Svona getum komið í veg fyrir að Katrín vinni Björn B. Björnsson skrifar 28. maí 2024 12:15 Samkvæmt skoðanakönnunum tilheyri ég lang stærsta hópi kjósenda í komandi forsetakosningum; þeim sem vilja ekki að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Katrín er mikil ágætis manneskja sem ekkert nema gott er um að segja og hún myndi vel valda starfinu. En þegar við veljum okkur forseta skoðum við fyrri verk frambjóðenda og sú skoðun er ástæða þess að stærsti hluti kjósenda vill ekki Katrínu sem forseta. Mínar ástæður eru einkum fjórar. Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að fá nýtt fólk að borðinu. Í því er fólgin framför, breyting til góðs. Við eigum mikið af kláru og vel menntuðu fólki og við eigum að gefa því tækifæri til að hafa áhrif í samfélaginu en ekki láta alltaf sama fólkið stýra og stjórna. Í öðru lagi finnst mér miklu skipta að stjórnmálaöflin í landinu ráði ekki forsetaembættinu. Forsetinn er þjóðkjörinn og á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti. Hann er öryggisventill þjóðarinnar gagnvart hinum pólitísku öflum og má því ekki vera hluti af þeim. Stjórnarskráin okkar reynir að girða fyrir aðkomu stjórnmálamanna að forsetaembættinu með því að banna beinlínis að þingmenn bjóði sig fram til forseta. Katrín fer í kringum þetta með því að segja af sér þingmennsku og bjóða sig svo fram daginn eftir - sem er tæknilega ekki bannað en augljóslega ekki í anda laganna. Peningaöflin í landinu eiga heldur ekki að ráð því hver verður forseti Íslands. Allir geta séð að framboð Katrínar auglýsir margfalt meira en nokkur annar frambjóðandi getur leyft sér - og það er ekki gott merki. Í þriðja lagi er skyndilegt brotthlaup Katrínar úr stóli forsætisráðherra til þess að reyna að verða forseti ekki vinnubrögð til fyrirmyndar að mínu mati. Að kasta frá sér þeim störfum sem maður hefur tekið að sér og er trúað fyrir. Hver er sú knýjandi nauðsyn sem fær æðsta ráðamann lýðveldisins til að hætta allt í einu að gegna embættisskyldum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn Íslands? Katrín segir sjálf að hún bjóði sig fram til forseta því hún vilji gera gagn. Við vitum öll að það er ekki satt. Einfaldlega vegna þess að forsætisráðherra getur gert margfalt meira gagn en forsetinn getur nokkurn tímann gert. Til dæmis er staða eldri borgara og öryrkja að þeirra sögn miklu verri í dag en þegar Katrín varð forsætisráðherra. Í því embætti gæti Katrín gert þessum hópi mikið gagn ef hún vildi - en lítt eða ekki sem forseti. Í fjórða lagi er Katrín með fjölmörg pólitísk ágreiningsefni í farteskinu sem mér finnst að ekki eigi að draga inn á Bessastaði. Þar má nefna óánægju kjósenda Vinstri grænna með undanlátssemi við stefnumál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum Kartínar og óbilandi vörn hennar fyrir Bjarna Benediktsson á hverju sem gengið hefur. Þessi óánægja birtist í því að flokkur Katrínar gæti vel þurrrkast út af þingi samkvæmt könnunum. Margir eru ósáttir við að ríkisstjórn hennar lagði fram fjármuni úr sameiginlegum sjóðum okkar til að kaupa vopn sem eru ætluð til að drepa rússnesk ungmenni sem hafa verið skikkuð til að berjast í Úkraínu. Þúsundir aldraðra og öryrkja búa við fátæktarmörk og það svíður sárt. Þá eru margir Sjálfstæðismenn henni reiðir fyrir að standa að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm. Nú síðast er það svo frumvarp sem Katrín vann að og framselur auðlindir okkar ótímabundið - svo nokkur atriði séu nefnd. Öll þessi ágreiningsefni eru að mínu viti ekki góður farangur fyrir forseta og raunar óttast ég að ef Katrín nái kjöri verði hún fyrsti forseti Íslands sem þjóðin muni aldrei sameinast um. Hin þrjú, sem samkvæmt könnunum eiga raunhæfa möguleika á að ná kjöri, Baldur, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir held ég að geti öll orðið góðir forsetar - og geti sameinað þjóðina að baki sér. Kjör Baldurs væri gott framfaraskref vegna þess að hann er samkynhneigður. En mér finnst kominn tími til að kona gegni embættinu svo ekki líði þrír eða fjórir áratugir þar sem engin kona er forseti Íslands. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir yrði góður forseti, en þó hallast ég frekar að Höllu Hrund. Ástæðan er áhersla hennar á varðstöðu um auðlindir Íslands í þágu almennings. Halla Hrund hefur til dæmis sagt að ef frumvarpið um ótímabundið framsal leyfa til fiskeldis verði samþykkt óbreytt muni hún ekki skrifa undir þau lög heldur vísa þeim í dóm þjóðarinnar. Hér er talað tæpitungulaust og skilaboðin til Alþingis eru skýr. Hér birtist líka grundvallarmunur á afstöðu Höllu Hrundar og Katrínar sem mótaði þetta frumvarp sem matvælaráðherra og þarf nú að standa með því verki sínu. Í dag er staðan sú að Kartín getur mögulega náð kjöri með fjórungs fylgi vegna þess að stuðningur okkar, sem viljum hana ekki, dreifist á marga frambjóðendur. Ef hér væri önnur umferð þar sem kosið væri aftur milli tveggja efstu held ég að Katrín ætti enga möguleika. Við sem viljum Katrínu ekki myndum sameinast um mótframbjóðenda hennar og vinna öruggan sigur. Eina ráðið við þeim vanda sem við, sem viljum ekki Katrínu erum í, er að kjósa taktískt. Með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Hvort sem það verður, Baldur, Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir. Við keppum fram að kjördegi en sameinumst svo um að forsetinn verði fólksins - hver þeirra sem það verður. Það er ekki auðvelt skref að stíga að kjósa annan en þann sem maður helst vill - en aðeins þannig getum við tryggt að Ísland fái forseta sem verður okkar allra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum tilheyri ég lang stærsta hópi kjósenda í komandi forsetakosningum; þeim sem vilja ekki að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Katrín er mikil ágætis manneskja sem ekkert nema gott er um að segja og hún myndi vel valda starfinu. En þegar við veljum okkur forseta skoðum við fyrri verk frambjóðenda og sú skoðun er ástæða þess að stærsti hluti kjósenda vill ekki Katrínu sem forseta. Mínar ástæður eru einkum fjórar. Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að fá nýtt fólk að borðinu. Í því er fólgin framför, breyting til góðs. Við eigum mikið af kláru og vel menntuðu fólki og við eigum að gefa því tækifæri til að hafa áhrif í samfélaginu en ekki láta alltaf sama fólkið stýra og stjórna. Í öðru lagi finnst mér miklu skipta að stjórnmálaöflin í landinu ráði ekki forsetaembættinu. Forsetinn er þjóðkjörinn og á að vera hafinn yfir pólitíska flokkadrætti. Hann er öryggisventill þjóðarinnar gagnvart hinum pólitísku öflum og má því ekki vera hluti af þeim. Stjórnarskráin okkar reynir að girða fyrir aðkomu stjórnmálamanna að forsetaembættinu með því að banna beinlínis að þingmenn bjóði sig fram til forseta. Katrín fer í kringum þetta með því að segja af sér þingmennsku og bjóða sig svo fram daginn eftir - sem er tæknilega ekki bannað en augljóslega ekki í anda laganna. Peningaöflin í landinu eiga heldur ekki að ráð því hver verður forseti Íslands. Allir geta séð að framboð Katrínar auglýsir margfalt meira en nokkur annar frambjóðandi getur leyft sér - og það er ekki gott merki. Í þriðja lagi er skyndilegt brotthlaup Katrínar úr stóli forsætisráðherra til þess að reyna að verða forseti ekki vinnubrögð til fyrirmyndar að mínu mati. Að kasta frá sér þeim störfum sem maður hefur tekið að sér og er trúað fyrir. Hver er sú knýjandi nauðsyn sem fær æðsta ráðamann lýðveldisins til að hætta allt í einu að gegna embættisskyldum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn Íslands? Katrín segir sjálf að hún bjóði sig fram til forseta því hún vilji gera gagn. Við vitum öll að það er ekki satt. Einfaldlega vegna þess að forsætisráðherra getur gert margfalt meira gagn en forsetinn getur nokkurn tímann gert. Til dæmis er staða eldri borgara og öryrkja að þeirra sögn miklu verri í dag en þegar Katrín varð forsætisráðherra. Í því embætti gæti Katrín gert þessum hópi mikið gagn ef hún vildi - en lítt eða ekki sem forseti. Í fjórða lagi er Katrín með fjölmörg pólitísk ágreiningsefni í farteskinu sem mér finnst að ekki eigi að draga inn á Bessastaði. Þar má nefna óánægju kjósenda Vinstri grænna með undanlátssemi við stefnumál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnum Kartínar og óbilandi vörn hennar fyrir Bjarna Benediktsson á hverju sem gengið hefur. Þessi óánægja birtist í því að flokkur Katrínar gæti vel þurrrkast út af þingi samkvæmt könnunum. Margir eru ósáttir við að ríkisstjórn hennar lagði fram fjármuni úr sameiginlegum sjóðum okkar til að kaupa vopn sem eru ætluð til að drepa rússnesk ungmenni sem hafa verið skikkuð til að berjast í Úkraínu. Þúsundir aldraðra og öryrkja búa við fátæktarmörk og það svíður sárt. Þá eru margir Sjálfstæðismenn henni reiðir fyrir að standa að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm. Nú síðast er það svo frumvarp sem Katrín vann að og framselur auðlindir okkar ótímabundið - svo nokkur atriði séu nefnd. Öll þessi ágreiningsefni eru að mínu viti ekki góður farangur fyrir forseta og raunar óttast ég að ef Katrín nái kjöri verði hún fyrsti forseti Íslands sem þjóðin muni aldrei sameinast um. Hin þrjú, sem samkvæmt könnunum eiga raunhæfa möguleika á að ná kjöri, Baldur, Halla Hrund og Halla Tómasdóttir held ég að geti öll orðið góðir forsetar - og geti sameinað þjóðina að baki sér. Kjör Baldurs væri gott framfaraskref vegna þess að hann er samkynhneigður. En mér finnst kominn tími til að kona gegni embættinu svo ekki líði þrír eða fjórir áratugir þar sem engin kona er forseti Íslands. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir yrði góður forseti, en þó hallast ég frekar að Höllu Hrund. Ástæðan er áhersla hennar á varðstöðu um auðlindir Íslands í þágu almennings. Halla Hrund hefur til dæmis sagt að ef frumvarpið um ótímabundið framsal leyfa til fiskeldis verði samþykkt óbreytt muni hún ekki skrifa undir þau lög heldur vísa þeim í dóm þjóðarinnar. Hér er talað tæpitungulaust og skilaboðin til Alþingis eru skýr. Hér birtist líka grundvallarmunur á afstöðu Höllu Hrundar og Katrínar sem mótaði þetta frumvarp sem matvælaráðherra og þarf nú að standa með því verki sínu. Í dag er staðan sú að Kartín getur mögulega náð kjöri með fjórungs fylgi vegna þess að stuðningur okkar, sem viljum hana ekki, dreifist á marga frambjóðendur. Ef hér væri önnur umferð þar sem kosið væri aftur milli tveggja efstu held ég að Katrín ætti enga möguleika. Við sem viljum Katrínu ekki myndum sameinast um mótframbjóðenda hennar og vinna öruggan sigur. Eina ráðið við þeim vanda sem við, sem viljum ekki Katrínu erum í, er að kjósa taktískt. Með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Hvort sem það verður, Baldur, Halla Hrund eða Halla Tómasdóttir. Við keppum fram að kjördegi en sameinumst svo um að forsetinn verði fólksins - hver þeirra sem það verður. Það er ekki auðvelt skref að stíga að kjósa annan en þann sem maður helst vill - en aðeins þannig getum við tryggt að Ísland fái forseta sem verður okkar allra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar