Þegar rusl verður dýrmæt auðlind Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. júní 2024 07:01 Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif. Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem komið var á fót í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa á árinu 2020 og skapaði grundvöll fyrir þessari mikilvægu breytingu. Með flokkun og hirðu á matarleifum og vinnslu þeirra í GAJU er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og svo styður þetta við nýtingu þeirra næringarefna sem felast í matarleifunum okkar. Þetta er hringrásarhagkerfið að störfum. Gert er ráð fyrir að um 24.000 tonn af matarleifum fari gegnum GAJU árið 2024. Þetta mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði en það samsvarar losun um 10.000 fólksbíla. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 2024, var urðunin 89% minni en fyrsta ársfjórðung 2023. Þegar kemur að flokkun og hirðu við heimili í Reykjavík í samanburði fyrstu fjögurra mánaða á árunum 2022 og 2024 er 187% aukning á flokkun á plasti, 32% aukning á flokkun á pappír og 4761% aukning á flokkun matarleifa. Blandaður úrgangur hefur þá dregist saman um 37%. Áður var plasti safnað við 40% heimila og pappír við 70% heimila svo þessi mikla aukning á söfnun plasts er þannig ekki bara tilkomið vegna breyttrar sorphirðu heldur er fólk einfaldlega duglegra að flokka plast í dag og ber að þakka fyrir það. Við erum komin allan hringinn. Á sumardaginn fyrsta var fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu í GAJU fagnað þar sem boðið var upp á ókeypis moltu og í opið hús. Sveitarfélögin og Sorpa þökkuðu með þessu fyrir góðan árangur við flokkun á matarleifum og buðu íbúum moltu endurgjaldslaust á völdum stöðum í maí og júní. Molta verður áfram í boði endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum. Sorphirðan í Reykjavík siglir nú nokkuð lygnan sjó og tafir hafa ekki orðið í hálft ár. Tafir urðu síðast á hirðu um áramótin vegna verulegra bilana á hirðubílum og erfiðrar færðar í kjölfar mikillar neyslu um hátíðirnar. Við erum búin að bæta tækjakost síðan og erum farin að slípast til í nýju kerfi. Það er áskorun að gera stórar breytingar. Það getur meira að segja verið bras og vesen eins og við þekkjum af reynslunni af byggingu GAJU og svo breytingu á sorphirðunni. En gleymum ekki stóru myndinni og hvert við þurfum að stefna og hvert við erum að stefna í þágu umhverfisins. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sorphirða Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt og samræmt flokkunarkerfi innan sorphirðu var innleitt á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2023 og var um risastóra breytingu að ræða. Sérsöfnun lífræns úrgangs og söfnun á plasti og pappír við hvert heimili hefur haft áhrif á hegðun okkar inni á heimilunum og hefur haft gríðarlega jákvæð umhverfisáhrif. Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA sem komið var á fót í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa á árinu 2020 og skapaði grundvöll fyrir þessari mikilvægu breytingu. Með flokkun og hirðu á matarleifum og vinnslu þeirra í GAJU er dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og svo styður þetta við nýtingu þeirra næringarefna sem felast í matarleifunum okkar. Þetta er hringrásarhagkerfið að störfum. Gert er ráð fyrir að um 24.000 tonn af matarleifum fari gegnum GAJU árið 2024. Þetta mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 19.200 tonnum af koldíoxíði en það samsvarar losun um 10.000 fólksbíla. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 2024, var urðunin 89% minni en fyrsta ársfjórðung 2023. Þegar kemur að flokkun og hirðu við heimili í Reykjavík í samanburði fyrstu fjögurra mánaða á árunum 2022 og 2024 er 187% aukning á flokkun á plasti, 32% aukning á flokkun á pappír og 4761% aukning á flokkun matarleifa. Blandaður úrgangur hefur þá dregist saman um 37%. Áður var plasti safnað við 40% heimila og pappír við 70% heimila svo þessi mikla aukning á söfnun plasts er þannig ekki bara tilkomið vegna breyttrar sorphirðu heldur er fólk einfaldlega duglegra að flokka plast í dag og ber að þakka fyrir það. Við erum komin allan hringinn. Á sumardaginn fyrsta var fyrstu uppskerunni af næringarríkri moltu í GAJU fagnað þar sem boðið var upp á ókeypis moltu og í opið hús. Sveitarfélögin og Sorpa þökkuðu með þessu fyrir góðan árangur við flokkun á matarleifum og buðu íbúum moltu endurgjaldslaust á völdum stöðum í maí og júní. Molta verður áfram í boði endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum. Sorphirðan í Reykjavík siglir nú nokkuð lygnan sjó og tafir hafa ekki orðið í hálft ár. Tafir urðu síðast á hirðu um áramótin vegna verulegra bilana á hirðubílum og erfiðrar færðar í kjölfar mikillar neyslu um hátíðirnar. Við erum búin að bæta tækjakost síðan og erum farin að slípast til í nýju kerfi. Það er áskorun að gera stórar breytingar. Það getur meira að segja verið bras og vesen eins og við þekkjum af reynslunni af byggingu GAJU og svo breytingu á sorphirðunni. En gleymum ekki stóru myndinni og hvert við þurfum að stefna og hvert við erum að stefna í þágu umhverfisins. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun