Betra en ekki að viðurkenna mistökin Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. júní 2024 07:01 Oft eru fyrstu viðbrögðin okkar að viðurkenna ekki á okkur mistök, þegar við þó gerum þau. Það geta svo sem verið eðlileg viðbrögð, enda gerum við okkur oftast ekki grein fyrir því þegar við erum að gera eitthvað rangt. Að biðjast afsökunar og viðurkenna mistökin okkar, er samt betri leið en að gera það ekki. Vísir/Getty Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. Eða að við vinnum í þannig umhverfi að þar ríkir ákveðin óttastjórnun. Þar sem allt keppikefli gengur út á að benda á sökudólga, hverjum er mest um að kenna. Baktal fylgir. Í þess lags aðstæðum þora fæstir að segja neitt. Enn eitt dæmið er að við einfaldlega gerum mistök vegna þess að við vitum ekki betur. Teljum okkur vera að gera rétt, en erum fyrir einhverja hluta sakir ekki upplýst um að við séum ekki að gera rétt. Fyrir vikið gerum við mistök, jafnvel ítrekað, en höfum ekki grænan grun um að við séum að því. Málið er, að jafn leiðinlegt og það er að játa á sig mistök, er það betri leið en að gera það ekki. Í stað þess að fara í vörn, sem þó getur oft gerst ósjálfrátt hjá okkur því við erum svo mannleg, er ágætt að temja sér það sem hegðun að játa frekar á okkur mistök og halda síðan áfram. Vittu til: Þessari aðferð fylgir meira að segja betri líðan heldur sú tilfinning sem fylgir því að viðurkenna ekki mistökin sín. Svo ekki sé talað um að oftast næst að vinna mun hraðar úr málum þegar mistök eru viðurkennd í samanburði við það þegar þau eru ekki viðurkennd. Því rökræðurnar og alls kyns mál sem fylgja í kjölfar þess að deila um hvort mistök hafi verið gerð eða hver gerði hvað, geta oft tekið óralangan tíma. Jafnvel marga daga. Þannig að spurt er: Hvernig getum við æft okkur í því að viðurkenna á okkur mistök þegar við gerum mistök, þó þannig að ekki sé að okkur vegið eða við að gera lítið úr okkur á nokkurn hátt. Jú, hér eru nokkur góð ráð. Að skilja hvers vegna það er betra Fyrst er að skilja til fulls, hvers vegna það er betra fyrir okkur sjálf að viðurkenna mistök frekar en að gera það ekki. Í stuttu máli er skýringin sú að með því að biðjast afsökunar á mistökum eða viðurkenna þau, erum við að sýna ábyrgð. Og um leið að við erum traustsins verð sem starfsmaður. Stundum eru málin nokkuð einföld. Til dæmis ef við mætum of seint til vinnu, getum við sagt: Afsakið hvað ég er sein/n og málið er dautt. Hins vegar virkar þetta ekki, ef við mætum of seint dag eftir dag. Að sýna ábyrgð snýst því ekki aðeins um að játa á okkur mistökin þegar þau gerast. Heldur líka að sýna þá ábyrgð að við reynum að forðast að endurtaka sömu mistökin. Þannig sýnum við líka að við erum traustsins verð. Stundum bitna mistök á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Eitthvað sem við gerum, eða gerum ekki, verður til þess að einhverjum öðrum líður eða gengur ekki eins vel og annars væri. Að viðurkenna þessi mistök er því líka leið til að sýna þeim aðila, að okkur er ekki sama. Loks má nefna að það að biðjast afsökunar er eitt það besta sem við getum gert til að viðhalda, efla eða byggja upp jákvæð og hreinskiptin samskipti. Sem er okkur öllum til framdráttar og ekki síst innan teyma á vinnustað. Að biðjast afsökunar og sýna í verki að okkur er ekki sama, að við viljum gera betur og að við erum traustsins verð, eru allt lykilatriði í að byggja upp góð samskipti. Að skilja hvers vegna það er vont að viðurkenna ekki En þá er líka að skilja hvers vegna það getur verið svo slæmt, að biðjast ekki afsökunar og viðurkenna mistök þegar við þó gerum það. Því jú, allir gera stundum mistök. Í fyrsta lagi hefur það neikvæð áhrif á okkur sjálf og aðra sem hlut eiga í máli. Traust dvínar eða hverfur. Samskipti verða verri. Jafnvel pirringur og leiðindi. Starfsframalega er það ekki okkur til framdráttar að þykjast ekki hafa gert mistök. Stundum er til dæmis sagt um fólk „já hann/hún þykist aldrei gera mistök.“ Við skulum því ekki vanmeta hvernig umsagnir sem þessar, vinda upp á sig og verða hluti af okkar orðspori, ef við erum gjörn að viðurkenna ekki á okkur eigin mistök. Það sem mælt er með að við gerum er að: 1. Biðjast afsökunar sem fyrst eftir að mistökin uppgötvast Vanda okkur í því hvernig við biðjumst afsökunar, eftir því hvað við á hverju sinni. Það getur til dæmis bitnað á öðru fólki ef við mætum of seint til vinnu og þá er gott að biðjast afsökunar þannig að samstarfsfólkið okkar viti að okkur þykir leiðinlegt að hafa mætt of seint, að eitthvað hafi komið upp á og að auðvitað ætlum við okkur ekki að endurtaka þetta. Stundum kallar afsökunarbeiðni á einhverja formlegri leið. Til dæmis að senda tölvupóst. Eða að taka samtalið um mistökin. Hver svo sem leiðin er, er ágætt að vanda okkur við afsökunarbeiðnina. Viðurkenna á okkur það sem misfórst, skýra út ef þess þarf en sýna vilja í verki um að við viljum bæta okkur, mistökin verða ekki endurtekin eða eru mistök sem við ætlum okkur að læra af. 2. Kurteisi, ekki uppnám Mikilvægt er þegar við biðjumst velvirðingar á einhverju að við séum kurteis, einlæg og ekki í uppnámi. Það til dæmis virkar ekki að biðjast afsökunar á einhverju, en vera í uppnámi og skamma aðra í leiðinni. Betra er að taka samtalið um það sem miður fór, þegar aðstæður eru réttar og þegar við erum ekki í uppnámi. Að vera í vörn er þó tilfinning sem getur fylgt okkur en það er mannlegt og ekkert síður mikilvægt fyrir okkur að viðurkenna fyrir okkur sjálfum, að það að hafa gert mistökin snerti taugarnar. Já, stundum verðum við eðlilega einfaldlega miður okkar. Annað sem er mikilvægt í þessu, er að virða líðan og skoðanir annarra sem hlut eiga í máli. Á vinnustað geta mistök til dæmis kallað til viðbragða sem eru ólík hjá samstarfsfólki. Þótt við séum ekki alltaf sammála, er gott að hafa í huga að halda fókusnum á okkur sjálfum: Vera einlæg og kurteis í tali, en virða skoðanir annarra. 3. Skuldbindingar og lausnir Loks er það að skýra það út í leiðinni hvernig við ætlum að fyrirbyggja að mistökin verði endurtekin. Stundum er þetta einfalt. Setningar eins og „já ég skal passa mig á því framvegis að muna þetta…“ Stundum þurfum við þó að skýra út eða rýna í málin þannig að það að fyrirbyggja að mistökin verði endurtekin, kallar á einhverjar viðameiri breytingar til dæmis í vinnuferlinu okkar, hegðun eða öðru. Ef svo er, skiptir máli að í kjölfar afsökunarbeiðninnar, séum við skýr gagnvart vinnufélögum og öðrum, hvernig við ætlum að leysa úr málum. Fleiri góð ráð má lesa hér. Góðu ráðin Tengdar fréttir Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eða að við vinnum í þannig umhverfi að þar ríkir ákveðin óttastjórnun. Þar sem allt keppikefli gengur út á að benda á sökudólga, hverjum er mest um að kenna. Baktal fylgir. Í þess lags aðstæðum þora fæstir að segja neitt. Enn eitt dæmið er að við einfaldlega gerum mistök vegna þess að við vitum ekki betur. Teljum okkur vera að gera rétt, en erum fyrir einhverja hluta sakir ekki upplýst um að við séum ekki að gera rétt. Fyrir vikið gerum við mistök, jafnvel ítrekað, en höfum ekki grænan grun um að við séum að því. Málið er, að jafn leiðinlegt og það er að játa á sig mistök, er það betri leið en að gera það ekki. Í stað þess að fara í vörn, sem þó getur oft gerst ósjálfrátt hjá okkur því við erum svo mannleg, er ágætt að temja sér það sem hegðun að játa frekar á okkur mistök og halda síðan áfram. Vittu til: Þessari aðferð fylgir meira að segja betri líðan heldur sú tilfinning sem fylgir því að viðurkenna ekki mistökin sín. Svo ekki sé talað um að oftast næst að vinna mun hraðar úr málum þegar mistök eru viðurkennd í samanburði við það þegar þau eru ekki viðurkennd. Því rökræðurnar og alls kyns mál sem fylgja í kjölfar þess að deila um hvort mistök hafi verið gerð eða hver gerði hvað, geta oft tekið óralangan tíma. Jafnvel marga daga. Þannig að spurt er: Hvernig getum við æft okkur í því að viðurkenna á okkur mistök þegar við gerum mistök, þó þannig að ekki sé að okkur vegið eða við að gera lítið úr okkur á nokkurn hátt. Jú, hér eru nokkur góð ráð. Að skilja hvers vegna það er betra Fyrst er að skilja til fulls, hvers vegna það er betra fyrir okkur sjálf að viðurkenna mistök frekar en að gera það ekki. Í stuttu máli er skýringin sú að með því að biðjast afsökunar á mistökum eða viðurkenna þau, erum við að sýna ábyrgð. Og um leið að við erum traustsins verð sem starfsmaður. Stundum eru málin nokkuð einföld. Til dæmis ef við mætum of seint til vinnu, getum við sagt: Afsakið hvað ég er sein/n og málið er dautt. Hins vegar virkar þetta ekki, ef við mætum of seint dag eftir dag. Að sýna ábyrgð snýst því ekki aðeins um að játa á okkur mistökin þegar þau gerast. Heldur líka að sýna þá ábyrgð að við reynum að forðast að endurtaka sömu mistökin. Þannig sýnum við líka að við erum traustsins verð. Stundum bitna mistök á einhverjum öðrum en okkur sjálfum. Eitthvað sem við gerum, eða gerum ekki, verður til þess að einhverjum öðrum líður eða gengur ekki eins vel og annars væri. Að viðurkenna þessi mistök er því líka leið til að sýna þeim aðila, að okkur er ekki sama. Loks má nefna að það að biðjast afsökunar er eitt það besta sem við getum gert til að viðhalda, efla eða byggja upp jákvæð og hreinskiptin samskipti. Sem er okkur öllum til framdráttar og ekki síst innan teyma á vinnustað. Að biðjast afsökunar og sýna í verki að okkur er ekki sama, að við viljum gera betur og að við erum traustsins verð, eru allt lykilatriði í að byggja upp góð samskipti. Að skilja hvers vegna það er vont að viðurkenna ekki En þá er líka að skilja hvers vegna það getur verið svo slæmt, að biðjast ekki afsökunar og viðurkenna mistök þegar við þó gerum það. Því jú, allir gera stundum mistök. Í fyrsta lagi hefur það neikvæð áhrif á okkur sjálf og aðra sem hlut eiga í máli. Traust dvínar eða hverfur. Samskipti verða verri. Jafnvel pirringur og leiðindi. Starfsframalega er það ekki okkur til framdráttar að þykjast ekki hafa gert mistök. Stundum er til dæmis sagt um fólk „já hann/hún þykist aldrei gera mistök.“ Við skulum því ekki vanmeta hvernig umsagnir sem þessar, vinda upp á sig og verða hluti af okkar orðspori, ef við erum gjörn að viðurkenna ekki á okkur eigin mistök. Það sem mælt er með að við gerum er að: 1. Biðjast afsökunar sem fyrst eftir að mistökin uppgötvast Vanda okkur í því hvernig við biðjumst afsökunar, eftir því hvað við á hverju sinni. Það getur til dæmis bitnað á öðru fólki ef við mætum of seint til vinnu og þá er gott að biðjast afsökunar þannig að samstarfsfólkið okkar viti að okkur þykir leiðinlegt að hafa mætt of seint, að eitthvað hafi komið upp á og að auðvitað ætlum við okkur ekki að endurtaka þetta. Stundum kallar afsökunarbeiðni á einhverja formlegri leið. Til dæmis að senda tölvupóst. Eða að taka samtalið um mistökin. Hver svo sem leiðin er, er ágætt að vanda okkur við afsökunarbeiðnina. Viðurkenna á okkur það sem misfórst, skýra út ef þess þarf en sýna vilja í verki um að við viljum bæta okkur, mistökin verða ekki endurtekin eða eru mistök sem við ætlum okkur að læra af. 2. Kurteisi, ekki uppnám Mikilvægt er þegar við biðjumst velvirðingar á einhverju að við séum kurteis, einlæg og ekki í uppnámi. Það til dæmis virkar ekki að biðjast afsökunar á einhverju, en vera í uppnámi og skamma aðra í leiðinni. Betra er að taka samtalið um það sem miður fór, þegar aðstæður eru réttar og þegar við erum ekki í uppnámi. Að vera í vörn er þó tilfinning sem getur fylgt okkur en það er mannlegt og ekkert síður mikilvægt fyrir okkur að viðurkenna fyrir okkur sjálfum, að það að hafa gert mistökin snerti taugarnar. Já, stundum verðum við eðlilega einfaldlega miður okkar. Annað sem er mikilvægt í þessu, er að virða líðan og skoðanir annarra sem hlut eiga í máli. Á vinnustað geta mistök til dæmis kallað til viðbragða sem eru ólík hjá samstarfsfólki. Þótt við séum ekki alltaf sammála, er gott að hafa í huga að halda fókusnum á okkur sjálfum: Vera einlæg og kurteis í tali, en virða skoðanir annarra. 3. Skuldbindingar og lausnir Loks er það að skýra það út í leiðinni hvernig við ætlum að fyrirbyggja að mistökin verði endurtekin. Stundum er þetta einfalt. Setningar eins og „já ég skal passa mig á því framvegis að muna þetta…“ Stundum þurfum við þó að skýra út eða rýna í málin þannig að það að fyrirbyggja að mistökin verði endurtekin, kallar á einhverjar viðameiri breytingar til dæmis í vinnuferlinu okkar, hegðun eða öðru. Ef svo er, skiptir máli að í kjölfar afsökunarbeiðninnar, séum við skýr gagnvart vinnufélögum og öðrum, hvernig við ætlum að leysa úr málum. Fleiri góð ráð má lesa hér.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01
Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01
Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01
Að sækja um starf eftir uppsögn Það er eðlileg líðan að fara í smá vörn eftir að hafa verið sagt upp í starfi. Því auðvitað gerir ekkert okkar ráð fyrir að starfslokum beri þannig að. 11. júní 2024 07:00
Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01