjármuna, að slá inn kortaupplýsingar eða lykilorð. Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Einstaklingar geta byrjað á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Auk þess er hægt að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir tengdar rafrænum skilríkjum þínum á heimasíðu Auðkennis sem og að afturkalla rafræn skilríki sé ástæða til. Heilsteypt og heiðarleg tortryggni auk gagnrýnnar hugsunar í þessum málum getur komið í veg fyrir svekkelsi og fjárhagslegt tap síðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar