Ísland í öðru sæti Regnbogakortsins um réttindi hinsegin fólks Bjarndís Helga Tómasdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 15. maí 2024 08:46 Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Bjarndís Helga Tómasdóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar