Heilt kjörtímabil án árangurs í loftslagsmálum Andrés Ingi Jónsson skrifar 28. maí 2024 15:54 Í dag stóð Umhverfisstofnun fyrir Loftslagsdeginum í Hörpu, viðburði sem er búinn að festa sig í sessi sem árlegt tilefni til að taka stöðuna og ræða staðreyndir í kringum loftslagsmálin. Fullur salur af sérfræðingum og áhugafólki þurfti þar, líkt og undanfarin ár, að hlusta á umhverfisráðherra lýsa stöðu sem engin kannast við nema þau sem eyða flestum dögum í grænþvottaherbergjum ríkisstjórnarinnar. Þegar tvö og hálft ár eru liðin frá því að núverandi ráðherra tók við embætti er orðið verulega vandræðalegt að hann hafi ekki enn haft kraft til að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Enn er spilað eftir handbók frá því fyrir fjórum árum, sem er löngu úrelt. Ráðherranum finnst það ekki stórmál, því eins og hann sagði í ávarpi á Loftslagsdeginum: „Við verðum ekki dæmd á því hvenær aðgerðaáætlunin kom fram, eða hvenær hún er uppfærð, við verðum dæmd á því hvernig gengur.“ Nú, og hvernig gengur þá ríkisstjórninni í loftslagsmálum? Árangur er ekki að nást Það hittist svo illa á fyrir umhverfisráðherra, að daginn fyrir Loftslagsdaginn birtust nýjustu tölur Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda. Þær eru ekki góður vitnisburður fyrir sjö ára valdatíð ríkisstjórnarinnar. Samfélagslosun stóð í stað á milli 2021 og 2022, eftir að hafa aukist árið á undan. Allt bendir síðan til að 2023 muni losun aftur aukast. Markmiðið á að vera að draga úr losun á hverju ári, ef ráðherrann skyldi hafa gleymt því. Ef yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt á að nást, þá er það farið að kalla á 8% samdrátt í losun á hverju einasta ári. Raunin er hins vegar að miðað við 2016, árið áður en ríkisstjórnin tók við, þá hefur samfélagslosun bara lækkað um 4% árið 2022. Allur tími ríkisstjórnarinnar hefur skilað helmingi af þeim árangri sem þarf að ná á hverju einasta ári. Ef við eigum að dæma ríkisstjórnina á því hvernig gengur, þá verður sá dómur ekki góður. Ríkisstjórnin stefnir í að klára heilt kjörtímabil án nokkurs mælanlegs árangurs í loftslagsmálum. Aðgerðir án áætlunar Fyrir áhugafólk um loftslagsmál hefur umræðan um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum verið vandræðaleg síðustu mánuði. Með réttu hefði þurft að uppfæra hana strax í byrjun kjörtímabils, bæði til að endurspegla að ríkisstjórnin hélt því fram við stjórnarmyndun 2021 að hún ætlaði að auka metnað í málaflokknum, en líka vegna þess að eldri aðgerðaáætlunin byggir á formlegum markmiðum gagnvart Evrópusambandinu sem voru úrelt heilu ári fyrr. Allan nýliðinn vetur hefur verið sagt að vinna við aðgerðaáætlun sé á lokametrunum. Dagsetningar hafa verið teknar frá til að kynna hana, ráðherra hefur sent þingnefndum minnisblöð þar sem sagt er hvenær hennar er að vænta. Ef ríkisstjórninni hefði verið einhver alvara með að ná árangri í loftslagsmálum hefði þessi vinna verið sett í algjöran forgang. En alltaf er hætt við og nýja áætlunin frestast. Þetta er farið að minna á tímabilið þegar Sálin hans Jóns míns virtist halda lokatónleika oft á ári – og meira að segja umhverfisráðherra sjálfum virðist farið að finnast þetta vandræðalegt. En hvað tefur? Umhverfisráðherra segir að hann sé að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, skellir skuldinni þannig á andvaraleysi forvera sinna. En þegar skoðað er hvað hann meinar, þá er hin mikla nýsköpun í stefnumótun sem hefur tafið áætlunargerðina von úr viti einfaldlega að haft hefur verið samráð við atvinnulífið. Þó það nú væri – og hvenær urðu það ný vinnubrögð hjá ráðherrum að eiga samráð við áætlanagerð? Miklu líklegra er að tafirnar stafi af forystuleysi umhverfisráðherra sjálfs. Sumar atvinnugreinar voru beðnar um að skila sínum hugmyndum inn í aðgerðaáætlun, án þess að því fylgdi skýrt yfirmarkmið ríkisstjórnarinnar til að máta allar aðgerðir upp við. Búist er við að Íslandi verði úthlutað markmiði um 40% samdrátt í samfélagslosun í gegnum samstarfið við Evrópusambandið, en í stjórnarsáttmála er gengið lengra og talað um 55% samdrátt í samfélagslosun fyrir 2030. Í svörum ráðherra á Loftslagsdeginum kom fram að þær aðgerðir í óbirtu áætluninni sem væri búið að meta væru að skila 35% samdrætti – sem er sama og í úreltri áætlun síðasta kjörtímabils – þannig að ráðherrann reynir ekki einu sinni að fylla út í eigin markmið. Fáum öll með, setjum kraft í samtalið Í undirbúningi óbirtu aðgerðaáætlunarinnar hefur verið unnið með ólíkum atvinnugeirum að fyrirmynd ýmissa nágrannaríkja okkar. Þetta er skynsamleg leið til að tryggja að sérþekking skili sér í vinnuna. Hins vegar voru ekki allir stærstu atvinnuvegirnir fengnir með í vinnuna, en það er eitthvað sem þarf að skoða vel þegar áætlunin birtist okkur loksins. Stærri vandi birtist hins vegar í því hversu lengi umhverfisráðherra hefur verið að pukrast með vinnu við aðgerðaáætlunina. Aðkoma umhverfisverndarsamtaka hefur lítil sem engin verið og Loftslagsráð hefur verið nánast óstarfandi undanfarið ár, þannig að vinnuna hefur skort þá mikilvægu rýni sem er hægt að fá frá þeim sérfræðingum. Eins hefur almenningur ekkert verið hafður með í ráðum. Aðgerðir í loftslagsmálum snúast um að afstýra loftslagshörmungum sem gætu haft neikvæð áhrif á líf allra, en í þeim eru líka stórkostleg tækifæri til að byggja upp betra, sjálfbærara og réttlátara samfélag til framtíðar. Almenningur hefur ítrekað sýnt að hann er meira en tilbúinn í almennilegar aðgerðir, en það strandar á því að stjórnvöld bjóði upp á þær. Nærtækast er að benda á flokkun lífræns úrgangs, sem fólk hefur árum saman kallað eftir, sem náði fljúgandi ferð þegar loksins var drifið í henni. Urðun lífræns úrgangs minnkaði um 90% strax og almenningur fékk tækifæri til að flokka lífrænt. Svona hugmyndum gæti ráðherra safnað með því að eiga ekki bara samtal við hluta atvinnulífsins, heldur líka umhverfisverndarsamtök og almenning allan. En til þess þarf hann að sýna forystu sem ríkisstjórnina skortir í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag stóð Umhverfisstofnun fyrir Loftslagsdeginum í Hörpu, viðburði sem er búinn að festa sig í sessi sem árlegt tilefni til að taka stöðuna og ræða staðreyndir í kringum loftslagsmálin. Fullur salur af sérfræðingum og áhugafólki þurfti þar, líkt og undanfarin ár, að hlusta á umhverfisráðherra lýsa stöðu sem engin kannast við nema þau sem eyða flestum dögum í grænþvottaherbergjum ríkisstjórnarinnar. Þegar tvö og hálft ár eru liðin frá því að núverandi ráðherra tók við embætti er orðið verulega vandræðalegt að hann hafi ekki enn haft kraft til að uppfæra aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Enn er spilað eftir handbók frá því fyrir fjórum árum, sem er löngu úrelt. Ráðherranum finnst það ekki stórmál, því eins og hann sagði í ávarpi á Loftslagsdeginum: „Við verðum ekki dæmd á því hvenær aðgerðaáætlunin kom fram, eða hvenær hún er uppfærð, við verðum dæmd á því hvernig gengur.“ Nú, og hvernig gengur þá ríkisstjórninni í loftslagsmálum? Árangur er ekki að nást Það hittist svo illa á fyrir umhverfisráðherra, að daginn fyrir Loftslagsdaginn birtust nýjustu tölur Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsalofttegunda. Þær eru ekki góður vitnisburður fyrir sjö ára valdatíð ríkisstjórnarinnar. Samfélagslosun stóð í stað á milli 2021 og 2022, eftir að hafa aukist árið á undan. Allt bendir síðan til að 2023 muni losun aftur aukast. Markmiðið á að vera að draga úr losun á hverju ári, ef ráðherrann skyldi hafa gleymt því. Ef yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar um 55% samdrátt á að nást, þá er það farið að kalla á 8% samdrátt í losun á hverju einasta ári. Raunin er hins vegar að miðað við 2016, árið áður en ríkisstjórnin tók við, þá hefur samfélagslosun bara lækkað um 4% árið 2022. Allur tími ríkisstjórnarinnar hefur skilað helmingi af þeim árangri sem þarf að ná á hverju einasta ári. Ef við eigum að dæma ríkisstjórnina á því hvernig gengur, þá verður sá dómur ekki góður. Ríkisstjórnin stefnir í að klára heilt kjörtímabil án nokkurs mælanlegs árangurs í loftslagsmálum. Aðgerðir án áætlunar Fyrir áhugafólk um loftslagsmál hefur umræðan um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum verið vandræðaleg síðustu mánuði. Með réttu hefði þurft að uppfæra hana strax í byrjun kjörtímabils, bæði til að endurspegla að ríkisstjórnin hélt því fram við stjórnarmyndun 2021 að hún ætlaði að auka metnað í málaflokknum, en líka vegna þess að eldri aðgerðaáætlunin byggir á formlegum markmiðum gagnvart Evrópusambandinu sem voru úrelt heilu ári fyrr. Allan nýliðinn vetur hefur verið sagt að vinna við aðgerðaáætlun sé á lokametrunum. Dagsetningar hafa verið teknar frá til að kynna hana, ráðherra hefur sent þingnefndum minnisblöð þar sem sagt er hvenær hennar er að vænta. Ef ríkisstjórninni hefði verið einhver alvara með að ná árangri í loftslagsmálum hefði þessi vinna verið sett í algjöran forgang. En alltaf er hætt við og nýja áætlunin frestast. Þetta er farið að minna á tímabilið þegar Sálin hans Jóns míns virtist halda lokatónleika oft á ári – og meira að segja umhverfisráðherra sjálfum virðist farið að finnast þetta vandræðalegt. En hvað tefur? Umhverfisráðherra segir að hann sé að gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, skellir skuldinni þannig á andvaraleysi forvera sinna. En þegar skoðað er hvað hann meinar, þá er hin mikla nýsköpun í stefnumótun sem hefur tafið áætlunargerðina von úr viti einfaldlega að haft hefur verið samráð við atvinnulífið. Þó það nú væri – og hvenær urðu það ný vinnubrögð hjá ráðherrum að eiga samráð við áætlanagerð? Miklu líklegra er að tafirnar stafi af forystuleysi umhverfisráðherra sjálfs. Sumar atvinnugreinar voru beðnar um að skila sínum hugmyndum inn í aðgerðaáætlun, án þess að því fylgdi skýrt yfirmarkmið ríkisstjórnarinnar til að máta allar aðgerðir upp við. Búist er við að Íslandi verði úthlutað markmiði um 40% samdrátt í samfélagslosun í gegnum samstarfið við Evrópusambandið, en í stjórnarsáttmála er gengið lengra og talað um 55% samdrátt í samfélagslosun fyrir 2030. Í svörum ráðherra á Loftslagsdeginum kom fram að þær aðgerðir í óbirtu áætluninni sem væri búið að meta væru að skila 35% samdrætti – sem er sama og í úreltri áætlun síðasta kjörtímabils – þannig að ráðherrann reynir ekki einu sinni að fylla út í eigin markmið. Fáum öll með, setjum kraft í samtalið Í undirbúningi óbirtu aðgerðaáætlunarinnar hefur verið unnið með ólíkum atvinnugeirum að fyrirmynd ýmissa nágrannaríkja okkar. Þetta er skynsamleg leið til að tryggja að sérþekking skili sér í vinnuna. Hins vegar voru ekki allir stærstu atvinnuvegirnir fengnir með í vinnuna, en það er eitthvað sem þarf að skoða vel þegar áætlunin birtist okkur loksins. Stærri vandi birtist hins vegar í því hversu lengi umhverfisráðherra hefur verið að pukrast með vinnu við aðgerðaáætlunina. Aðkoma umhverfisverndarsamtaka hefur lítil sem engin verið og Loftslagsráð hefur verið nánast óstarfandi undanfarið ár, þannig að vinnuna hefur skort þá mikilvægu rýni sem er hægt að fá frá þeim sérfræðingum. Eins hefur almenningur ekkert verið hafður með í ráðum. Aðgerðir í loftslagsmálum snúast um að afstýra loftslagshörmungum sem gætu haft neikvæð áhrif á líf allra, en í þeim eru líka stórkostleg tækifæri til að byggja upp betra, sjálfbærara og réttlátara samfélag til framtíðar. Almenningur hefur ítrekað sýnt að hann er meira en tilbúinn í almennilegar aðgerðir, en það strandar á því að stjórnvöld bjóði upp á þær. Nærtækast er að benda á flokkun lífræns úrgangs, sem fólk hefur árum saman kallað eftir, sem náði fljúgandi ferð þegar loksins var drifið í henni. Urðun lífræns úrgangs minnkaði um 90% strax og almenningur fékk tækifæri til að flokka lífrænt. Svona hugmyndum gæti ráðherra safnað með því að eiga ekki bara samtal við hluta atvinnulífsins, heldur líka umhverfisverndarsamtök og almenning allan. En til þess þarf hann að sýna forystu sem ríkisstjórnina skortir í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar