Hefur óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum í barnasamfellur Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. júní 2024 10:00 Snorri Másson, ritstjóri eigin miðils, nýtir tímann fyrir fyrsta kaffibolla dagsins í að strauja. Sem hann hefur óeðlilega mikla þörf fyrir og viðurkennir að eiginkonan segir vera áráttu. Snorri segir hana þó varla geta kvartað, enda straui hann allt frá skyrtum og stuttermabolum yfir í barnasamfellur. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, ritstjóri eigin fjölmiðils, segist hafa óeðlilega þörf fyrir því að strauja allt. Snorri nýtir tímann á morgnana til að strauja, enda sannfærðist hann um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu helst að líða frá því að fólk vaknar og þar til það drekkur fyrsta kaffibollann sinn. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Um sjöleytið yfirleitt, þegar konan mín fer í ræktina og ég freista þess að setjast aðeins niður og átta mig á deginum áður en börnin vakna. Þegar þau vakna, sem er mjög fljótlega, reyni ég að næra þau og að öðru leyti halda öllu í skorðum þangað til konan kemur heim.” Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn ekki á kaffi ólíkt öðrum enda sannfærðist ég einhvern tíma um að maður ætti að láta níutíu mínútur líða frá því að maður vaknar og þar til maður fær sér fyrsta bollann. Þetta krefst stillingar en kaffið virkar betur á mann svona, ég mæli með að prófa þetta. Ég læt tímann fram að fyrsta bolla oft líða með að að strauja skyrtu dagsins eða önnur föt. Frá því að ég fór í skiptinám til Spánar sem ungur maður hef ég haft óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum og stuttermabolum niður í barnasamfellur. Konan mín lýsir þessu sem áráttu en hún getur varla kvartað enda nýtur hún góðs af.” Hefur þú hugleitt að opna kaffihús? „Nei, ég myndi eftirláta konunni að gera það, eins og fram hefur komið. Og eiginlega ekki einu sinni henni, enda tel ég viðskiptatækifærin ekki beint augljós í harðri samkeppni á veitingamarkaði.“ Snorri sannfærðist um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu að líða frá því að hann vaknar og þar til hann fær sér fyrsta kaffibollann, sem hann segir kalla á stillu og því nýtist strau-þörfin vel. Í verkefnum vikunnar er hann nokkuð skipulagður og daglega reynir hann að lesa bók í klukkutíma, helst íslenska, sem hann segir góða leið til að hlífa sér við sálrænum skaða internetsins. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er vakinn og sofinn yfir mínu margmiðlunarfyrirtæki Ritstjóri ehf. og svo er ég í seinni tíð einnig nokkuð upptekinn við fundarstjórn og álitsgjöf í öðrum fjölmiðlum en mínum eigin. Að auki er ég reyndar í óformlegum viðræðum um eitt afar spennandi verkefni sem er þó ótímabært að gera frekari grein fyrir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Fyrri hluti vikunnar fer jafnan í greinaskrif af hefðbundnari toga en eftir því sem líður á vikuna er ég farinn að vinna að vikulegum hlaðvarpsþáttum, fréttum vikunnar og Skoðanabræðrum. Föstudaga nota ég oft í að skreppa í viðtöl eða spjall annars staðar enda hef ég þá skilað flestu af mér fyrir þá viku. Á hverjum degi reyni ég að helga að minnsta kosti klukkustund lestri góðrar bókar, helst íslenskrar og helst að hún sé skrifuð fyrir miðja síðustu öld. Ég hef mikla ánægju af framandi orðalagi frá fyrri tíð sem er þó enn nothæft. Um leið er kostur að hlífa sér um stundarsakir við sálræna skaðanum sem stanslaus viðvera á internetin hefur í för með sér.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það veltur á ýmsu og einkum því hvenær yngri heimilismenn ákveða að lognast út af, en í ákjósanlegu ástandi hefjast tilraunir mínar til að fara upp í rúm um tíuleytið. Síðan þróast málin þannig að það tekst ekki fyrr en um ellefu eða á miðnætti, sem er verra því að fljótlega er maður aftur vaknaður til að glíma við andsetið en auðvitað voða sætt pelabarn, Má litla.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00 Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 „Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið“ Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF finnst gaman að elda og elskar ítalska eldhúsið og að vinna með villibráð sem hann veiðir sjálfur. Pétur segir börnin sín betur kunna að meta matseldina hans nú en þegar þau voru yngri. 11. maí 2024 10:00 Krökkunum finnst hálf hallærislegt að mamman kunni Friends þættina utan að Berglind Óskarsdóttir, fata- og fylgihlutahönnuður hefur verið búsett ásamt þremur börnum sínum í Mílanó á Ítalíu síðastliðin átta ár. Best finnst henni að drekka morgunbollann úti í garði, hlustandi á fuglana synga, lesa fréttir og skrolla á Instagram. 4. maí 2024 10:02 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Um sjöleytið yfirleitt, þegar konan mín fer í ræktina og ég freista þess að setjast aðeins niður og átta mig á deginum áður en börnin vakna. Þegar þau vakna, sem er mjög fljótlega, reyni ég að næra þau og að öðru leyti halda öllu í skorðum þangað til konan kemur heim.” Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn ekki á kaffi ólíkt öðrum enda sannfærðist ég einhvern tíma um að maður ætti að láta níutíu mínútur líða frá því að maður vaknar og þar til maður fær sér fyrsta bollann. Þetta krefst stillingar en kaffið virkar betur á mann svona, ég mæli með að prófa þetta. Ég læt tímann fram að fyrsta bolla oft líða með að að strauja skyrtu dagsins eða önnur föt. Frá því að ég fór í skiptinám til Spánar sem ungur maður hef ég haft óeðlilega þörf fyrir að strauja allt frá skyrtum og stuttermabolum niður í barnasamfellur. Konan mín lýsir þessu sem áráttu en hún getur varla kvartað enda nýtur hún góðs af.” Hefur þú hugleitt að opna kaffihús? „Nei, ég myndi eftirláta konunni að gera það, eins og fram hefur komið. Og eiginlega ekki einu sinni henni, enda tel ég viðskiptatækifærin ekki beint augljós í harðri samkeppni á veitingamarkaði.“ Snorri sannfærðist um það eitt sinn að nítíu mínútur þyrftu að líða frá því að hann vaknar og þar til hann fær sér fyrsta kaffibollann, sem hann segir kalla á stillu og því nýtist strau-þörfin vel. Í verkefnum vikunnar er hann nokkuð skipulagður og daglega reynir hann að lesa bók í klukkutíma, helst íslenska, sem hann segir góða leið til að hlífa sér við sálrænum skaða internetsins. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er vakinn og sofinn yfir mínu margmiðlunarfyrirtæki Ritstjóri ehf. og svo er ég í seinni tíð einnig nokkuð upptekinn við fundarstjórn og álitsgjöf í öðrum fjölmiðlum en mínum eigin. Að auki er ég reyndar í óformlegum viðræðum um eitt afar spennandi verkefni sem er þó ótímabært að gera frekari grein fyrir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Fyrri hluti vikunnar fer jafnan í greinaskrif af hefðbundnari toga en eftir því sem líður á vikuna er ég farinn að vinna að vikulegum hlaðvarpsþáttum, fréttum vikunnar og Skoðanabræðrum. Föstudaga nota ég oft í að skreppa í viðtöl eða spjall annars staðar enda hef ég þá skilað flestu af mér fyrir þá viku. Á hverjum degi reyni ég að helga að minnsta kosti klukkustund lestri góðrar bókar, helst íslenskrar og helst að hún sé skrifuð fyrir miðja síðustu öld. Ég hef mikla ánægju af framandi orðalagi frá fyrri tíð sem er þó enn nothæft. Um leið er kostur að hlífa sér um stundarsakir við sálræna skaðanum sem stanslaus viðvera á internetin hefur í för með sér.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Það veltur á ýmsu og einkum því hvenær yngri heimilismenn ákveða að lognast út af, en í ákjósanlegu ástandi hefjast tilraunir mínar til að fara upp í rúm um tíuleytið. Síðan þróast málin þannig að það tekst ekki fyrr en um ellefu eða á miðnætti, sem er verra því að fljótlega er maður aftur vaknaður til að glíma við andsetið en auðvitað voða sætt pelabarn, Má litla.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00 Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01 „Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01 „Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið“ Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF finnst gaman að elda og elskar ítalska eldhúsið og að vinna með villibráð sem hann veiðir sjálfur. Pétur segir börnin sín betur kunna að meta matseldina hans nú en þegar þau voru yngri. 11. maí 2024 10:00 Krökkunum finnst hálf hallærislegt að mamman kunni Friends þættina utan að Berglind Óskarsdóttir, fata- og fylgihlutahönnuður hefur verið búsett ásamt þremur börnum sínum í Mílanó á Ítalíu síðastliðin átta ár. Best finnst henni að drekka morgunbollann úti í garði, hlustandi á fuglana synga, lesa fréttir og skrolla á Instagram. 4. maí 2024 10:02 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Katrín Olga, þetta er eingöngu hálftími af þínu lífi“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Elmu orkuviðskipta, mælir með því að allir vinahópar eigi sér sitt lag til að koma sér í gírinn. Í hennar vinkvennahópi er lagið Fernando tekið á góðum stundum og er Katrín ekki frá því að hópurinn hljómi jafnvel betur en sjálf Cher. 1. júní 2024 10:00
Vopnfirska kjötsúpan stoltið hjá efnahagsráðgjafa ríkistjórnarinnar B maðurinn Konráð S. Guðjónsson, efnahagsráðgjafi ríkistjórnarinnar, viðurkennir að hann muni seint teljast meistarakokkur. Stoltið í eldhúsinu er samt vopnfirska kjötsúpan sem er innblásin af Jóa stjúpföður hans. 25. maí 2024 10:01
„Svo hefst kapphlaupið í það hver er fyrstur að ná sturtunni!“ Dr.Erla Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns segir alvarlega andlitsblindu sína oft geta uppskorið mikil hlátursköst og oftar en ekki kemur hún Erlu í alvarleg vandræði. Daginn byrjar Erla með því að knúsa eiginmanninn. 18. maí 2024 10:01
„Í dag fæ ég næstum því bara hrós við matarborðið“ Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri hjá Katla Travel og formaður SAF finnst gaman að elda og elskar ítalska eldhúsið og að vinna með villibráð sem hann veiðir sjálfur. Pétur segir börnin sín betur kunna að meta matseldina hans nú en þegar þau voru yngri. 11. maí 2024 10:00
Krökkunum finnst hálf hallærislegt að mamman kunni Friends þættina utan að Berglind Óskarsdóttir, fata- og fylgihlutahönnuður hefur verið búsett ásamt þremur börnum sínum í Mílanó á Ítalíu síðastliðin átta ár. Best finnst henni að drekka morgunbollann úti í garði, hlustandi á fuglana synga, lesa fréttir og skrolla á Instagram. 4. maí 2024 10:02