Húsnæðisátak Reykjavíkur á fullu skriði Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 26. júní 2024 19:31 Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Húsnæðisátak Reykjavíkur sem við hófum snemma í vor gengur vel. Stöðuna kynntum við borgarstjóri á blaðamannafundi fyrr í dag í félagsmiðstöðinni Borgum í Grafarvogi eftir kynningu í umhverfis- og skipulagsráði í morgun. 500 nýjar íbúðir á litlum lóðum í Grafarvogi eru í undirbúningi og við hyggjumst rýna álíka tækifæri í öðrum hverfum í kjölfarið. Lagt var af stað með hugmyndir um 1000 íbúðir í Grafarvogi en búið er að falla frá þeim umdeildu og eftir standa þessar 500 sem talið er að muni þjóna hverfinu vel og mæta um leið brýnni húsnæðisþörf. Aðferðarfræðin sem við beitum snýst um að nýta innviði sem allra best og mæta húsnæðisskorti á sjálfbæran hátt á forsendum hverfanna og á forsendum jákvæðrar borgarþróunar. Við ætlum að fjölga íbúðum á litlum og krúttlegum reitum innan hverfa sem styður við þá þjónustukjarna sem fyrir eru og verslun og þjónustu sem hefur sumsstaðar átt erfitt uppdráttar. Það styrkir blómlega nærþjónustu sem einfaldar íbúum lífið. Þetta gerir minni verktökum kleift að fara af stað með lítil uppbyggingarverkefni sem er til þess fallið að stuðla að því að rjúfa kyrrstöðuna og frostið á húsnæðismarkaði. Lögð er rík áhersla á að öll hönnun nýju uppbyggingarinnar verði í takt við ásýnd hverfanna eins og auðmjúkir og kurteisir gestir sem setjast í lausu sætin við kvöldverðarborðið. Á sama tíma hyggjumst við nýta ferðina vel og skapa auk uppbyggingarinnar aukin lífsgæði í hverfunum, taka vel utan um og faðma að okkur almannarýmin og grænu svæðin og bæta þau í leiðinni. Þetta er góð borgarþróun upp á sitt besta og þetta er svar við þeirri brýnu húsnæðiskrísu sem við stöndum frammi fyrir. Fyrir borgarbúa, á forsendum borgarbúa. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar