Til hamingju, Kópavogur! Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 11. maí 2024 08:02 Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Kópavogur Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í dag á afmælisdegi Kópavogs verður mikið um dýrðir þegar opnað verður nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda innan menningarhúsa Kópavogs. Þar verður til í einu rými ný grunnsýning úr viðamiklu safni Náttúrufræðistofu og Bókasafns Kópavogs, sem sameinar um leið bókmenntir, listir og náttúruvísindi á einum og sama stað. Þannig verður rýmið myndarleg viðbót við fjölskrúðugt og metnaðarfullt menningarstarf í Kópavogi. Ný nálgun í menningarstarfinu Vert er að rifja upp við þetta tilefni að fyrir ári síðan boðaði meirihlutinn í bæjarstjórn nýja nálgun í menningarstarfi Kópavogs en helsta forsenda þess var þörfin fyrir að þróa menningarstarfið í takti við nýja tíma og um leið að vera brautryðjendur á þeim vettvangi. Við töldum mikilvægt að leita nýrra leiða við að miðla menningu, listum og náttúruvísindum. Einn af útgangspunktunum var að leggja aukna áherslu á að efla fræðslu og upplifun barna í menningarhúsum Kópavogs. Forsenda þess að ráðast í þær breytingar var að stofna ekki til nýrra útgjalda heldur að hagræða í rekstri og forgangsraða fjármunum með öðrum hætti. Skemmst er að segja frá því að ekki náðist þverpólitísk samstaða um breytingarnar, minnihlutinn hafnaði breytingunum með gagnrýni sem að miklu leyti var byggð á misskilningi. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar og aðrir gestir munu sjá og upplifa þennan nýja undraheim er ég viss um að fæstir myndu vilja snúa þeim við. Við gerum börnum hátt undir höfði í þessu glæsilega rými sköpunar, leiks og næðis. Tengingin sem myndast á milli Náttúrufræðistofu og Bókasafnsins er öðruvísi, spennandi og áður óþekkt framsetning sem ég er sannfærð um að Kópavogsbúar og aðrir gestir muni kunna vel að meta. Saga Náttúrufræðistofu Náttúrufræðistofa Kópavogs var formlega stofnuð 3. desember árið 1983. Stofnun hennar má rekja til ákvörðunar bæjarstjórnar sjö árum áður um að festa kaup á safni Jóns Bogasonar á um annað hundruð tegunda hryggleysingja , sem Jón safnaði við hin ótrúlegustu skilyrði og á sér fáar hliðstæður. Í framhaldinu festi bærinn kaup á fuglasafni Hans Jörgensen og síðar var Halldór Pétursson svo rausnarlegur að færa bæjarbúum hluta af umfangsmiklu steinasafni sínu. Allir þessir gripir og fleiri til eru nú varðveittir í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þrátt fyrir að rúmir fjórir áratugir skilji að stofndag safnsins og daginn sem við fögnum nýrri opnun, þá er athyglisvert hve mikinn samhljóm er að finna í opnunarræðu fyrsta forstöðumanns safnsins, Árna Waag í desember 1983, við þær áherslur sem við erum að fanga með nýju upplifunarrými í dag: „Meginhlutverk Náttúrufræðistofu, auk hefðbundinna söfnunarstarfs og varðveislu er að standa fyrir almennri fræðslu um náttúrfræði og náttúrvernd með sýningum fyrirlesurum og vettvangsferðum.“ Um mikilvægi náins samstarfs við skóla bæjarins segir Árni:. „Raunhæf líffræðikennsla getur aldrei átt sér stað einungis innan veggja skólans. Von okkar er að nú geti líffræðikennarar fært kennslu sína nær náttúrunni með vettvangsferðum og heimsóknum í samstarfi við Náttúrufræðistofuna.“ Það er um leið svo sannarlega von okkar sem að þessu safni standa í dag. Ég óska bæjarbúum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hlakka til að sjá ykkur í dag! Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun