Hver á að setja málið á dagskrá? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 19:00 Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fróðleg grein birtist á Vísir.is fyrir helgi eftir Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi þingmann Viðreisnar, í tilefni af degi Evrópusambandsins 9. maí. Á þeim degi árið 1950 var svonefnd Schuman-yfirlýsing flutt af þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, sem markaði upphaf þess sem við þekkjum sem Evrópusambandið í dag. Þar kom meðal annars fram að fyrst skrefið í þeim efnum væri að koma kola- og stálframleiðslu undir eina stjórn en lokaskrefið væri evrópskt sambandsríki. Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið minnast árlega dags sambandsins og þá um leið gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar en hafa hins vegar aldrei orð á lokamarkmiði samrunans innan þess. Á sama tíma eru skoðanasystkin þeirra á meginlandinu mun ófeimnari í þeim efnum. Til að mynda er þannig lögð áherzla á áframhaldandi þróun Evrópusambandsins í átt að sambandsríki í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar Þýzkalands en hana mynda meðal annars þýzkir systurflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Formaðurinn segir meðal annars í greininni að setja eigi inngöngu í Evrópusambandið „á dagskrá af fullri alvöru í umræðu almennings og ekki síður á vettvangi stjórnmálanna.“ Óneitanlega athyglisverð orð. Á sama tíma gerir hann að því skóna í greininni að meirihluti landsmanna vilji ganga í sambandið. Hvers vegna er málið þá ekki á dagskrá „af fullri alvöru“ í umræðu almennings svo notuð séu hans eigin orð? Hvað kemur í veg fyrir það? Mögulega er ástæða sú að í raun er í bezta falli fyrir að fara afar takmörkuðum áhuga á málinu. Hvað stjórnmálin varðar er það vitanlega á ábyrgð Viðreisnar að setja inngöngu í Evrópusambandið á dagskrá á þeim vettvangi sem eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á málið. Það er til dæmis ekki hlutverk stjórnarflokkanna sem allir eru andvígir inngöngu í sambandið og voru ekki sízt kosnir út á þá stefnu. Samfylkingin hefur að vísu ekki breytt um stefnu en lagt málið til hliðar. Meðal annars í kjölfar þess stórjókst fylgi flokksins sem og andstaða við inngöngu í Evrópusambandið á meðal stuðningsmanna hans. Fylgi Viðreisnar, flokks Jóns Steindórs, mældist hins vegar á sama tíma einungis 7,5% í síðustu skoðanakönnun Gallups og á því róli hefur það verið undanfarin ár. Mun minna en í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu og við kjöraðstæður fyrir áróður flokksins fyrir inngöngu í Evrópusambandið, þó hann haldi að vísu engu vatni, auk þess sem hann situr einn að áherzlu á málið, stefnumál sem Jón Steindór virðist telja ávísun á mikinn fjölda atkvæða á meðal almennings. Hvað er þá eiginlega að Viðreisn? Væntanlega eitthvað verulega mikið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun