Virðulegur forseti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. maí 2024 09:01 Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar