„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2024 09:00 „Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur. Slíkt getur þó verið afar varasamt og ætti að forðast. Það eru því miður mörg dæmi um að í slíkum tilfellum séu í reynd að svikarar að baki skilaboðunum sem hafa komist yfir Messenger aðgang einstaklinga. Svikararnir fara að senda skilaboð á grunlausa Facebook vini og ættingja viðkomandi í von um að komast yfir fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer eða aðgang að rafrænum skilríkjum og heimabanka. „Hæ, hvað er símanúmerið þitt?“ Einnig er algengt að fólk fái upp úr þurru Messenger skilaboð frá Facebook vini sem biður um símanúmer móttakandans. Í kjölfarið hefjast samskipti sem hafa það að markmiði að ná upp úr þeim viðkvæmum fjárhagsupplýsingum eða lykilorðum. Tilraunum til svokallaðra Messenger svika, líkt og margra annarra gerða svika, hefur farið mjög fjölgandi á síðustu árum og eru dæmi um að svikahópum hafi tekist að svíkja talsverðar fjárhæðir frá einstaklingum sem töldu sig vera í samskiptum við einstakling sem það þekkir vel. Við vitum aldrei hver sér skilaboðin okkar Því er mikilvægt að hafa þá reglu að deila aldrei viðkvæmum fjárhagsupplýsingum, lykilorðum eða aðgangsorðum í stafrænum samskiptum, hvort sem það er við vini, kunningja, vinnufélaga eða okkar allra nánustu fjölskyldu. Í netheimum getum við aldrei verið fyllilega viss um hver sé að lesa skilaboðin okkar eða eigi eftir að lesa þau síðar. Taktu þér tíma og vertu viss Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum, hvort sem það snýr að vinnu eða einkalífi og spyrja sig gagnrýnna spurninga á borð við: Átti ég von á skilaboðum frá viðkomandi einstaklingi eða fyrirtæki eftir þessari leið á þessum tímapunkti, t.d. þegar um er að ræða óvæntan tölvupóst, SMS eða Messenger skilaboð? Best er að forðast að opna alla hlekki í slíkum samskiptum. Er viðkomandi að biðja um eitthvað óvenjulegt á borð við að leggja inn á nýjan reikning eða biðja mig um að setja aftur inn kortaupplýsingar eða lykilorð? Allt slíkt kann að vera hættumerki. Er netfang, símanúmer, netslóðin eða greiðsluupplýsingarnar örugglega eins og þær eiga að vera? Er ég örugglega á réttri heimasíðu en ekki svikasíðu? Eru einhverjar vísbendingar á borð við óvenjulega stafsetningu eða slóðin ekki eins og hún á að vera t.d. .com þegar hún ætti að vera .is? Til að vera viss getur verið skynsamlegt að byrja á að fara á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis eftir öðrum leiðum. Ef um tilboð í netsölu er að ræða getur verið gott að spyrja sig, er tilboðið of gott til að vera satt? Þá er líklegt að svo sé. Erum einhverjar færslur í korta- eða reikningsyfirlitinu sem ég kannast ekki við? Gott er að fara reglulega yfir yfirlit í heimabankanum til að vera viss um að þar leynist ekki óeðlilegar færslur. Heilbrigð tortryggni getur margborgað sig Segja má að aldrei sé of varlega farið. Vakni minnsti vafi geta háar fjárhæðir sparast með því að hringja í viðkomandi einstakling, fyrirtæki eða stofnun til að vera viss um að allt sé eins og það á að vera áður en teknar eru ákvörðun um greiðslu fjármuna, að slá inn kortaupplýsingar eða lykilorð. Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Einstaklingar geta byrjað á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Auk þess er hægt að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir tengdar rafrænum skilríkjum þínum á heimasíðu Auðkennis sem og að afturkalla rafræn skilríki sé ástæða til. Heilsteypt og heiðarleg tortryggni auk gagnrýnnar hugsunar í þessum málum getur komið í veg fyrir svekkelsi og fjárhagslegt tap síðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármálafyrirtæki Netglæpir Netöryggi Heiðrún Jónsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur. Slíkt getur þó verið afar varasamt og ætti að forðast. Það eru því miður mörg dæmi um að í slíkum tilfellum séu í reynd að svikarar að baki skilaboðunum sem hafa komist yfir Messenger aðgang einstaklinga. Svikararnir fara að senda skilaboð á grunlausa Facebook vini og ættingja viðkomandi í von um að komast yfir fjárhags- eða persónuupplýsingar á borð við kortanúmer eða aðgang að rafrænum skilríkjum og heimabanka. „Hæ, hvað er símanúmerið þitt?“ Einnig er algengt að fólk fái upp úr þurru Messenger skilaboð frá Facebook vini sem biður um símanúmer móttakandans. Í kjölfarið hefjast samskipti sem hafa það að markmiði að ná upp úr þeim viðkvæmum fjárhagsupplýsingum eða lykilorðum. Tilraunum til svokallaðra Messenger svika, líkt og margra annarra gerða svika, hefur farið mjög fjölgandi á síðustu árum og eru dæmi um að svikahópum hafi tekist að svíkja talsverðar fjárhæðir frá einstaklingum sem töldu sig vera í samskiptum við einstakling sem það þekkir vel. Við vitum aldrei hver sér skilaboðin okkar Því er mikilvægt að hafa þá reglu að deila aldrei viðkvæmum fjárhagsupplýsingum, lykilorðum eða aðgangsorðum í stafrænum samskiptum, hvort sem það er við vini, kunningja, vinnufélaga eða okkar allra nánustu fjölskyldu. Í netheimum getum við aldrei verið fyllilega viss um hver sé að lesa skilaboðin okkar eða eigi eftir að lesa þau síðar. Taktu þér tíma og vertu viss Áður en þið deilið viðkvæmum fjárhags- eða persónuupplýsingum er mikilvægt að ganga úr skugga um að ekkert sé óvenjulegt í samskiptunum, hvort sem það snýr að vinnu eða einkalífi og spyrja sig gagnrýnna spurninga á borð við: Átti ég von á skilaboðum frá viðkomandi einstaklingi eða fyrirtæki eftir þessari leið á þessum tímapunkti, t.d. þegar um er að ræða óvæntan tölvupóst, SMS eða Messenger skilaboð? Best er að forðast að opna alla hlekki í slíkum samskiptum. Er viðkomandi að biðja um eitthvað óvenjulegt á borð við að leggja inn á nýjan reikning eða biðja mig um að setja aftur inn kortaupplýsingar eða lykilorð? Allt slíkt kann að vera hættumerki. Er netfang, símanúmer, netslóðin eða greiðsluupplýsingarnar örugglega eins og þær eiga að vera? Er ég örugglega á réttri heimasíðu en ekki svikasíðu? Eru einhverjar vísbendingar á borð við óvenjulega stafsetningu eða slóðin ekki eins og hún á að vera t.d. .com þegar hún ætti að vera .is? Til að vera viss getur verið skynsamlegt að byrja á að fara á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis eftir öðrum leiðum. Ef um tilboð í netsölu er að ræða getur verið gott að spyrja sig, er tilboðið of gott til að vera satt? Þá er líklegt að svo sé. Erum einhverjar færslur í korta- eða reikningsyfirlitinu sem ég kannast ekki við? Gott er að fara reglulega yfir yfirlit í heimabankanum til að vera viss um að þar leynist ekki óeðlilegar færslur. Heilbrigð tortryggni getur margborgað sig Segja má að aldrei sé of varlega farið. Vakni minnsti vafi geta háar fjárhæðir sparast með því að hringja í viðkomandi einstakling, fyrirtæki eða stofnun til að vera viss um að allt sé eins og það á að vera áður en teknar eru ákvörðun um greiðslu fjármuna, að slá inn kortaupplýsingar eða lykilorð. Gruni þig að þú hafir orðið fyrir svikum er mikilvægt að bregðast strax við til að lágmarka tjón með því að hafa samband við banka eða kortafyrirtækið þitt, láta loka kortum og breyta lykilorðum eins og við á. Einstaklingar geta byrjað á að frysta eigin kort í heimabanka eða bankaappi. Auk þess er hægt að sjá yfirlit yfir allar aðgerðir tengdar rafrænum skilríkjum þínum á heimasíðu Auðkennis sem og að afturkalla rafræn skilríki sé ástæða til. Heilsteypt og heiðarleg tortryggni auk gagnrýnnar hugsunar í þessum málum getur komið í veg fyrir svekkelsi og fjárhagslegt tap síðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar