Ísland í öðru sæti Regnbogakortsins um réttindi hinsegin fólks Bjarndís Helga Tómasdóttir og Daníel E. Arnarsson skrifa 15. maí 2024 08:46 Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við hjá Samtökunum ’78 þeim árangri sem náðst hefur í að bæta réttindastöðu hinsegin fólks á Íslandi. Árlega birtir ILGA-Europe, regnhlífarsamtök yfir 700 hinsegin félaga í Evrópu og Mið-Asíu, nýja útgáfu regnbogakortsins en kortið mælir lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum. Það eru gleðifréttir að Ísland er nú í öðru sæti kortsins og uppfyllir 83% af viðmiðum ILGA-Europe um réttindi hinsegin fólks. Það er frábær árangur og því er vert að staldra við og líta yfir farinn veg. Fyrir aðeins sjö árum sat Ísland í 17. sæti kortsins og uppfyllti aðeins 47% lagalegra viðmiða. Það er því dálítið sérstök gleði að þrátt fyrir bakslag í almennri umræðu síðustu ár hefur löggjöfin á Íslandi aldrei verið betri þegar kemur að hinsegin málefnum. Mikilvægar breytingar á stuttum tíma Um síðustu áramót tóku gildi lög um bann við bælingarmeðferð, sem er afar jákvætt og mikilvægt skref. Eins hafa þau teymi heilbrigðiskerfisins sem þjónusta trans fólk bætt áætlanir og þjónustu sína í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði, sem enn er verið að vinna inn í reglugerðir og áætlanir. Einnig hefur breytum sem tengjast hinseginleikanum, þ.e. kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni, verið bætt við 70. gr. almennra hegningarlaga er varðar þætti sem hafa áhrif á refsihæð glæpa. Regnbogakortið hefur tekið þó nokkrum breytingum á síðasta áratug sem sýnir þá miklu grósku sem hefur verið í hinsegin baráttunni. Það er baráttu þúsunda einstaklinga í fjölda landa að þakka hversu ítarlegt og vandað regnbogakortið er, og á síðustu árum hafa enn fleiri hópar stigið fram og krafist sjálfsagðra réttinda. Þess ber þó að geta að kortið mælir einungis lagalega stöðu en er ekki eftirlit með framkvæmd, það er á herðum félaga hinsegin fólks í hverju landi fyrir sig að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa í hverju landi fyrir sig. Í ár skiptist kortið í sjö flokka: Fjölskyldumál, jafnrétti og bann við mismunun, hatursglæpi- og áróður, líkamlega friðhelgi og viðurkenningu á skráðu kyni, borgaraleg afnot af rými og landi, alþjóðlega vernd og líkamlega friðhelgi intersex fólks. Í fyrra var Ísland í fimmta sæti af 49 og uppfyllti 71% af þeim lagalegu skilyrðum sem kortið mælir. Baráttan er ekki búin Það er sannarlega gleðiefni hve Regnbogakortið lýsir miklum árangri í málefnum hinsegin fólks hér á landi. En á meðan við fögnum árangrinum hér á Íslandi býr hinsegin fólk í víða í Evrópu og Mið-Asíu enn við mikla ólgu, óvissu og óöryggi. Pólitískur ágreiningur um réttarstöðu hinsegin fólks hefur orðið til þess að lönd detta niður listann eða standa í stað. Í sumum landanna má rekja þetta fall beint til þess skipulagða áróðurs sem beitt hefur verið gegn trans fólki. Sums staðar er slíkum áróðri og hinsegin réttindum almennt beitt sem pólitísku vopni af stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum. Það er rétt að minnast þess að svo grafalvarleg staða er ekki bara uppi í löndum fjarri og ólíkum Íslandi heldur til dæmis í nágrannalöndum eins og Bretlandi, sem hefur fallið hratt niður Regnbogakortið undanfarin ár. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna þá falla þau öll niður listann þar sem ekki var unnt að endurskrifa aðgerðaráætlanir í málaflokknum. Það er því mikilvægt að muna að baráttan fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks er síður en svo unnin. Árangur okkar hér á landi hefur ekki komið af sjálfu sér. Á síðustu árum hafa Samtökin ’78 eflt samtal við löggjafar- og framkvæmdarvaldið, sem og samfélagið í heild sinni. Krafan um aukin réttindi kemur frá samfélaginu sjálfu, og því mikilvægt fyrir okkur að vera vel vakandi og miðla þeim skilaboðum til stjórnvalda. Við viljum þakka samfélaginu fyrir stuðninginn og samstöðuna sem hefur skapað þennan árangur á síðustu árum og minnum á að Samtökin ’78 munu áfram standa vörð um réttindi hinsegin fólks, og munu ekki gefa neitt eftir. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78.Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun