Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja? Bjarni Már Magnússon skrifar 17. maí 2024 09:31 Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands á Stöð 2 í gær afhjúpuðu vandræðalega vanþekkingu eða alvarlegt hugsunarleysi margra þeirra þegar kemur að mikilvægum alþjóðamálum. Einkum verður það að teljast nokkuð ískyggilegt að nokkrir þeirra trúi þeim misskilningi að Ísland fylgi hlutleysisstefnu í alþjóðamálum og að sérstök stefnubreyting hafi falist í stuðningi íslenskra stjórnvalda við vopnakaup til handa varnarbaráttu Úkraínu í tilvistarstríði landsins gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands. Hlutleysi Íslands Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust. Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Vopnakaup til Úkraínu Þann 24. febrúar 2022 réðst Rússland inn í Úkraínu og greip um leið til sjálfsvarnar sem er órjúfanlegur réttur ríkja í samræmi við 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Landvinningastríð Rússa er háð í því skyni að má út sjálfstæði og tilveru fullvalda ríkis í Evrópu. Í framhaldinu af innrásinni óskaði Úkraínu eftir liðsinni annarra ríkja til að verjast Rússum. Er skemmst frá því að segja að nánast öll þau ríki sem við teljum standa okkur næst hafa verið framarlega í flokki þeirra sem styðja við varnir Úkraínu; þar á meðal ríki sem eiga landamæri að Rússlandi og eru líkleg til þess að vera framarlega á „matseðli“ Kremlarvaldsins ef það fengi frjálsar hendur um árásir á þá nágranna sem það ágirnist. Hefur Ísland verið meðal þeirra ríkja sem hefur svarað kallinu og virðast sumir telja að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt með því að styðja við innkaup Tékka á skotfærum til handa Úkraínumönnum fyrir tvær milljónir Evra og að í þessu felist mikil stefnubreyting. Þetta er líka algjörlega rangt. Ísland hefur áður greitt í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup fyrir Úkraínumenn síðustu tvö árin. Þá hefur utanríkisráðherra Íslands margsinnis sagt að þegar kemur að stuðningi við Úkraínu þá eigum við að hlusta eftir þörfum þeirra en ekki bjóðast til að aðstoða einungis samkvæmt okkar eigin smekk og hentugleik. Talpunktar Kremlar? Það er áhyggjuefni að frambjóðendur sem vilja láta taka sig alvarlega sem forsetaefni gerist berir af þeirri vanþekkingu á utanríkishagsmunum, utanríkisstefnu og sögu Íslands eins og gerðist í umræðunum í gær. Fyrir þann sem ekki vissi betur gæti sá grunur vaknað að talpunktar Kremlar hafi skotið rótum í umræður íslenskra forsetaframbjóðenda. Þótt vitaskuld séu frambjóðendurnir ekki að flytja slíka talpunkta þá er það raunverulegt vandamál ef það hljómar þannig. Frambjóðendur til embættis forseta þurf að vera nægilega læsir á stöðuna í heimsmálum til þess að tala ekki með þeim hætti að slíkar grunsemdir vakni. Vonandi nýta alvarlegir frambjóðendur til embættis forseta tækifærið á næstu dögum til þess að leiðrétta þá mynd sem birtist í gær. Það er eðlilegt að þeir taki af allan vafa um hvort þeir styðji þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem hefur verið staðfest með öllum greiddum atkvæðum Alþingis í sérstakri langtímastefnu, að Ísland ætli óhikað að taka afstöðu með Úkraínu og við hið helstu vina- og bandalagsríkja okkar, gegn bæði innrás Rússlands í Úkraínu og undirróðri þeirra gegn þeim gildum sem vestræn samfélög eru reist á. Höfundur er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun