Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 15:08 Jón Davíð Davíðsson og Sindri Snær Jensson stofnendur Húrra Reykjavík. Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að gestir flugvallarins geti í versluninni keypt fatnað og strigaskó frá þekktum og vinsælum vörumerkjum á borð við Arc‘teryx, Salomon, OpéraSPORT, Sporty & Rich, Norse Projects, Carhartt WIP, Stone Island og Birkenstock. „Okkar markmið er að bjóða flugvallargestum upp á framúrskarandi vöruúrval frá heimsþekktum vörumerkjum, sem og ungum og spennandi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en við höfum sérvalið flottan fatnað og skó frá vinsælustu vörumerkjunum okkar. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að bjóða upp á íslensk vörumerki á flugvellinum,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra. „Það er mikið gleðiefni fyrir okkur, í tilefni af 10 ára afmæli Húrra, að opna verslun á fjölfarnasta stað landsins. Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og hlökkum til að aðstoða gesti við að finna réttu flíkina fyrir ferðalagið.“ Sérstök flugvallarlína í boði Þrátt fyrir að verslunin verði eins konar þverskurður af verslunum Húrra í Reykjavík verða einnig vörur til sölu sem eingöngu verða til sölu á flugvellinum. Sérstök flugvallarlína frá Reykjavík Roses verður í boði, ásamt nýja íslenska vörumerkinu, Arason, sem nýlega opnaði verslun á Skólavörðustíg. Þar að auki verður hægt að versla vörur frá íslenska golfmerkinu Brutta Golf og handgerða skartgripi frá Studio Hekla Nina. „Við erum gífurlega ánægð með að þessi skemmtilega og flotta verslun bætist í hóp verslana á flugvellinum. Þetta mun án efa gera KEF að enn áhugaverðari viðkomustað fyrir gesti sem vilja gera góð kaup og næla sér í flottan tískufatnað,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Hönnun verslunarinnar er í höndum HAF Studio og einblínt var á stílhreina og nútímalega hönnun, fallega lýsingu og að skapa afslappaða og hlýlega stemningu þar sem gestir geta notið sín. Sérvalin tónlist mun þar að auki skapa skemmtilega stemningu fyrir gesti á leið í fríið, að því er segir í tilkynningunni. Keflavíkurflugvöllur Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þar kemur fram að gestir flugvallarins geti í versluninni keypt fatnað og strigaskó frá þekktum og vinsælum vörumerkjum á borð við Arc‘teryx, Salomon, OpéraSPORT, Sporty & Rich, Norse Projects, Carhartt WIP, Stone Island og Birkenstock. „Okkar markmið er að bjóða flugvallargestum upp á framúrskarandi vöruúrval frá heimsþekktum vörumerkjum, sem og ungum og spennandi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en við höfum sérvalið flottan fatnað og skó frá vinsælustu vörumerkjunum okkar. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að bjóða upp á íslensk vörumerki á flugvellinum,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra. „Það er mikið gleðiefni fyrir okkur, í tilefni af 10 ára afmæli Húrra, að opna verslun á fjölfarnasta stað landsins. Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og hlökkum til að aðstoða gesti við að finna réttu flíkina fyrir ferðalagið.“ Sérstök flugvallarlína í boði Þrátt fyrir að verslunin verði eins konar þverskurður af verslunum Húrra í Reykjavík verða einnig vörur til sölu sem eingöngu verða til sölu á flugvellinum. Sérstök flugvallarlína frá Reykjavík Roses verður í boði, ásamt nýja íslenska vörumerkinu, Arason, sem nýlega opnaði verslun á Skólavörðustíg. Þar að auki verður hægt að versla vörur frá íslenska golfmerkinu Brutta Golf og handgerða skartgripi frá Studio Hekla Nina. „Við erum gífurlega ánægð með að þessi skemmtilega og flotta verslun bætist í hóp verslana á flugvellinum. Þetta mun án efa gera KEF að enn áhugaverðari viðkomustað fyrir gesti sem vilja gera góð kaup og næla sér í flottan tískufatnað,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Hönnun verslunarinnar er í höndum HAF Studio og einblínt var á stílhreina og nútímalega hönnun, fallega lýsingu og að skapa afslappaða og hlýlega stemningu þar sem gestir geta notið sín. Sérvalin tónlist mun þar að auki skapa skemmtilega stemningu fyrir gesti á leið í fríið, að því er segir í tilkynningunni.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira