Auðkenni þarf að passa upp á Eva Valdís Jóhönnudóttir skrifar 31. maí 2024 12:47 Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Netglæpir Netöryggi Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun