Skattheimtumenn ISAVIA Benedikt V Warén skrifar 30. maí 2024 15:00 Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir. Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura. Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig. Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri. Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs. Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar? Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli. Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin? Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður? Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Hins vegar er hægt að fara snöggt í skattheimtu vegna bílastæða. Það gerist eins og hendi sé veifað þó stór hluti bílastæðisins, við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, sé möl og undir vatni í bleytutíð. Vanalega eru framkvæmdir við flugvelli á fjárhagsáætlun Alþingis. En, - öfugt við hina tvo alþjóðaflugvelli Íslands, er allt í einu þörf á að fjármagna framkvæmdir við Alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum, - með betli. Þeir sem hafa einhverja glóru um skiptingu þess fjármagns, sem verður til á Íslandi, vita að Austfirðingafjórðungur leggur til mun meira fjármagn til ríkisreksturs en kemur til baka til Austurlands í verklegar framkvæmdir. Lítið aðlaðandi fyrir farþega með farangur. Malborið bílastæði með pollum í bleytutíð og án ljósastaura. Áætlanir ráðamanna Isavia voru að hefja skattlagningu, eingöngu vegna bílastæða á Alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum. Það hefur væntanlega verið gert til að Austfirðingar hefðu forgang á þá sérstöku upplifun að greiða skemmtanaskatt. Rúsínan í pylsuendanum var að upplifa skattinn við það eitt að skjótast út á flugvöll að ná í frakt. Það er ekki séns að Austfirðingar átti sig á því í hverju sú jákvæða upplifun á að vera fólgin, að láta féfletta sig. Eftir kröftug mótmæli heimafyrir, var dregið úr ýtrustu skattheimtu Isavia. Fallið var frá því að innheimta skattinn við að skjótast á flugvöllinn, vegna flutningsþjónustu Flugleiða og voru frímörk skattleysisins rýmkuð í fimm klukkustundir. Jafnframt var samþykkt að hefja ekki innheimtu skattsins fyrr en að hægt væri gera slíkt hið sama á Reykjavíkurflugvelli og Alþjóðaflugvellinum á Akureyri. Auk þess að Austfirðingar búi við skerta heilbrigðisþjónustu, þurfa þeir að taka á sig hagræðinguna, sem búið er að koma á í nafni hagkvæmni stærðarinnar og býr umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað við alvarlegt fjársvelti af þeim sökum. Stór hluti heilbrigðisþjónustunnar er þar með komin á þjóðvegakerfið og flugleiðir til borgarinnar. Það bitnar harkalega á þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Þar er vinnutap ekki inni í EXCEL-skjali heilbrigðisyfirvalda og fellur því af fullum þunga á sjúklinginn. Þá skiptir engu hvort tafir verði í flugi vegna áhafnaskorts, bilana eða veðurs. Svona skattlagning er grímulaus atlagan að fólki sem býr á Austurlandi. Það fólk er þátttakendur í sameiginlegum rekstri ríkisins með vinnuframlagi sínu. Eiga þeir skertan rétt þegar kemur að þjónustu ríkisins? Er umrædd skattheimta með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar? Nú skil ég loksins hvað Isavia á við með bættri ferðaupplifun. Innifalið í bílastæðagjaldinu er nefnilega veiðileyfi á leirgeddurnar í drullupollunum á bílastæðum á Egilsstaðaflugvelli. Verður Vegagerðin næsta ríkisfyrirtækið, sem kemur til með að nýta sér þessa sérstæðu skattaglufu? Gæti Vegagerðin farið að rukka inn veggjöld vegna Fjarðarheiðaganga til að vegfarendur fái þá sérstöku upplifun að borga fyrir aðgang að göngum en þurfa samt sem áður að fara yfir Fjarðaheiðina í blindbyl þar til búið er að fjármagna göngin? Hvort þarf fimm háskólagráður til að skilja svona fíflagang eða þrjá Bakkabræður? Meðfylgjandi myndir sýna hvað Isavia er að fara að rukka fyrir. Bílastæðin eru búin að vera óbreytt í 33 ár. Upplifunina geta lesendur getið sér til um. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í ellefta sæti M-listans í Múlaþingi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun